Jón og séra Jón

Maður veldur banka tjóni og eyðileggur eign sem að banki er að taka til lúkningar skuldar. Samkvæmt Visi er maðurinn í yfirheyrslum og óvíst hvort hann verður í varðhaldi áfram.
Þarna var sem sagt eign banka eyðilögð og brugðist skjótt við. Ákveðnir aðilar eyðilögðu ævisparnað og eignir heillar þjóðar engin af þeim er í yfirheyrslu eða varðhaldi.
Sýnir þetta ekki forgangröðunina.
Ég vil beina því til bankans sem á í hlut og lögreglu að vera nú ekki að leita að sökudólgi í þessu máli því að mér finnst að eitt eigi yfir alla að ganga og hví ætti að leita að sökudólgi í þessu máli frekar en í eignarupptöku á heilli þjóð. Bankin má líka leiða hugan að því að það voru aðgerðir og stefna svoleiðis stofnana sem að ollu þeirri þróun sem að leiddi síðan til þessa verks.
mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nákvæmlega.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.6.2009 kl. 18:50

2 identicon

Tók einmitt nákvæmlega eftir þessu.  Nú var lögreglan snögg. 

Ég krefst þess að "útrásarglæpamennirnir" verði færðir í varðhald strax og eigur þeirra frystar.

Ásta B (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Athyglisverður punktur!!!!

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Forgangsröðin er á hreinu.  Það er ekkert mál að handtaka litlu skuldarana, en hinir fá að vafra um torg og stræti óáreittir.

Marinó G. Njálsson, 17.6.2009 kl. 19:51

5 identicon

Akkúrat! Brilliant punktur! Stóð ekki á þeim núna....

Heiða (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:48

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitin. Það er sorglegt að menn skuli þurfa að grípa til svona örþrifa ráða. Ég bloggaði á síðasta ári um dæmi þar sem að banki tók til sín íbúð. Siðan kom tilboð í ibúðina sem að hefði sléttað úr skuldum skuldara en bankinn hafnaði tilboðinu með dónalegu bréfi þeirra mistök því að bréfið er til ef að kemur til málaferla. En ég held að einhver ætti að gefa út bók spgur fólks af viðskiptum sínum við lánastofnanir það er jafn nauðsynleg bók og aðrar um hrunið. Ég vona bara að fólk fari að flykkjast i Hagsmunasamtök heimilana því að sameinuð erum við öflug sundruð náum við engu fram. Og það er löngu komin tími á mynd af að minnsta kosti einum víking á leið inn í lögreglubíl svona til að fólk ýmindi sér allavega að það sé til réttlæti

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband