Að endurhanna lögbrot.

Það getur ekki annað en flogið um hug minn þessa stundina þegar ég les greinar og ummæli margra að sú fjárfesting sem að fjármálafyrirtæki lögðu í í prófkjörum sé að margborga sig núna og kannski það hafi alltaf verið planið því að fátt hefur breyst síðan að bóndi mælti "Komdu hérna Kiðhús minn kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn". 

Mér finnst Þór ásamt örfáum öðrum mæla af einhverri skynsemi í þessu máli sem er í raun sáraeinfalt það voru framin lögbrot og það er búið að dæma í því. Mér finnst grátlegt hvað margir af þeim sem að eiga að vera sverð og skjöldur landsmanna virðast nú eiða allri sinni orku í að endurhanna kerfið svo að lögbrotið verði löglegt en það verður aldrei löglegt eina sem að bætist við verknaðinn með þessum aðgerðum ef gerðar verða er siðleysi en það virðist vera jafnalgengt og hrossapestin þessa dagana.


Mér finnst vanta í umræðuna hvað á að gera við lögbrjótana því að það hljóta að vera viðurlög við því að fremja lögbrot alla vega var í einni frétt í dag sagt frá kjötlærisþjófi sem féll 18 mánuði, hann var jú síbrota maður en hvað eru 44.000 ólöglegir samningar (séu tölur í fréttum réttar) annað en síbrot ég bara spyr. Hvað fengi sami maður fyrir að stela 44000 lærum.
Það er þessi vöntun sem að mér finnst athyglisverð það talar engin um viðurlög við glæpnum en allir tala um hvernig sé hægt að níðast betur á þolandanum svona eins og að löggimann komi að þjófi og segi honum að það sé ólöglegt að fara inn um stofugluggann en hann skuli nú hjálpa honum að finna klósettgluggann þar geti hann farið löglega inn því að það taki lengri tíma að bera út dótið þá leiðinni og kannski hafi íbúinn eignast eitthvað meira í millitíðinni sem mætti þá taka líka.

Nei þeir sem að bjuggu til þessa lánapakka þeir sem að vissu að þeir voru ólöglegir og gerðu ekki neitt þeir eiga þegar að segja af sér eða vera reknir ella og ég tel að þeir eigi að mæta fyrir dómi lögbrot er refsivert. Síðan þarf að taka þá skóla sem að virðast hafa menntað það fólk sem að hefur stjórnað þessum málum hér og setja upp siðferðisbraut við þá. Við þá braut á ekki að ráða kennara menntaða við sömu menntastofnanir heldur sækja kennara á Grund og Hrafnistu fólk sem að enn man hin gömlu gildi sem að gerðu Ísland sérstakt.

En ég get ekki varist því eins og ég sagði hér að ofan að mér finnst fjármálastofnanir hafa fjárfest vel í fortíðinni og eins og Mikligarður auglýsti "mikið fyrir lítið". Hvers vegna segi ég það Jú það hefur tekið 2 ár að reisa skjaldborg um heimilin 2 ár og ekkert skeð það tekur ekki 2 daga að kalla ríkisbatteríið saman til að reisa skjaldborg um fjármálafyrirtækin og smíðin er þegar byrjuð. Af hverju eru þeim bara ekki settir tilsjónarmenn eins og almúganum. Ég skil það ekki.

Nú ættum við Íslendingar það er þeir okkar sem er annt um landið og nágranna okkar að muna það að 24 Júní kemur Alþingi saman við gátum mætt þar vegna umræðu um áfengissölu í matvöruverslunum eigum við ekki að sýna það að við getum líka mætt þar þegar þörf er á því eins og núna. Það spáir vel og við erum mörg í sumarfríi ekki satt og mörg eiga ekki fyrir bensíni út úr bænum en fyrir strætó niðri í bæ er bara ekki tilvalið að skreppa í bæinn þann 24 og fá sér ís.


mbl.is Hættulegt aðgerðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Ég á miða í strætó og langar í ís á fimmtudaginn í tilefni afmælis míns á morgun. Eigum við ekki bara að vera með smá læti þarna niður frá? Klukkan hvað á að mæta?

Hafsteinn Björnsson, 22.6.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er sennilega besta að skoða hvað er til að hentugum garðverkfærum til að hafa til taks. Skítt með potta og pönnur eru heykvíslar ekki að verða við hæfi.

Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 21:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Svona á að vinna áfram styð ykkur!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er nú í megrun það er vist kallað aðhald en ég held að það sé komin tími á að fá sér ís í miðbænum fjandi langt síðan maður hefur gert það ekki ætla ég að stunda nein ólæti enda ekki gott með ís í annari hendinni en held að þögul nærvera þegna landsins væri ekki slæm svona til að gera andlit þolendanna sýnileg.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.6.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er ekki svo afleidd hugmynd drengir fjöldi manns á Austurvelli með ís í hendi sem er táknmynd þess að við viljum setja stjórnvöld á ís ansi táknrænt ekki satt og eins og ég segi að ofan þá er ekki hægt að ásaka fólk með ís í hendi að það sé með læti.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.6.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Allir að mæta niður á austurvöll með ís á fimmtudaginn. Táknrænt hvoru tveggja fyrir að við viljum setja stjórnina á ís og að ískaldir vindar næða um fólkið í landinu vegna aðgerðarleysis óstarfhæfrar ríkisstjórnar!!!

Hafsteinn Björnsson, 23.6.2010 kl. 00:02

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband