Ymindar vandi

Aumur er umtalslaus maður segir einhverstaðar. Ég fyrir mitt leiti tel að alltof margir hér séu uppteknir af því hvað aðrir hugsa um okkur þegar við eigum að vera upptekin af því hvernig við tökum á og leysum þau verkefni sem blasa við okkur.

Mér er slétt sama hvað hugsað er um okkur út í löndum en mér er ekki sama hvernig við hugsum um hvort annað. Ef að erlendir eru svo glámskyggnir að þeir láta það sem hér skeði mynda skoðun sína á okkur til langframa þá þeir um það. Hvernig við endurreisum byggjum upp og refsum þeim seku er það sem kemur til með að ráða því hvernig litið er á okkur já og hvernig við horfumst í augu við okkur sjálf í framtíðinni.

Síðan má spyrja sjálfan sig hvers virði þeir eru sem að láta stundaratburði og áföll ráða áliti sinu á öðrum.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband