Frétt vikunnar.

Frétt vikunnar var að mínu mati fréttin af þeim sem að plataði tugi ef ekki hundruð miljóna út úr fólki. Ég bið forláts að hafa hlegið en ég gat bara ekki annað það setti að mér óstjórnlegan hlátur þegar ég heyrði hana.

Í fyrsta lagi vegna þess að hvernig getur fólk verið svo auðtrúa nýkomið úr bankahruni sögunnar þar sem að það er orðið opinbert sem að vísu flestir vita að sé eitthvað of gott til að vera satt þá er það lygi. Það er nýbúið að  bjarga peningum fjármagnseiganda úr öllum flokkum og verið að rukka okkur fyrir kostnaðinum það er lágmark að þeir glati honum ekki strax aftur í nýju Ponsy dæmi..

Í öðru lagi vegna þess að búið er að setja manninn inn og ég tel að ástæðan hafi komið fram í fréttinni eins og ég heyrði hana lesna en í henni var setning sem hljómaði einhvern vegin á þennan veg.
"Fórnalömb mannsins voru fjármagnseigendur". 

Hafandi heyrt það þá skil ég vel að hann sé komin undir lás og slá það er lágmark að þeir sem ætli sér að ræna fé af fólki viti af hverjum má ekki taka þétta sýnir líka réttlætið í hnotskurn og ekki fer Sjálfstæðisflokkurinn með stjórn dómsmála í dag.

Ríkisstjórnin er líka með á tæru af hverjum má ekki taka og hverjir mega taka það sem að þeir vilja. Hún heldur verndarhendi og huliðshjálmi yfir þeim sem að ég tel gerendur í bankahruninu en hleypur út um haga og engi á eftir dyravörðum og gæslumönnum sem voru steinsofandi á verðinum. Um helgina hafa þau hin sömu stjórnvöld síðan þvegið sér að hætti Pontíusar Pílatusar og koma fersk saklaus og vel þvegin inn í nýja vinnu viku og geta farið að undirbúa sumarfríið sem hefst jú hjá þeim í næsta mánuði og stendur fram yfir sláturtíð.

 

 


mbl.is Voru frekir á fóðrum í eigin banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband