Ég er svo bjartsynn.

Ég er ekki talnaglöggur maður svo kannski er það bévítans vitleysa í mér að skilja ekki fréttina en kannski er bara verið að troða ofan í okkur smá bjartsyni.

"Brottfarir Íslendinga til útlanda með flugi frá Keflavík voru aldrei fleiri en árið 2007, eða 357.000 talsins á tímabilinu frá janúar fram í september. Þeim fækkaði snarlega eftir hrun og voru aðeins 194.000 á sama tímabili árið 2009, en það sem af er ári 2010 hefur þeim fjölgað að nýju og eru 219.000 talsins. Meðalfjöldi flugferða til útlanda árið 2007 var 1,9 ferð á mann. Það óx í 2,6 ferðir árið 2008, en féll aftur niður í 1,3 ferðir 2009 og 1,1 ferð árið 2010."

Það fóru aldrei fleiri frá landinu en 2007 eða 1,9 ferð á mann. samt voru þetta 2,6 ferðir á mann 2008. þeim fækkaði síðan í 1,3 2009 og 1,1 2010 en samt er fundið út úr könnuninni að 2010 hafi þeim fjölgað að nyju. 

"Þeim fækkaði snarlega eftir hrun og voru aðeins 194.000 á sama tímabili árið 2009, en það sem af er ári 2010 hefur þeim fjölgað að nýju og eru 219.000 talsins"

Er ekki 2,6 stærri en 1,9 og 1,1 minna en 1,3  með fyrirvara um reiknigetu mína. En sé hún rétt þá tel ég að það sé vafamál þetta með aukna bjartsýni. Ég er síðan efins um allar reiknikúnstir eftir að hafa horft á þættina í fjölmiðlum sem að birtust reglulega hér um árið og í hlutverkum voru starfsfólk  greiningardeilda bankanna.


mbl.is Utanlandsferðir aftur inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagnýt fræði,,??  Jú af þessu má ráða að einhverjir eru að sólunda dýrmætum gjaldeyri í skemmtanahald erlendis,, Hve margir af þeim ástunda biðraðir við matarskömtunarstaði ,er óljóst , af niðurstöðum,,Sem og hve margir ekki koma til baka,, Er einhver verkefna skortur í greiningardeildum bankanna,,??

Bimbó (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband