4.8.2009 | 15:38
Pirrandi viðskiptahættir
Ég fór að versla í matinn sem oft áður og ætlaði mér að kaupa sveppi. Það er ekki í frásögur færandi í efstu hillunni voru sveppir lika í miðhillunni og svo í neðstu. Samkvæmt verðmerkingum á hillum voru þarna erlendir sveppir sneiddir sveppir og svo Flúðasveppir. Verðið frá 399 niður í 256 ef ég man rétt kannski ekki alveg nákvæm tala. En það sem vakti furðu mína að allir þessir sveppir voru í eins boxum allir svipaðir og merktir sama framleiðanda. Ég kallað til afgreiðslukonu og rétti henni box úr ódýrustu hillunni og spurði undir hvaða flokki þetta væri eftir skoðun þá kom í ljós að þetta væru erlendir sveppir á 399. Erlendir sveppir merktir Íslensku nafni og auk þess í hillu merktri Íslenskum sveppum og mun ódýrari.
Að öllu orðskrúði slepptu er þetta ekkert annað en ruglingsleg verðmerking ég keypti enga sveppi vegna þess að þessir viðskiptahættir pirra mig og það á að taka á þeim það á ekki að líðast að það sé á skipulagðan hátt reynt að blekkja neitandan í vissu þess að hann taki ekki eftir því þegar á kassa er komið. Ég fyrir mitt leiti er mikið til hættur að versla við þá keðju sem um ræðir því að ég hef rekið mig á að þetta er altof algengt hjá þeim. Það er misvísandi verðmerking og jafnvel annað verð þegar komið er að kassa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvers á sögnin "að kaupa" að gjalda. Fram til þessa hefur maður sagt að maður kaupi í matinn. Mér finnst þessi málþróun skelfilega hvimleið.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 16:51
Sennilega er sögnin á sömu leið og góðir viðskiptahættir á leið í niðurfallið. Þakka ábendinguna en hefði þótt vænt um að fá einnig skoðun á þeim leiða sið sem verður sífellt algengari hér en það er að verð á hillumerkingu er ekki það sama og verð þegar borgað er. Stingir þú tyggjópakka í vasann sem kostar 100 Kr ert þú kærður fyrir lögreglu á meðan engin lög ná yfir það þegar seilst er í þinn vasa með röngum upplýsingu. Það finnst mér bæði skelfilega hvimleitt og einnig óréttlátt.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.8.2009 kl. 22:43
Hárrétt hjá þér að það er óþolandi að það sé ekki sama verð í hillum og á kassa. Fleira mættu verslunarmenn laga hjá sér svo sem að stundum eru engar verðmerkingar á vörum í hillum. Þá skil ég ekki að þegar verið er að flýta fyrir afgreiðslu, svo sem að pakka vöru svo kaupandinn þurfi ekki að standa í því, þá eru pakkningarnar oftast allar af sömu stærð, t. d. allar pakkningar með tómötum með 6 stk.. að ég ekki tali um sveppi; aðeins ein stærð af ílátum allar með sömu þyngd. Stundum vantar mig aðeins 5 sveppi en neyðist til að kaupa 15.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.8.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.