Að drepa málum á dreif

Óháð því hvort að orðalag Ásmundar er heppilegt, rangt, eða móðgun breytir það ekki því að ástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt og ég get ekki að því gert að mér hefur stundum fundist eins og að stjórnvöld leggðu þennan landshluta í einelti allt sem að á að gera þar virðist kæft í fæðingu.
Síðan finnst mér það lýsa vel þeim stjórnvöldum sem hér ríkja að það sé brugðist harðara við af þingmanninum vegna orða sem að falla í hita leiksins heldur en brugðist er við vanda hundraða fjölskyldna sem eru að missa alt sitt.

Síðan velti ég fyrir mér eftirfarandi
Í fréttinni segir

"Oddný sakar Ásmund um fordóma gagnvart konum og vitsmunum þeirra með því að nota orðið „kelling“ um Steingrím Jóhann Sigfússon, fjármálaráðherra."

Mér er spurn hvort að það að fjármálaráðherra sé líkt við konur og þannig konum við hann  sé móðgun við konur. Má útfrá því geta sér til um hvaða álit háttvirt þingkona hefur á fjármálaráðherra. Þannig les ég það allavega:

Síðan segir
"Víkurfréttir tóku upp ræðu Ásmundar Friðrikssonar á fundinum, ræðu sem Oddný segir niðrandi og vekja upp sterkar tilfinningar og gefa ríkt tilefni til að konur láti í sér heyra."

Ég er sammála og hvet konur til að láta heyra í sér og það vel en þá ekkert sérstaklega um þetta mál því að ég held að flestar geri sér grein fyrir því að við karlmenn og þar á meðal ræðumaður elskum og virðum konur. En ég hvet þær til að láta stjórnvöld heyra skoðun sína á því hvernig stjórnvöld hafa farið með Suðurnes og skoðun sína á því aðgerðaleysi sem ríkt hefur í málefnum þess svæðis sem og alls landsins í stjórnartíð ráðleysisstjórnarinnar.


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki enn fengið botn í það hvers vegna maðurinn þurfti að biðjast afsökunar.   Hann notar þarna alþekkta Íslenska frasa.  Þegar við strákarnir vorum að gera einhvern óskunda af okkur í gamla daga og ef einhver heyktist á verkefninu var sagt við hann: "Hvað þorir'u ekki, þú ert nú meiri kellingin".

Jóhann Elíasson, 1.11.2010 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband