16.11.2008 | 14:37
Ekki benda á mig.
Er að hlusta á endurtekið varp af ræðum gærdagsins slatta af já hrópum rekum þessa en ekkert um hvað á að ráða í staðin hjartnæma ræðu um það hverjum þetta er að kenna og góða upptalningu á sökudólgum að vísu er sleppt að minnast á þá sem að eru ræðumönnum sennilega þóknanlegir allavega ekki minnst á Samfó frekar en að sú hreyfing sé ekki til.
Talað er um rútur og bíla í kappakstri við glæsikerrur auðmanna en tók bara ekki hluti þjóðarinnar sér far með rútunni óumbeðið er hin íslenski almenningur alveg saklaus mér finnst ekki.
Síðastliðin eitt til tvö ár hefur hverjum heilvita manni verið ljóst hvert stefndi fasteignaverð var talað upp gengið var alltof hátt skráð þetta var margtuggið ofan í okkur en því miður hlustuðu ekki allir og tóku lán trúandi síbylju áróðri greiningardeilda, fasteignasala og annarra sem að hagsmuna höfðu af málinu. Það að hafa lifað nokkurrar alþjóðlegar sveiflur gerir fólk varkárt og veldur því að maður trúir ekki öllu sem að sagt er lætur ekki glepjast af gylliboðum um endurfjármögnun eða tveir fyrir einn tilboðum lífsreynsla hefur sagt manni að það er ekkert ókeypis í lífinu.
Mikið er talað um nýja tíma allt verði breytt þetta hefur alt heyrst áður meira að segja frasinn að fólkið er valdið.
Byltingar hafa verið gerðar sem að eiga það síðan flestar sameiginlegt að byltingin át börnin sín og við tóku nýir herrar síst betri.
Í raun er eina hreyfingin sem að ég man eftir sem að skilaði börnum sínum betra þjóðfélagi Ameríska byltingin sem að fólst í baráttu fyrir sjálfstæði óháð öðrum og skapaði fólki lífskjör sem að eftir var tekið. Því tel ég a við eigum að stíga varlega til jarðar áður en við stökkvum í faðm einhverra ímyndaðra vina eins og ESB. Við eigum að skapa hér frjálst og óháð lýðveldi.
En eitt er gott í öllu þessu það er aukin orðaforði Íslenskunar t.d sokkin kostnaður, skaðastjórnun og fleiri ný hugtök og svo keppnin um lengsta skammaryrðið spillingarsóðafjarmagnsgræðgisvæðingarvaldasjúkaauðvalsliðið er gott dæmi um það.
Að lokum við ég mótmæla því að stjórn sem er með eins mikinn meirihluta og þessi stjórn sitji í óþökk þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ber virðingu fyrir þér og þínum skrifum, en ég næ ekki alveg hvernig hægt er að kenna almenningi um þetta allt saman.
Nú keypti ég íbúð í Reykjavík, áður en allt belgdist uppúr öllu valdi. Upp í þá íbúð setti ég aðra minni, þetta var árið 2001, verð íbúðarinnar var 17.7 milljónir, og ég átti ca 4 milljónir uppí sem ég græddi á hækkun minni íbúðarinnar á þeim ca 3 árum meðan ég bjó þar.
Ég seldi í byrjun þessa árs, og leigði, þannig að ég slapp, og slapp með gullpoka (sem er að vísu að breytast í kolapoka í verðbólgunni). En þegar ég seldi, þá skuldaði ég ennþá ca 13 milljónir, þó ég hafi borgað af húsinu í 7 ár og ekki endurfjármagnað eða tekið aukin lán.
Sem sé, ég borgaði og borgaði, en skuldir lækkuðu ekki, þannig virkar verðtryggingin fyrir okkur flest (meðan við erum heppin). Öll eignamyndun verður fyrir hækkun á markaðsverði húsnæðis, umfram vísitölu.
Ef ég hefði setið eftir, þá sæi ég fram á hækkandi höfuðstól lánsins, meðan markaðsverð er að hrynja. Væri það bara gott á mig, ef ég væri enn í þessum sporum? Greiðslubyrðin var um 100 þús á mánuði, væri nú að hækka og hækka... Væri það bara gott á mig, vegna þess að ég væri svo mikill óráðsíumaður, að geta ekki staðgreitt fasteignir mínar?
Eina leiðin til að sleppa við massíva eignaupptöku er að skulda ekkert. Hvernig er það hægt í okkar þjóðfélagi árin 2000-2008?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:43
Virðingin er gagnkvæm og það var ekki hugmyndin að þetta væri tekið eins og verið væri að kenna almenningi um þetta. Það er slæmt fyrir alla það sem er að ske en mér finnst einfaldlega að þeir sem hæst hafa ekki koma með neinar lausnir og kannski eru ekki lausnir til maður sveiflast á milli pendula eftir því hvað maður les. Mér finnst ekki rétt að kenna stjórnvöldum alfarið um þetta þó að þetta sé líka þeim að kenna heldur er ekki hægt að kenna þjóðinni um þetta en það er heldur ekki hægt að gera okkur alveg stikkfrí. Það er einna helst hægt að ásaka þá sem að höfðu daglega yfirsýn yfir alt saman. Ég sé enga lausn í löngum skammaryrðum eða hrópum á torgum eða þá í að flýja inn í ESB. Ég held og vona að lausnin felist í okkur sjalfum sem þjóð. Verðtrygging er gerð af mönnum hun er breytanleg í dag eru kannski inn í henni hlutir sem að fólk er hætt að kaupa vegna kreppunar en þeir hækka vegna gengis og spenna um leið upp vísitöluna. Ég er sjálfur búin að lenda í öllum útgáfum þessarar verðtryggingar og lít í raun á húsnæði mitt sem leiguhúsnæði þar sem að mér er ekki hent út og ef eitthvað safnast er það nokkurskonar lífeyrisréttur. Enn eins og ég sagði hugsunin er ekki að segja að þetta sé almenningi að kenna heldur að benda á að við vorum svolítið meðvirk í öllu saman og ættum að standa saman um tillögur í stað þess að elta uppi sökudólga. (samt á ekki að sleppa þeim þeirra tími mun koma)
Hvernig væri að næsta laugardag væri krafan setjum verðtryggingu og mynt körfulán föst meðan við tökum öldudalinn því við verðum að taka hann en við þurfum að snúa okkur að áhöfninni meðan hann er tekin og koma með tillögur varðandi það. Síðan í framtíðaruppbyggingunni þarf að finna þessummálum varanlegan farveg vegna þess að eins og þú segir hér hefur verið stanslaus eignaupptaka og það mikið lengur en frá 2000.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 16:17
smá hugleiðing hér í viðbót Gullvagn sem að væri gaman að þú myndir komenta á. Eg keypti ibuðina mina á 11 000 000 hun fór í 24 000 000 ég hafði lagt í hana 250 000 svo að hennar verðmæti hafði aðeins aukist að mínu viti í 11 250 000 Ég vil meina að upphæðin sem ber á milli sé bóla svona nokkurskonar sýndarveruleiki sem að aðeins hefði orðið veruleiki ef ég hefði selt á toppnum og farið úr landi með peninganna eða allavega ekki geymt þá í peningamarkaðssjóði. Þannig að öll gjöld og allar skuldir sem að söfnuðust í þessari uppsveilfu voru í raun einskonar ýmindun það voru aldrei nein verðmæti á ferðinni. Nú þarf að skrúfa þetta niður og það sem veldur mér miklum hausverk er að kerfið skuli virka þannig að ef það fer upp þá eykst verðtryggingin og ef það fer niður þá eykst hún líka á þessu þarf að finna lausn því að í raun eins og ég sagði þá var aldrei neitt af þessu til í raunveruleikanum bara á pappír og í huglægum tölum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 16:35
Já, ég sé notturlega að við erum alveg sammála, enda við því að búast :-)
Við erum sammála um að eina eignamyndun í þessu kerfi er bóluáhrifin, þú kaupir og "eignast" meira í eigninni meðan fasteignaverð er að hækka. Við erum einnig sammála um að kerfið er gríðarlega ósanngjarnt gagnvart skuldunautum, þegar húnsæðisverð fellur en verð almennt hækkar, því það étur eign þína upp á miklum hraða.
Þá komum við að sök almennings í málinu, ég lít svo á að ef hún er einhver, þá sé hún sú að láta bjóða sér verðtryggð lán í góðærinu, láta bjóða sér að borga hærri vexti en nágrannaþjóðir plús verðtryggingu upp á 4+%. Þar brást almenningur, að vera svo værukær að láta svína á sér, vegna þess að hann nennti ekki að berjast fyrir grundvallarréttindum meðan endar náðu saman og auðvelt var að útvega lán á lán ofan.
Fólk hefði átt að fylla austurvöll fyrir löngu síðan, forsemdur fyrir verðtryggðum lánum brustu strax og við fórum að borga hærri vexti fyrir húsnæðislán en gerðust í nágrenni, auk þess að þola háa verðbólgu, það áttum við að slá niður strax.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.