9.12.2009 | 08:13
Stórríkið skekur sig
ESB er að færa sig upp á skaftið enda búið að sjá að víkingarnir sem flúðu Noreg og settust að á Íslandi hafa valið yfir sig lyddur sem lúta í gras og kyssa á vöndin hver í kapp við annan. Því tel ég að einhver fræðingurinn hafi komist að því að svo hljóti einnig að vera farið um afkomendur víkinganna sem eftir urðu í Noregi og því hægt að beita sömu meðulum á þá.
En eitt dæmið um lýðræðisást þessa bateríis
ESB slítur viðræðum við Norðmenn um fiskveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ESB hefur ekkert að gera við fisk frá Noregi, þeir eru að fara að fá Ísland afhent á silfurfati. Það ætti að lögsækja Samfylkinguna og alla þeirra vitorðsmenn fyrir landráð.
Sjá 10. kafla úr almennum hegningarlögum nr 19/1940 um landráð:
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
Nonni (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 09:12
Ég hef verið að rekast á athugasemdir sem Níels A. Ársælsson hefur verið að setja inn á blogg annara... Er enginn vegur að hindra að hans athugasemdir fái birtingu? Það er greinilegt að maðurinn er illa upp alinn og kann enganveginn að tjá sig þannig að hægt sé að taka mark á.
Góðar stundir.
Hilmar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 19:49
Ég hef hingað til ekki eytt út athugasemdum hjá mér en þar sem þetta er vettfangur undir mínu nafni fjarlægði ég tvær ahugasemdir sem að ég myndi ekki líða í mínum húsum. Ég bið menn að vera málefnalega og virða hvorn annan svo að ég þurfi ekki að taka upp ritskoðun hér.
Með kveðju
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.12.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.