Að setja öryggið á oddinn.

Í nútímanum er lausnin við ýmsu að skipa nefnd, sé það ekki nóg er skipað ráð til að leysa málin. Samt get ég ekki að því gert að nútíminn finnst mér eiginlega einkennast af ráðleysi þrátt fyrir öll ráðin sem skipuð eru.

Hluti vandamálsins gæti verið að engin þorir lengur að taka af skarið í einu eða neinu vegna ótta við að lenda í gapastokki umfjöllunar sem oft á tíðum er óvæginn og oftar en ekki óravegu frá því að vera málefnaleg. Því er ákveðin viska og öryggi í að gera ekki neitt.

Þetta hefur leitt til stjórnarfars sem mest líkist stjórnarfari trjánna (entana) í Hringadrottinssögu en þeir gerðu aldrei neitt án þess að ráðfæra sig vel og lengi um málið og oftar en ekki allt of lengi.

Því miður held ég að öryggisráð verði ekkert annað en einn en launapotturinn þar sem að hægt verður að koma fyrir þakkargjörðar stöðugildum og verði aldrei ef af verður neinn sérstakur öryggisauki fyrir land og þjóð.

 

 


mbl.is Stofnað verði þjóðaröryggisráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband