7.2.2011 | 16:10
Mikil framför
Það er mikil framför að þessum viðmiðum nú veit stór hluti þjóðarinnar að hún er undir fátæktarmörkum.
Eitt er svolítið kómískt í þessu finnst mér. Um jólin var allt að því gerður aðsúgur að konu einni sem að fólki fannst hafa of mikið fé í bætur ef ég man rétt þá hefur umræddur einstaklingur tekjur sem eru nálægt neysluviðmiði hennar. Það hvernig umræðan varð gegn þessum einstaklingi ætti kannski að fá okkur til að hugsa hve nytsamir sakleysingjar við erum það þarf svo lítið til að fá okkur til að stökkva til og gjamma á aðra í hópnum.
Það er aðalvandamál okkar Íslendinga við níðum frekar skóinn af hvor öðrum en að standa saman og bylta óstjórninni af okkur.
Viðmiðin styrki velferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.