Vanhæf ríkisstjórn

Ég persónulega er búin að fá alveg nóg af því hvernig að háttvirtur fjármálaráðherra telur sig geta afsakað sínar gjörðir með því að benda á mistök annarra. Svoleiðis þótti nú ekki stórmannlegt í mínu uppeldi maður er ekkert betri sjálfur þó að aðrir séu eitthvað verri.
 
Það gerir verk núverandi stjórnar ekkert  betri þó einhverjir aðrir séu taldir hafa gert eitthvað af sér. Þetta sýnir bara að Steingrímur eins og allflestir íslenskir stjórnmálamenn er eins og hrekkjalómurinn sem að tekur þátt í hrekknum en hrópar síðan þau gerðu það, hann gerði það, hún gerði það,  ég????? nei nei nei ég gerði ekki neitt.

Það að lesa hvernig reynt er endalaust að troða þessu Icesave máli ofan í þjóðina sýnir manni að Steingrímur er því miður ekkert betri en hinir og þær misvísanir og rangfærslur sem komið hafa í ljós í ferlinu mætti halda að væru úr bókinni um Gosa en ekki raunveruleiki úr Íslenskum nútíma.

Nei Steingrímur og Jóhanna og mikið fleiri ættu nú að fara að dæmi Þorgerðar og Illuga og stíga til hliðar en gætu sýnt enn betra fordæmi og afsalað sér biðlaunum öðrum til fyrirmyndar og lagt þannig línurnar fyrir þá sem fara sömu leið. Það ætti ekki að vera þeim neitt verra að vera upp á miskunn kerfisins sem þau sköpuð komin heldur enn annarra sem að mist hafa vinnu sína.


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau mega gjarnan segja af sér þegar að Bjarni Ben og hans hyski hefur sagt af sér líka!

Kristinn (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Elle_

Já, Steingrímur kennir öllum öðrum um og hefur gert síðan hann komst í valdastól.  Öll hans óverk eru fyrri stjórn að kenna.  Hann og Jóhanna Sig. eru hraðlygin og hættuleg í stjórn. 

Elle_, 20.4.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband