28.10.2010 | 21:32
Að axla ábyrgð
Stjórnvöld hafa ekki ætlað sér að axla eitt eða neitt. Ég vona að þau stjórnvöld sem að við höfum nú séu hreinræktaðir snillingar því að ef þau eru ekki hreinræktaðir snillingar erum við landsmenn sem tilheyrum hinni deyjandi millistétt alveg einstakir aular því að við höfum látið draga okkur á asnaeyrunum í um tvö ár enn er hangið í eyrunum og við dregin áfram og enn hlýðum við, í þeirri von að á morgun verði gripið til aðgerða.
En sólin rís aftur og aftur, ekkert skeður landið, miðin, fólkið heldur niður í sér andanum og biður eftir merkinu um endurræsingu. Það heyrist eitthvað við og við. En þar sem millistéttin húkir blá í framan við að halda niður í sér andanum í biðinni eftir merkinu um sókn er ekki farið að hvarfla að henni að það sem heyrist er hávaðinn þegar meðbræður þeirra hvar af öðrum gefst upp og fellur flatur á kalda stéttina.
Ég er orðin leiður á að halda í mér andanum og bíða eftir aðgerðum þessarar grútmáttlausu stjórnar og þessa grútmáttlausa liðs sem að fyrir október 2008 vissi allt og gat allt en í dag veit enn allt en gerir ekki neitt.Það biður ekki einusinni afsökunar á því tjóni sem verk þeirra hafa valdið.
Miðstéttin og hinn almenni Íslendingur verða nú að fara að gera upp við sig hvort að við ætlum að lifa hér á landi eða ekki og þá hvort við ætlum að lifa eins og fólk eða sem leiguliðar banka lífeyrissjóða og framtíðar stjórnvalda. Við þurfum að berja í borðið og krefjast þess að ástand það sem að hér ríkir verði lagað og ef það er ekki gert þá verðum við að laga það sjálf og það er ekkert sérstaklega flókin aðgerð samkvæmt minni skoðun.
Það þarf undanþingsstjórn strax stjórn sem fær þau völd sem þarf. Hún þarf að segja upp öllu embættismanna kerfinu eins og það leggur sig. Það þarf að gera vegna þess að þetta kerfi er orðið eins og vítisvél sem að viðheldur sjálfu sér breytist aldrei og vegna innri aðstöðu komast engar breytingar í gegn einnig ber þetta kerfi ábyrgð á því að mínu mati hvernig ástandið hér er.
Þetta skeði ekki í dag og ekki í gær heldur hefur verið í þróun lengi því er rökrétt að segja upp öllu embættismannakerfinu stjórnkerfið innifalið alþingismenn og allt til að geta endurræst kerfið með hreint borð.
Það á að þjóðnýta lífeyrissjóðina og stofna einn lífeyrissjóð samsvarandi Norskaolíusjóðnum lögbinda lágmarkslífeyri við einhvern taxta og tryggja hann þar. Þennan lífeyri fá allir landsmenn óháð stétt og stöðu vilji menn tryggja betur er þeim það heimilt. Þessum sjóð á að vera stjórnað af fagmönnum 3 ættu að vera yfrið nóg sem að þiggja góð laun fyrir góð verk og trúnað í starfi en hljóta Brimarhólms vist í óratíma ef þeir bregðast þessir menn eiga að vera kosnir af þjóðinni á 4 ára fresti og ársuppgjör eiga að vera opinbert plagg.
Ég tel ljóst að stjórnkerfið í heild sinni hefur brugðist ekki í dag og ekki í gær heldur yfir langan tíma þess vegna ætti að fara Pólsku leiðina og svipta þá eftirlaunum sem að þiggja þau frá þjóðinni.
Ekki að fullu heldur á að færa þau laun niður í það sem að hinum almenna borgara er ætlað að lifa á. Ég tel það fásinnu að láta það fólk sem var trúað fyrir fjöreggjum okkar eyða ævikvöldinu á margföldum eftirlaunum miðað við þegnana sem að aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra keyrði í svaðið.Eftirlaunum sem greidd eru af talmörkuðu fé okkar hinna.
Það þarf ekkert að velja úr einhverja kerfið brást allt og því er einfaldast að færa niður öll eftirlaun í því eins og ég sagði.
Síðan á að skattleggja greiðslur á innistæðum sem tryggðar voru umfram lámarks tryggingu að mínu mati. Ef menn vilja vera góðir við þá sem áttu þær þá má setja einhverja milljóna frítekjumark en síðan á að skattleggja þetta alveg eins og slysabætur eru skattlagðar:
Það er óþolandi að bætur fyrir líkamsmeiðingar fólks séu skattlagðar en ekki bætur fyrir glatað fé.
Fái eldri borgari niðurfellingu á kröfu frá tryggingarstofnun vegna þess að synt er að sá hin sami borgari nai ekki að lifa af án þess. Þá er þessum borgara gert að greiða skatt af niðurfellingunni sem sem tekjur væru og leiðir jafnvel til þess að viðkomandi verður heldur verr staddur næsta ár heldur en ef ekkert hefði verið lagað því þá koma þessar svokölluðu tekjur sennilega aftur til frádráttarog þegar upp er staðið tekur ríkið jafnvel meira til baka en það gaf eftir.
Því á skilyrðislaust að skattleggja þetta fé sem tryggt var annað er brot á jafnræði. Jafnræði við þá sem verða fyrir slysum og fá tryggingarfé sem er skattlagt og jafnræði við þá sem fá leiðréttingar eins og að ofan sem eru síðan skattlagðar.
Þetta sýnir forgangsröðun og verðmæta mat ráðamanna, hvernig þessari skattlagningu er háttað. Það hvarflar þó að mér stundum að það hverjir áttu þessar innistæður gæti einnig hafa skipt máli en það fáum við ekki að vita um það ríkir bankaleynd þó að greiðsla þeirra fari fram með blóðugu bakinu á okkur og seinna baki barna okkar.
Þetta sem að ég segi að ofan er aðeins fátt af því sem að ég tel að hin almenni Íslenski borgari þurfi að gera til að koma ástandinu hér i lag og mynda hér aftur þjóðfélag sem að við getum verið hreykin af. Það að halda að betra sé að eiða tímanum í umsókn í Evrópskan klúbb eða lestur og breytingar stjórnarskrárinnar er að mínu mati svipað og ef það kviknaði í eldhúsinu hjá mér og ég myndi rölta inn í geymslu ná mér í pensil og málningu og fara að mála stofuna meðan eldhúsið brennur.
En mál að linni að sinni. Að mínu mati er okkur síðan hollt að muna að ástandið er eins og það er vegna þess að við gerum ekkert til að laga það ég ekki undanskilin. Við verðum að axla ábyrgð á því að laga það þó að það leiði til þess að nágranni okkar fái aðeins meira lagað en við það skiptir ekki máli landið okkar foreldrar okkar börnin okkar barnabörnin okkar og við sjálf og okkar sjálfsvirðing eigum það skilið að hér verði stungið niður fótum og byrjað að vinda ofanaf vitleysunni og byggja upp.
Stjórnvöld verða að axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
góður pistill og vel mælt. áfram íslenska þjóð. við verðum að vona að við náum að breyta rétt.
Þórarinn (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.