Margföld skattahækkun

Bið forláts á þessari blogg leti sem hefur heltekið mig en sennilega er mín nú ekki sárt saknað en nú skal taka til hendinni aftur og hætta að hanga á Fésinu.

Tilefni mitt núna er skatturinn í útreikningnum koma fram greiðslur til Rúv um 17000 kr ef ég man rétt þá var rukkað fyrir Rúv fjórum sinnum á ári síðast um 8000 kr semsagt ca 32000 kr á heimili. Nú þekki ég til á heimili þar sem eru fjórir einstaklingar sem að nú bera útvarpsgjöld tveir í skóla einn atvinnulaus  og einn með vinnu.  Skattheimta af þessu heimili fer úr 32000 kr á ári í  i ca 68.000 kr á ári.

Mér er spurn hvað hækka tekjur Rúv við þetta og annað fær Ruv þetta allt eða ætlar ríkið að ganga í þetta eins og hinn leyniskattinn sem við greiðum alltaf fyrsta ágúst og heitir gjald í framkvæmdasjóð aldraðra sem að nú þurfa að greiða tekjutengda húsaleigu sem tekin er fram fyrir framfærslu og samsköttun hjóna 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg óskiljanleg hækkun og ég er alveg kjaftbit á að enginn skuli hafa heift andmælum við þessu.  Hvar eru Neytendasamtökin, talsmaður neytenda og hvað þetta nú alltsaman heitir?

Jóhann Elíasson, 22.3.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband