Forgangsröðun?

Í heimilisbókhaldi þá merkir forgangsröðun að fyrst kemur það sem heldur þakinu yfir hausnum á fólki síðan fæði og klæði og annar aðbúnaður og svo niður skalann. Kruðerí böll og bús eru síðan mjög neðarlega á listanum.

Í borgarmálum ætti þetta að vera svipað fyrst sé það velferð og aðbúnaður borgaranna ásamt þjónustu en það sem frekar er hægt að vera án eins og tilrauna götuþrengingar málun listaverka á hús og fleira sem má gera þegar peningatréð er að sligast ætti að vera neðarlega á listanum.

Ég eiginlega reikna með að þetta séu allt saman mistök og að aðgerðarlistin fyrir slysni snúi á hvolfi.

 


mbl.is Röng forgangsröðun veghaldara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband