15.3.2010 | 16:32
En? hvað um smámálin.
En hvað með skjaldborgina um heimilin , að skila aftur til fólksins því sem tekið hefur verið af því vegna ólögmætra aðgerða fjámálastofnanna, lækkun álaga sem lagðar hafa verið á fólk vegna þessa verka fjármálastofnanna, refsingu til handa þeim seku, og sv framvegis og svo framvegis.
Styður allsherjarnefnd þau þurfa mál,það er nefnilega ekkert langt í það með sama áframhaldi að þjóðin gangi um nakinn og verður þá ekki óhætt að hlaupa við fót því það gæti verið flokkað sem dans og þá komin ástæða til að hneppa stóran hluta þjóðarinnar í fjötra svo að hann flækist ekki fyrir Evrópuhraðlestinni.
Það er síðan ótrúlegt hvað létt okkar kjörnu leiðtogum reynist að dæla út alskyns léttmeti en það sem snýr að einhverju áþreifanlegu stendur þversum í kokinu á þeim eins og fiskbein. Þetta ágæta fólk ætti kannski að fara að hugsa til þess að í augum ansi margra landsmanna er starf þess orðið ímynd nektardans, þau eru nefnilega öll orðin nakin eins og keisarinn. Málefnin hrunin af þeim og ekkert eftir nema málefnaleg nekt og ég verð að viðurkenna að heldur vildi ég líta fagurskapaða nekt konu heldur en þá málefnalegu nekt sem þröngvað er upp á mig dag hvern nú um stundir.
Það er þó sennilega þetta sem að þau Árni Þór, Þór Sari og Þorgerður Katrín áttu við þegar þau tilkynntu hjá Sölva að stjórn og stjórnaandstaða hefðu náð saman um að klára þau mál sem að lægi á þjóðinni til hagsbóta. Það er lífsnauðsyn þessa dagana að eiða tíma alþingis í fundarhöld um nektardans og mun betra til vinsælda í Brussel að bjarga erlendum stúlkum heldur en einhverjum ómerkingum í Grafarvogi eða Árbæ.
Styður bann við nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snilldarfærsla.
Þetta er svona svipað og áfengismál Sigurðar Kára í fyrra, ekkert þarfara að gera.
Og meiga menn ekki dansa naktir ef þeir vilja, það er enginn að neyða þig til að fara á þesa staði.
Sveinn Elías Hansson, 15.3.2010 kl. 16:56
Sæll Jón. Enn berst ríkisstjórnin gegn atvinnusköpun.
Hreinn Sigurðsson, 15.3.2010 kl. 19:07
Algjört möst.
Hörður Halldórsson, 16.3.2010 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.