Nú skil ég.

Nú skil ég áhuga þeirra sem vilja ganga Brussel valdinu á hönd það virðist vera drjúgt um feitmetið á þeim bænum og ekki vaneldi fyrir að fara. Starf þar yrði  fátækum meðlimum Íslenskrar valdastéttar drýgra til framfærslu heldur en lúsarafkoma Íslenskra embætta sem varla dugir orðið fyrir mannsæmandi áleggi á hið daglega brauð, þannig að til viðbótar hinu daglega amstri þarf að leggja á sig alskyns nefndastörf og ferðir til framandi landa til að drýgja aurinn. Þá væri nú bara betra að geta verið í Brussel.

Nú skil ég ákafann menn hafa séð glampa af gullinu. En sem fyrr verðu þetta glópagull, fólk lærir aldrei að ekki er allt gull sem glóir.

Ég vann lengi með manni sem mér fannst vera full svartsýnn og hafði allt á hornum sér í að minnsta kosti 380 daga á ári. Eftir því sem að árin líða þá sé ég að kallinn var í raun hinn mesti spekingur og eiginlega allt rökrétt sem að hann sagði. Hann sagði oft með miklum þunga og dæsti við og svipurinn sýndi að honum var rammasta alvara er hann mælti þessi vitru orð.

"Fólk er fífl"

Ég lá ekki á þeirri skoðun minni við hann að mér fyndist hann hálfgert fífl að segja þetta, en í dag held ég að þetta sé með djúpvitrari mönnum sem a ég hef hitt á lífsleiðinni.

Nú skil ég hann líka.


mbl.is Brown skammaði utanríkismálastjóra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband