6.12.2008 | 22:53
Menn og mýs
Þegar erfiðleikar steðja að kemur í ljós úr hvaða efni fólk er sumir bugast og leita skjóls aðrir standa sem klettar og vinna sig út úr vandræðunum.
Mér sýnist nú að hluti fólks hafi bugast og í huga þess kemst ekkert annað að en að koma sér fyrir undir pilsfaldi evrópska stórríkisins þar sem alltaf er logn sól og rétt rakastig.
Fjórða valdið er meira að segja orðið eins og auglýsingastofa fyrir inngöngu maður heldur að stækkunarstjóri sambandsins eigi við heilsubrest að stríða ef ekki er vitnað í hann daglega eða birt viðtal við hann í fréttatíma.
Hann virðist þó slá úr og í stundum komumst við inn á morgun en stundum ekki fyrr en hinn daginn stundum fáum við allt fyrir ekkert, allt fyrir eitthvað smávegis en stundum dettur upp úr hinum mæta manni að við fáum ekkert meira en aðrir hafa fengið.
Eitt er þó alltaf öruggt samkvæmt málflutningi inngöngusinna að við inngöngu mun bíða okkar sældar veröld allt að því svipuð og býður Arabískra stríðsmanna eða rétttrúaðra á himnum. grös gróa árið um kring, evrur falla af hverju tré og sólin sest aldrei.
Er þetta ekki misskilningur eru menn í raun bara ekki að tala um aldingarðinn Eden eða Mekka.
Ekki veit ég það,en ég veit hvað ég hef.
Ég bý í einu af ríkustu löndum Evrópu ég bý í landi mikilla auðæfa í formi ómengaðs vatns mikils jarðnæðis og gjöfulla fiskimiða.
Ég bý í landi þar sem ungbarnadauði er með því minnsta sem þekkist og fólk verður varla eldra í hinum byggða heimi.
Ég bý í landi sem að gæti bráðum orðið framleiðandi á kolefna eldsneyti landi sem er með óhemju ónýtta orku. landi sem að framleiðir matvöru í hæsta gæðaflokki.
Ég er ekki tilbúin að fórna neinu af ofan sögðu fyrir skjól undir faldinum.
Auðvitað kostar að búa í svona gjöfulu landi og ég neita því ekki að margt er að en heimurinn er ekki og verður ekki fullkomin eins og að vandamál okkar munu ekki hverfa við að hlaupa undir pilsfald Evrópusambandsins þess sama sambands og neyddi okkur til að skrifa undir 21 aldar Versala samninga sem ekki einu sinni standast þeirra eigin lagatúlkun samkvæmt túlkun Frakka á bankaábyrgðum sem sjá má á bloggi Eyþórs A.
Ég er líka viss um að skuldir okkar gufa ekki upp við inngöngu er frekar viss um að erfiðara verður að borga þær þegar búið er að setja bjargvættin krónuna fasta sem evru viðhengi.
Menn bera ekki mikla virðingu fyrir krónunni en það er viðloðandi sögu mannkyns að það hefur alltaf farið illa með bjargvætti sína hver man ekki til dæmis Jóhönnu af Örk og son trésmiðsins.
Við urðum fyrir áfalli og þurfum kannski áfallahjálp til að gera okkur grein fyrir að þetta var ekki okkur að kenna heldur örfáum mönnum sem að misnotuðu leikreglur hins frjálsa markaðar þannig að allt fór í kaldakol en þjóðin getur samt sem áður horft hnarreist framan í heiminn og hefur enga þörf fyrir að fela sig undir neinum pilsfaldi. Við getum horft hnarreist framan í hvern sem er.
1262 gengum við í einskonar Evrópusamband 1918 stigum við skref út úr því sem að við lukum 1944 Látum ekki 2009 verða það ár sem að verður nefnt sem árið sem Íslendingum hafði tekist að gleyma á innan við öld hvað sjálfstæði er mikils virði, heldur árið sem að Íslendingar sýndu enn einu sinni að hér býr samansafn þverhausa sem lítur á svona hluti sem verkefni til að leysa en ekki heimsendir. Og notar ekki svona áföll sem skálkaskjól til að leita skjóls undir að mínu mati allt of heitum, dimmum og rökum pilsfaldi Evrópu maddömunnar.
Goða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.