24.9.2009 | 19:32
Gott mál
Núna verð ég að standa við gefið loforð og gerast áskrifandi að Mogganum. Mér finnst gott mál að fá Davíð í ritstjórnina og er viss um að það á eftir að lífga upp á tilveruna núna í skammdeginu. Ég verð líka að segja að ég ber virðigu fyrir þeim sem eru það trúir sjálfum sér að þeir ætla að sýna hug sinn í verki með því að hætta að kaupa Morgunblaðið og hætta að Blogga enda geri ég ráð fyrir því að þeir hinir sömu hafi þegar hætt að versla í Bónus lagt farsímum sínum og sagt upp áskrift að öðrum fjölmiðlum í eigu útrásarmanna. Ég aftur á móti kem til með að lesa Moggann áfram og versla þar sem næst er hverju sinni alla vega enn um sinn.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síminn minn hefur engar skoðanir á pólitík og getur af sjálfum sér hvorki sagt satt, né ósatt.
Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:48
Spurninginn er hvern þú styrkir með afnotagjaldinu .
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:07
Allir andstæðingar útrásarvíkinganna eru hættir að versla við Bónus og byrjaðir að versla í Hagkaup. Þeir sem voru hjá Vodafone fluttu sig yfir á Símann og vice versa.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:40
betra að flytja sig i Fjarðarkaup verra með símann
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.