Hvað með hryðjuv lögin

Það kemur ekki fram hvort að við ætlum að bakka með málaferli á hendur Bretum. Ég ætla rétt að vona að svo sé ekki því að þá ætla ég að taka mér heyfork í hönd og mæta á völlinn. Það er sjálfsagt og eðlilegt að borga það sem manni ber en það er líka jafn sjálf sagt og eðlilegt að láta ekki  undan kúgurum og eineltisbullum.
Ef það er tilfellið er komið mál að mæta niður á þing og gefa Össuri vönd til að kyssa á og minna Geir á orðin við látum ekki kúga okkur.
Ég get fyrirgefið stjórn minni afglöpin sem leiddu til þessa hruns það er mannlegt að gera mistök ég get fyrirgefið henni þögnina það er góður siður að virða trúnað þó að aðrir geri það ekki ég get líka fyrirgefið þögnina því að það var kannski ekkert að segja.
En ég get ekki fyrirgefið ofan á allt þetta ef að við höfum huglausir látið undan.
Ég tel það helstu skildu stjórnvalda að standa ótrauð með landi sínu og þjóð og vona að þeir hafi hvergi hvikað frá þeirri fyrirætlan okkar að sækja rétt okkar fyrir dómstólum.
Hvað segir í Gunnarshólma því magnaða kvæði um ást Gunnars á landinu sínu að hann vildi heldur falla en að yfirgefa það stjórnvöld eiga að bera sömu virðingu fyrir ættjörðinni.
 
"Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðar ströndum.
Grimmlegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljar böndum."


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband