Sýndarréttlæti

Ég er þeirrar skoðunar að fólk sem að ætlar að taka sér vald til að ákveða hvort að það ákærir aðrar manneskjur eða ekki eigi að sýna þá lágmarkskurteisi að hlusta á þá sem að þeir bera sökum.

Hvað myndu menn segja í hinum stóra heimi ef kviðdómendur mættu bara þegar þeim sýndist.

Síðan er það annað mál að þarna eru margir í dómarasæti sem að ættu að sitja á sakborningabekk og fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig flokkarnir gera upp við þá einstaklinga.

Í nýju fötum keisarans var keisarinn talin hafa verið á nærklæðunum í þeirri nútíma útgáfu af nýju fötunum sem nú er í gangi eru leikendur kviknaktir og þeirra innri gerð er öllum augljós.

Ég fer fram á að atkvæðagreiðsla um þetta mál verði í beinni útsendingu og samkvæmt nafnakalli svo að við landsmenn getum vitað skoðun hvers og eins.


mbl.is Aðeins helmingur mætti til fundarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg er ég sammála þér.

Marta B Helgadóttir, 17.9.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér - frá stofnun þessarar stjórnar hef ég notað samlíkinguna um nýju fötin keisarans við málflutning SJS undanfarin ár - það er búið að vera sorglegt að fylgjast með niðurtúr þessa manns sem ég eitt sinn gat borið virðingu fyrir -

Ég er hinsvegar farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af því að vera enn sammála Mörtu - verð að skoða það.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.9.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband