Að seilast i budduna

Það þarf nýjan skattstofn þá er tilvalið að minnast á nagladekk það er sagt að þau séu einn versti mengunarvaldur hér í höfuðborginni. Það eru ekki opin byggingarsvæði þar sem mold og ryk fýkur um allt, fullhlaðnir ábreiðulausir vörubílar sem dreifa sandi yfir vegfarendur á allt að 90 km hraða á götum bæjarins eða þá eiturspúandi díseljálkar sem senda frá sér svartan mökk þegar þeir taka af stað nei nagladekk eru það og ekkert annað og þeir sem að keyra á nöglum eiga að borga slit á götum sem lagðar eru hálf ónytu malbiki saltaðar síðan með pækli sem að étur upp allt. Ég lét einusinni glepjast  af af naglaleysis trúboðinu og keyrði ekki á nöglum einn vetur og borga það með ævarandi kvölum í baki og liðum  vegna óhapps, klaufi segja örugglega margir. Þegar rignir og síðan snögg frýs koma aðstæður þar sem að naglar eru langbesti kosturinn og í dag þar sem sífellt sjaldnar er snjór en mun oftar hálka eru naglar að mínu mati nauðsynlegri með hverju árinu. Í dag kl half sex þegar fólk var að fara úr vinnu voru svona aðstæður þær voru líka í morgun og aðra daga Á vef vegargerðarinnar núna er varað við flughálku víða um land. En hvernig á að skattleggja nagladekk eiga þeir að borga líka sem að keyra kannski allan veturinn úti á landi á malarvegum og koma varla í borgina eða á þetta bara að bætast við útsvar Reykvíkinga. Hvað með þá sem að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík eiga þeir að keyra frítt á götunum okkar á nöglum eða setjum við naglaskynjara í Ártúnsbrekkuna sem slekkur á bílum á negldum dekkjum. Ok skattleggjum Selfyssinga líka en öxlum um leið ábyrgð á því að verða til þess að menn fari um fjallvegi og heiðar án nauðsynlegs öryggisbúnaðar það er samfélagslega ábyrgt. Um leið og könnuð er skaðsemi nagladekkja þá þarf að kanna það hvort þau eru líklegri til að forða slysum við vissar aðstæður og hvort að í heildina þau séu öruggari því að ef samfélagið vill fá peninga frá þeim sem að nota þau er þá ekki sjálfsagt að samfélagið borgi þeim fyrir það til dæmis í lægri tryggingariðgjöldum ef að þau eru öruggari kostur við ákveðnar aðstæður. Ein lausn sem að menn nefna er að salta göturnar meira hvað gerir síðan pækilinn hann stórskemmir bifreiðar og er að mínu mati aðalástæða þess að sífelt þarf að vera að þrífa bilana sem verða ryði að bráð fyrir aldur fram söltun bregst líka oft ef að snögg frýs.
Það hefur vakið athygli mína undanfarið að æ fleiri árekstrar verða vegna þess að bíll rennur til verði slys fáum við alltaf að heyra að fólk hafi verið í bílbeltum eða ekki ætti ekki að segja frá því líka hvernig bílar sem að lenda í tjóni eru búnir til aksturs svo að við getum myndað okkur rétta skoðun á þessu. Bara eitt banaslys sem verður og naglar hefðu getað komið í veg fyrir er einu slysi of mikið og mér finnst það lýsandi fyrir það hvernig þjóðfélagið er að verða hér að það skuli vera fólki ofar í huga að skattleggja þá sem að þó vilja fara varlega. Má ekki alveg eins ná í pening með því að sekta þá sem að enn keyra á sumardekkjum.


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband