Blessuð velferðarstjórnin eða þannig sko.

Í fréttinni segir undirstrikun er mín.
"Í svarinu kemur fram að sjúklingum hafi aldrei verið neitað um heilbrigðisþjónustu vegna skulda. Almenna reglan sé sjúklingar greiði eftir á og þeir sem ekki geti greitt á staðnum sé sendur gíróseðill. Dæmi er um að sjúklingar á skurðdeild hafi verið látnir greiða fyrir fram þar sem þeir eru oftast undir áhrifum svæfingar- eða deyfilyfja í nokkurn tíma eftir aðgerð."

Ég vil vita af hverju það þarf að rukka fólk í sumum tilfellum fyrir fram fari þeir á skurðdeild er það kannski vegna þess að það er sent heim allt of snemma. Ef þú ert ekki hæfur til að borga reikninginn fyrir aðgerðina ertu þá hæfur til að koma þér heim janfvel með leigubíl er eitthvað auðveldara að gera upp við þá?

Síðan segir um afstöðu ráðuneytis til innheimtuaðgerða
„Lýsa má afstöðu gamla heilbrigðisráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins, þannig að opinberar heilbrigðisstofnanir eigi ekki að neita sjúkratryggðum um heilbrigðisþjónustu, þótt þeir geti ekki greitt hana þegar hún er veitt, og að ekki eigi að ganga hart fram við innheimtu skulda vegna heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim sem eru illa settir fjárhagslega,“

Mig þyrstir að vita
1 Hver er skilgreining ráðuneytisins á því að ganga hart eða ekki hart fram.
2 Hvaða lögmannstofa sér um þessa innheimtu og hver er þóknun hennar
3 Hvað eru margir einstaklingar sem að skulda undir 50.000.- og hvað er það há upphæð.

 


mbl.is 644 stefnt vegna sjúklingagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband