Hagsmunir

Eru bara peningar hagsmunir hvað með stolt virðingu sjálfstraust. Það eru hlutir sem að hreðjalausir stjórnmálamenn dagsins í dag virðast ekki geta byggt upp hjá þjóðinni. Það vantar allan metnað það snýst allt um að borga hluti sem að við eigum ekki að borga svo að menn geti verið memm á snittu og rauðvínsfundum úti í heimi. Við höfum áður staðið fastir fyrir og farið með sigur af hólmi ég vil að við gerum það aftur jafnvel þó að ég þurfi að éta fisk og kartöflur í tíu ár og ekki veðri flutt inn eitt einasta snitti af evrópsku Euroshooper dóti á meðan. Ég lýsi eftir leiðtoga með kjark og sem að skammast sín ekki fyrir að vera Íslendingur.

Með hlutum sem að við eigum ekki að borga að mínu mati tel ég uppblásna verðbólubólu til að laga eiginfjárstöðu orsakavalda hrunsins sem að enn í dag hafa einkaleyfi á að blóðmjólka fólkið í landinu og gera það refjalaust með góðri hjálp stjórnvalda sem að kenna sig við félagshyggju.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Peningar eru stórt atriði. Held að það sé auðveldar að vera stoltur ef maður á aur.

hilmar jónsson, 9.5.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

kórrétt hjá þér en samt er til lífshamingja án auðs

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.5.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón. Við höfum engvan leiðtoga með kjark eða þor. Því miður.

Ég elska land mitt og þjóð og skil vel orðið sjálfstæði ásamt fleirum. Enda hef ég unnið með hörkuduglegu fólki út um allt land sem mundi aldrei detta í huga að svíkja þjóðina í hendur einhvers sambands úti í heimi.

Stöndum saman og verjum Ísland!

Guðni Karl Harðarson, 9.5.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála síðasta ræðumanni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.5.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband