Mesta ógn mankyns

Mesta ógn mankyns eru aðrar mannskepnur sem að þykjast allt vita betur en aðrar og vilja ráða því og stjórna sem að aðrir gera en um leið halda því áfram sem þeir sjálfir gera. Því skal hætta hvalveiðum en halda áfram að hormónadæla skepnur og erfðabreyta matvælum og framleiða kjarnorkuvopn.

Önnur mesta hætta sem að mannkyni steðjar eru ístöðulausir stjórnmálmenn sem að sveiflast eins og biðukolla eftir því sem vindurinn blæs og láta undan þrýstihópum til að halda í stöðuna og lookið og það þó að samkvæmt menntun þeir ættu að vita betur.

Ég spái því að það verði þessi tvö atriði sem að lokum leiði til endaloka mannkyns.

Mér hefur alltaf þótt skrýtið að þrýstihópar ná að hafa þvílík áhrif á stjórnvöld og enn skrítnara hvaða hópar það eru. Hópar sem berjast fyrir friðun barna í Íran og Palestínu virðast ekki eiga upp á pallborðið enda kannski börn þar ekki í útrýmingar hættu. Þó að einhver hundruð þúsunda deyi í Afríku þá tekur því ekki að tala um það.

En veiði hirðingjaþjóðflokkur á eyði eyju á ballarhafi nokkra hvali þá á að gefa út ályktun af meiri hraða heldur en tók batteríið að gefa út ályktun til að stöðva morð á Patentískum börnum.

Ég segi nei við ESB og öðrum kratískum stórbatteríum mannkyns.


mbl.is ESB gagnrýnir hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Sammála!

ThoR-E, 11.4.2009 kl. 20:00

2 identicon

Hjartanlega sammála. Takk!

Sigrún G. (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:56

3 identicon

Vel mælt Jón, takk fyrir þetta!

Hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Orð í tíma töluð.

Hörður Einarsson, 12.4.2009 kl. 01:04

5 identicon

Fyrsta og önnur hættan eru auðvitað samvaxnar.  Þessi siðblindi og valdasjúki hópur sem svo stjórnar löggjöf og ríkisvaldi  (innan eða utan þings) sér svo um að neyða öll börn í skóla þar sem þau eru innrætt, og innrætingin breytist, kynslóð eftir kynslóð.  Sú kynslóð kennara sem ég hafði hefði kannski risið gegn innrætingunni í dag, en með incrementalisma þá mjakast allt batteríið í átt að "fullkomnum".

Ef við viljum snúa við og bjarga okkur sjálfum (Íslendingum, afkomendum okkar), þá þurfum við sjálf að reyna að bremsa innrætinguna og kenna gildi einstaklingsins, ekki hópsins. 

Hver er tilgangur lífsins?  Er hann að þjóna samfélaginu, eða er lífið heilagt?  Kristni og sum önnur trúarbrögð eru á útleið núna, því þau eru ekki nógu sveigjanleg, of mörg grundvallaratriði.  Hindúismi og austræn speki á innleið, karma og darma eru góð. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitin og gleðilega páska.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband