Samningar í höfn

Verðugur er verkamaðurinn launa sinna var einhvertímann sagt. Gott há læknum og öðrum BHM stéttum að ná fram helmingi meiri hækkun en alþýðan enda engin samleið milli þessara hópa. Meðan við sem að vinnum í mörgum undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar heyjum kjarabaráttu sem er aðallega fólgin í því að berjast fyrir því að innflutt vinnuafl njóti lágmarkskjara og elli og örorku lífeyrisþegar eigi fyrir salti í grautinn því öll okkar kjarabarátta snýst um að vernda og hækka lægstu taxta. Meðan okkar barátta snýst um það kemur hver menntastéttin á fætur annarri og sækir jafnvel tvöfalt  hærri kjarabætur og margar þessara stétta sækja þær kjarabætur í vasa okkar hinna. Við skulum athuga það að til að dekka hækkun á taxta hvers læknis sem samkvæmt þessari frétt er 20.000 fyrir utan 6% taxta hækkun þarf allar kjarabætur tveggja alþýðusambandsmanna síðan fyrr á árinu. Þetta eykur síðan enn misskiptinguna í þjóðfélaginu og bilið milli fólks. Það er alveg ljóst orðið að það á að beita almúganum enn og aftur fyrir þjóðarsáttar vagninn til að drösla landinu yfir enn eina heimatilbúnu kreppuna þeir sem að betur mega sín hafa ekki hugsað sér að taka á árunum. Þetta hálf minnir á myndina Titanic þar sem að þeir sem töldust til merkilegri stétta áttu víst pláss í bátunum meðan þeir sem töldust til almúgans voru settir á guð og lukkuna. Það eina sem vantar er hljómsveit sem að spilar hærra minn guð til þín yfir öllu saman.
mbl.is Hvetur lækna til að samþykkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband