Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 17:47
Gleðilegt ár
31.12.2007 | 13:20
Hitaplatið mikla
Ég persónulega ætla að geyma lopapeysuna enn um sinn ég hef fulla trú á að ég þurfi að nota hana árið 2008 og lengi enn ég held að það se verið að plata okkur.
Gleðilegt ár þakka liðið29.12.2007 | 16:11
Til hamingju konur
Kynjakvóti tekur gildi í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2007 | 13:20
Gleðileg Jól
13.12.2007 | 23:22
Getur einhver sagt mér?
Hvað er rétt hitastig á jörðinni ?
Bara spyr mér finnst það algjörlega vanta í alla umræðuna hver hinn gullni punktur er. Er það landnámsöld með klofin vatnajökul 18 öldin með hafís suður fyrir land 19 öldin þegar við flúðum til Ameríku. Ég biðla til einhvers spekinginn að segja mér nú hvaða hitastig og hvaða tímabil er það rétta fyrir moður jörð.
11.12.2007 | 22:10
Að seilast i budduna
Það þarf nýjan skattstofn þá er tilvalið að minnast á nagladekk það er sagt að þau séu einn versti mengunarvaldur hér í höfuðborginni. Það eru ekki opin byggingarsvæði þar sem mold og ryk fýkur um allt, fullhlaðnir ábreiðulausir vörubílar sem dreifa sandi yfir vegfarendur á allt að 90 km hraða á götum bæjarins eða þá eiturspúandi díseljálkar sem senda frá sér svartan mökk þegar þeir taka af stað nei nagladekk eru það og ekkert annað og þeir sem að keyra á nöglum eiga að borga slit á götum sem lagðar eru hálf ónytu malbiki saltaðar síðan með pækli sem að étur upp allt. Ég lét einusinni glepjast af af naglaleysis trúboðinu og keyrði ekki á nöglum einn vetur og borga það með ævarandi kvölum í baki og liðum vegna óhapps, klaufi segja örugglega margir. Þegar rignir og síðan snögg frýs koma aðstæður þar sem að naglar eru langbesti kosturinn og í dag þar sem sífellt sjaldnar er snjór en mun oftar hálka eru naglar að mínu mati nauðsynlegri með hverju árinu. Í dag kl half sex þegar fólk var að fara úr vinnu voru svona aðstæður þær voru líka í morgun og aðra daga Á vef vegargerðarinnar núna er varað við flughálku víða um land. En hvernig á að skattleggja nagladekk eiga þeir að borga líka sem að keyra kannski allan veturinn úti á landi á malarvegum og koma varla í borgina eða á þetta bara að bætast við útsvar Reykvíkinga. Hvað með þá sem að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík eiga þeir að keyra frítt á götunum okkar á nöglum eða setjum við naglaskynjara í Ártúnsbrekkuna sem slekkur á bílum á negldum dekkjum. Ok skattleggjum Selfyssinga líka en öxlum um leið ábyrgð á því að verða til þess að menn fari um fjallvegi og heiðar án nauðsynlegs öryggisbúnaðar það er samfélagslega ábyrgt. Um leið og könnuð er skaðsemi nagladekkja þá þarf að kanna það hvort þau eru líklegri til að forða slysum við vissar aðstæður og hvort að í heildina þau séu öruggari því að ef samfélagið vill fá peninga frá þeim sem að nota þau er þá ekki sjálfsagt að samfélagið borgi þeim fyrir það til dæmis í lægri tryggingariðgjöldum ef að þau eru öruggari kostur við ákveðnar aðstæður. Ein lausn sem að menn nefna er að salta göturnar meira hvað gerir síðan pækilinn hann stórskemmir bifreiðar og er að mínu mati aðalástæða þess að sífelt þarf að vera að þrífa bilana sem verða ryði að bráð fyrir aldur fram söltun bregst líka oft ef að snögg frýs.
Það hefur vakið athygli mína undanfarið að æ fleiri árekstrar verða vegna þess að bíll rennur til verði slys fáum við alltaf að heyra að fólk hafi verið í bílbeltum eða ekki ætti ekki að segja frá því líka hvernig bílar sem að lenda í tjóni eru búnir til aksturs svo að við getum myndað okkur rétta skoðun á þessu. Bara eitt banaslys sem verður og naglar hefðu getað komið í veg fyrir er einu slysi of mikið og mér finnst það lýsandi fyrir það hvernig þjóðfélagið er að verða hér að það skuli vera fólki ofar í huga að skattleggja þá sem að þó vilja fara varlega. Má ekki alveg eins ná í pening með því að sekta þá sem að enn keyra á sumardekkjum.
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 11:37
Endalok iðngreinar ?
Í liðinni viku voru opnuð tilboð í verk í málmiðnaði.
Niðurstöður tilboðana eru mjög athyglisverðar og einnig kostnaðaráætlunin fyrir verkið sé það borið saman við samsvarandi verk sem boðið var út í janúar 2006. 2006 var opnað tilboð í samsvarandi verkefni og var þar kostnaðaráætlun 226 milljónir. Verkefni þetta fór þá á 120 milljónir eða 53% af kostnaðaráætlun já 53% af kostnaðaráætlun.Verkefnið nú er svo til nákvæmlega eins, eina sem hefur breyst er að verkið sem vinna á núna er að uppreiknuðu magni 38% umfangsmeira en í janúar 2006.Þrátt fyrir þessa magnaukningu er kostnaðaráætlun nú 196 milljónir eða 15% lægri. Hvað veldur þessu? Jú það er sú staðreynd að áætlanir verkfræðistofa taka alltaf mið af þeim einingarverðum sem í gangi hafa verið á markaðnum árið og mánuðina þar á undan þannig að á þenslutímum þegar öll verð og vísitölur hafa rokið upp og fullyrt er að almennt launaskrið sé í gangi þá búa Íslensk málmiðnaðarfyrirtæki við þá staðreynd að reiknað kostnaðarverð þeirrar vinnu sem að þau inna af höndum hefur fallið um tugi prósenta og þau hafa mun minna fjármagn til að reka sig fyrir á sama tíma og allt hefur hækkað.. Hvers vegna og af hverjum hefur málmiðnaðnum verið haldið í skefjum eða hvað veldur þessari þróun?Þegar launakannanir eru birtar eru erlendir starfsmenn ekki látnir svara? Ég spyr vegna þess að launakannanir félagsins eru í algjöru ósamræmi við staðreyndir sem fyrirtæki búa við á markaði.Ég spyr því að það er ekki vænlegt fyrir fólk sem þarf að sjá fyrir sér og sínum í óðaverðbólgu að koma til starfa í iðngrein sem að stöðugt þarf að draga saman seglin til að berjast fyrir tilveru sinni.Ég tel að það sé komin tími fyrir félagið okkar að vakna af Þyrnirósarsvefninum og kafa ofan í þessi mál eða að viðurkenna fyrir sjálfum sér að tími málmiðnaðar er að líða undir lok á Íslandi. Það er málmiðnaðar sem unnin er af Íslendingum.Það er ágætt að muna það að ein af ástæðum þess að Íslendingar misstu sjálfstæði sitt fyrr á öldum var getuleysi þeirra til þess að smíða og eiga haffær skip til flutninga þannig að þeir voru öðrum háðir.Hér var þá sem sagt lítil og léleg iðnmenntun en óhemja af bókaormum skrifandi á kálfskinn Eru þeir tímar runnir upp aftur að við verðum ekki sjálfum okkur nóg í grunatriðum sem þarf til að halda þjóðfélagi gangandi.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)