Greiningar og spár

Greiningardeildir segja okkur líka að það verði allt komið í lag 2010  það er allt fullt af spám og greiningum sem fæstar standast. Svo kaupir einn spámaðurinn Al Gore hús við strönd sem að samkvæmt hans spám ætti að vera komið á kaf snemma á öldinni. Ég er orðin þeirrar skoðunar að alltof mikið af fólki hafi orðið vinnu af vandamálum og það sé eiginlega orðið því lífsnauðsyn að það séu vandamál í gangi svo að það hafi framfærslu. Nú eru fréttir um að ástand sólar sé svipað og var á síðustu öld áður en niðurkólnun hófst ég býð spenntur eftir þróun næstu ára finnst samt verst að vera komin á miðjan aldur það væri svolítið gaman að tóra fram að næstu öld til að sjá hvort maður gæti ræktað fiska í garðinum en sennilega verð ég komin undir græna torfu þá og kannski undir vatn. Samt einhvernvegin held ég að þetta verði í góðu lagi og spá minnar greiningardeildar er sú að um og upp úr 2010 sennilega kl 5 síðdegis þann 29 febrúar verði spáð komandi Ísöld. Þangað til spáir greiningardeild mín því að það hitni og kólni á víxl með mislöngu millibili þó verði heldur heitara í júlí heldur en í desember ár hvert og sól verði þá einnig hærra á lofti. Svo er annað mál að við eigum ætíð að ganga vel um móður jörð og virða hana eins og við virðum lífræðilegar mæður okkar. En eins og gallarnir í Gaulverjabæ óttuðust fátt annað en að himnarnir féllu í hausin á þeim hafa menn haft vinnu af heimsendaspádómum frá örófi alda en við erum enn hér er það ekki sem sýnir hversu nákvæmar þær spár hafa verið.
mbl.is Helstu spár: Evrópa hlýnar hraðar en meðaltal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband