Sumir eru jafnari enn aðrir

Öll dýrin eru jöfn en sum dýr eru jafnari enn önnur sagði svínið Napoleon. Það virðist vera sama hverjir ráða í heiminum hvort sem það eru Napoleon og félagar eða önnur öfl þessi orð virðast alltaf halda gildi sínu.
Það er ótrúlegt að horfa upp á að málsvarar réttlætis og jöfnunar verji fram í rauðan dauðan þá aðgerð að láta hluta þjóðarinnar bera kostnaðinn af því sem ég hef kallað kæruleysi stjórnvalda og óábyrgri hegðun fjármálageirans. Það var hægt að skella 700 000 000 000 í að verja innistæður og nú á að ná þeim til baka með því að láta svipuna dynja á þeirri kynslóð sem er að koma sér þaki yfir höfuðið og þykir bara sanngjarnt.
Það er athyglisvert að hlusta á rökin og hvernig tekið er undir þau.

Eigum við að borga fyrir óráðssíu fólk ! Þau keyptu sér flatskjá og fóru oft til útlanda! Þau eiga tvo bíla ! Þetta lið er ekkert of gott til að borga skuldir sínar Heldur fólk að það þurfi ekki að borga og fleira og fleira.

Það hefur tekist vel að reka fleyg a milli fólks í samstöðu með því að hamra á því að lánaleiðrétting sé einhver gjöf. Leiðrétting sem að í raun lagfærir einungis smá hluta af óréttlæti. En þessi áróður hefur tekist það vel að hinir mætustu menn stíga á stokk og lýsa yfir að það komi sko ekki til mála að leiðrétta eitt eða neitt hjá þessu liði sem ekki kunni fótum sínum forráð og tók allt of mikið af lánum. Ég held að jafnvel sjálfur áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins hefði verið ánægður með svona árangur en þetta var taktík sem að hann beitti það var að finna blórabögla og tókst bara nokkuð vel.
Það skiptir engu máli hvort að aðgerðirnar gagnist einum eða 1000 það sem skiptir máli að hér var framin óhæfuverknaður á heilli þjóð og þangað til að menn sína einhvern vilja til réttlátra aðgerða verður aldrei friður og aldrei eining. Það ættu þeir að sjá sem kenna sig við jöfnuð samkennd og félagshyggju.

Til að það sé á hreinu tók síðuhöfundur engin lán í góðærinu þarf ekkert á þessum leiðum að halda sem stendur, enn framtíðin er óskrifað blað. er auk þess óforbetranlegur kapítalisti og frjálshyggjumaður og aðhyllist hægri viðhorf. bara svo að það sé ljóst að þetta er skrifað af réttlætiskennd en ekki til eigin hagsbóta.Síðuhöfundi misbýður hinsvegar hvernig talað er niður til fólks sem vann sér ekkert annað til sakar en að trúa hinu velmentaða fólki sem vann við að ráðleggja því um framtíð sína og í sumum tilfellum af sama fólkinu sem að vann við að segja okkur hvernig framtíðin yrði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ég er þér innil. sammála. Og frekar hafa menntamenn sett niður. Því miður.

Öllum er hollt að kynnast því að vinna með höndunum, með því fæst jarðsamband og með því kynnast menn því á hverju þjóðin lifir. Menntun og pappírar er ekki nóg.

Kv. úr Húnaþingi, Valdemar

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband