11.12.2008 | 19:39
Rökrétt skref
Þetta er algjörlega rökrétt skref hjá ríkisstjórninni.
Það er ófært að láta þá sem eru nú örþreyttir eftir að hafa með iðju og eljusemi lagt heilt þjóðfélag á hliðina, taka á sig þær byrðar sem nú þarf að leggja á þá með breiðu bökin. Það væru að bera í bakkafullan lækinn að auka álögur á þá einstaklinga.
Þess vegna er skiljanlegt að stjórnin muni hækka álögur á þá sem að hafa breiðu bökin það er þorra Íslendinga sem að ekki hafa verið í útrásarverkefnum og eru því aflögufærir. Þetta mun líka koma í veg fyrir þá óheilla þróun sem varð við styrkingu krónunnar og sjá um að kynda aftur undir verðbólgu bálinu landslýð til hagsbóta. Og ef hægt er að svíða restina af fjármunum almennings úr vösum hans þá má alltaf fella niður meiri skuldir af bökum Íslenskar útgerðarmanna og útrásarvíkinga.
Ég vil að lokum líka hrósa Ríkisstjórninni fyrir að leggja fram fjölmiðlalög sem að auka gjöld á bak almúgans en veita fyrirtækjum útrásarvíkinga sjálfdæmi á Íslenskum auglýsingamarkaði enda ríður nú á að styrkja þá sem mest og best og óvíst að niðurfelling skulda eða afhending skuldahreinsaðra fyrirtækja til sömu rekstraaðila dugi til. Það þarf að gera meira svo að viðkomandi þurfi ekki að slá af þeim standard sem þeir vöndust meðan þeir unnu hörðum höndum að því að gera þjóðina gjaldþrota.
Ég hef það á tilfinningunni að það sé í gangi félagsfræðileg tilraun í hvað langt er hægt að ganga í að nauðga þjóð áður en hún grípur til vopna.
Áfengisgjald hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef það á tilfinnigunni að þú hafir rétt fyrir þér og að stjórnin muni fljótlega komast að niðurstöðu.
Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.