Þetta þarf að afnema

Þessa kjördæma viku þarf að afnema það eru ótal áríðandi mál sem að brenna á þjóðinni eins og til dæmis skuldavandi heimilanna en í hvert skipti sem að þing kemur saman er tekið frí innan nokkra daga til að hefja kjördæma reið.

Þett er yfirleitt örskömmu eftir vel útílátin frí þessara einstaklinga. Það mætti halda að þingmenn áttuðu sig ekki á því að í dag eru samgöngur aðrar og betri en voru á dögum gömlu Dodge weaponana og annarra ófærutrukka og áður en Skeiðará var brúuð. Síðan er búið að finna upp tölvupóst farsíma og einnig er venjulegur sími  og svo myndsími og Skype. Þannig að einhver kjördæma vika er eitthvað gjörsamlega úrsér gengið flopp. Enda sýnir það nauðsyn þessarar viku að það besta sem mönnum dettur í hug er bíó.

Síðan er það þá spurning hvort að Hreyfingin hefur skilgreint sig sem eingöngu 101 flokk því ætla má að ekki eigi margir landsbyggðar menn heiman gengt á kvikmyndasýningu á mjaltatíma.

Ég er þeirrar skoðunar og hef sagt það áður að alþingismenn eins og aðrir landsmenn eigi að vinna sína vinnu 12 mánuði á ári að frádregnum orlofstíma sem er í kringum einn mánuður hjá venjulegu fólki síðan venjulegir frídagar og helgidagar um jól og páska. Oft er sú ástæða gefin upp að menn séu að sinna vinnunni í þessum frítímum þess frekar á ekki að vera að kalla þennan tíma frí eða slíta alþingi það er svolítið magnað að helsta stofnun landsins telur sig ekki þurfa að starfa nema hluta úr ári.

Mér finnst það bull og að þessi stofnun eigi að starfa allt árið má jafnvel hugsa sér að hún loki aldrei heldur sé sumarfríum skipt á milli þingmanna eins og á öðrum vinnustöðum.


mbl.is Hreyfingin býður í bíó í kjördæmaviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Soldið sammál þér með starfsár Alþingis, en hvernig væri að afnema sveitarstjórnarkosningar og kjósa bar til Alþingis og svo eyddu alþingismenn þessum mánuðum sem ekki er þing í starfi sveitarstjórnar viðkomandi kjördæmis?

Einhver Ágúst, 28.10.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Svona til gamans og til samanburðar, þá má skjóta því hér inn í, að þingið í Texas ríki er haldið annaðhvert ár, (oddatöluárið), en Texas er 80 sinnum fólksfleira en Ísland.

Þingmenn sem eru 150 í fulltrúadeild og 31 í efri deildinni, koma saman í janúar og má þingið aðeins standa í 20 vikur samkvæmt dagatalinu.

Gætum við ekki haft þetta eitthvað svipað með okkar Alþingi ?

Tryggvi Helgason, 28.10.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Allar hugmmyndir sem að leiða til sparnaðar og meiri skilvirkni og betri þjóðfélags eru þess virði að skoða þær og hugmyndirnar hér að ofan falla undir þann flokk að mínu mati

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.10.2010 kl. 15:19

4 identicon

Sæll Jón,

ég get vel tekið undir það sem þú segir um starfsáætlun Alþingis og nútíma tækni. Ég er þér hins vegar ósammála um að Hreyfingin sé fyrst og fremst "101 flokkur". Hreyfingin á þrjá menn á þingi, einn (mig) í suðurkjördæmi, einn í kraganum og svo einn í Reykjavík. Sem þingmaður suðurkjördæmis hef ég verið á fundum alla vikuna í kjördæminu með sveitarstjórnum, atvinnurekendum og fleiru góðu fólki. Þór og Birgitta eiga hins vegar kjördæmi hér á höfuðborgarsvæðinu og eðlilegt að þau sinni sérstaklega þeim umbjóðendum sínum í kjördæmavikunni. Þá höfum við líka stundum nýtt þessa daga til fundarhalda víðar um land.

Kveðja,

Margrét

Margrét Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 15:30

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka þér fyrir svarið Margrét gott að vita að hreyfinginn ætlar sér ekki að einbeita sér að 101 og ég geri mér grein fyrir því að þið notið þessa viku í fundarhöld með umbj´ðendum ykkar. Það breitir þó ekki skoðun minni að ofan á þeim starfsvikum sem virðast haldnar í þessu fyrirtæki mínu sem Alþingi er. Við sem á almenum vinnumarkaði störfum höldum fundi með umbjóðendum okkar dagin út og daginn inn 365 daga á ári og sé þörf á sérstökum fundahöldum aðlaga menn og konur þau að dagskrá þeirri sem er í vinnunni. Umbjóðendur geta síðan líka brugðið sér á fund til ykkar. Ég get ekki að því gert að mér finnst vinnuárið á Alþingi ansi stutt og afköst lítil í kvöld fengum við til dæmis að vita að enn sé ekkert komið fram um það hvernig eigi að leiðrétta það sem að ég kala þá siðlausu (ólögleg er hún víst ekk) eignaupptöku sem að hér átti sér stað og mismunaði þeim sem að lögðu áherslu á að tryggja sér og sínum samastað gróflega sé miðað við þá sem að eins og ormurinn langi ákváðu að liggja á gulli sínu. Kannski að þetta sé úthugsað hjá háttvirtum þingmönnum jú það er líklegra að við sem að lögðum áherslu á samanstaðinn séum ólíklegri til að yfirgefa skerið. En svo má lengi deigt járn bryna að bíti og fer sennilega sð styttast í það að það fari eins og í kvæðinu þar sem segir Börnin farin þá fer ég líka.

En takk fyrir að svara mér og gangi ykkur vel.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.10.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég þakka fyrir gott boð. Mér finnst til allt of mikils mælst að minnsti þingflokkurinn á Alþingi setji þeirri stofnun úrslitakosti og neiti að taka þátt í kjördæmaviku.

Hreyfingin er stjónmálaafl sem nýtur engra styrkja frá ríkinu. Það er meira en hægt er að segja um aðra stjórnmálaflokka.

Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband