Gjaldþrota flokkar

Það er ekki langt síðan að setningin neikvæð eiginfjárstaða fór að heyrast. Nú kemur í ljós að eiginfjárstaða allra stjórnmálaflokka landsins nema Sjálfstæðisflokks er neikvæð þeir eiga sem sagt ekkert fé. Þeir skulda einhverjum pening og það flestir umfram eignir. Á Íslensku þýðir það þeir eru á hausnum.

Nú er mikið fjallað um styrkveitingar og gefið í skyn að ákvarðanir geti hafa verið teknar vegna þeirra en hvort er líklegra að ákvarðanir séu teknar vegna peninga sem að maður hefur fengið eða skulda sem gætu verið gjaldfelldar. Því væri fróðlegt og ég undanskil engan flokk að sjá hverjir eru lánadrottnar viðkomandi flokka. Því skuldirðu einhverjum pening hefur sá hin sami hreðjatak á þér og það meira heldur en ef hann hefur gefið þér pening.
mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Spurning um að hafa alla flokka og öll prófkjör ríkisrekin. Föst upphæð á alla og fastur auglýsingatími á alla. Líklega kæmi það ódýrast út þegar upp væri staðið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Goð hugmynd

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband