Verðugur er verkamaðurinn launanna

Hvernig ætli standi á því að maður trúir ekki nokkru orði sem að kemur frá þessum stofnunum. Gæti það verið vegna þess að fólk frá þeim hringdi skipulega í fólk korteri fyrir hrun til að ráðleggja því fjárfestingar sem að jafnóðum var mokað út úr þeim og flutt til aflandseyja. Skyldi það vera vegna þess að þær tóku stöðu á móti krónunni þegar viðskiptavinum var ráðlagt að taka stöðu með henni. Skildi það vera vegna þess að þær áttu stóran þátt í að setja hér allt til andskotans eða skildi það vera að vegna þess að núna hygla þau sumum fyrirtækjum umfram önnur skammlaust í skjóli arfa gagnslausra stjórnvalda sem gera ekkert annað en eins og Spaugstofan sagði svo réttilega ekkert annað en að slá skjaldborg um þá sem að voru gerendurnir, fólkið í landinu má éta það sem úti frýs.

Því trúi ég ekki orði sem að kemur úr þessari átt og trú því vel að sama fólkið og kom Gunnu og Jóni á kaldan klaka og fékk bónus fyrir. Fái í framtíðinni bónus fyrir að slíta af þeim nærfötin enda eiga þau ekkert annað eftir. Þetta er svona eins og að kokkálaður maður þyrfti að borga meðlag með barni þess sem að kokkálaði hann.

Ég spyr mig að því orðið dag eftir dag hvar sjálfvirðing og siðferði séu það er allavega ekki meðal námsefnis í hinum háu menastofnunum þessa dagana að mínu mati. En kannski er það skiljanlegt þegar að áróður dagsins gengur út á það að við munum öðlast virðingu með því að borga kúgunarreikninga Breta og Hollendinga það skildi þó ekki vera að nútíminn sé búin að meta virðingu siðferði og sjálfvirðingu til fjár og hafi veðsett þau þannig að þessir eiginleikar séu nú komnir í eigu útlendinga. Stundum finnst mér það.

En ég verð bara að viðurkenna að döpur reynsla af Íslandi nútímans meinar mér að taka mark á yfirlýsingum úr þessum áttum því miður og ég vona að ég hafi á röngu að standa.


mbl.is Ekkert kaupaukakerfi tekið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ÉG TREYSTI EKKI BANKA!

Sigurður Haraldsson, 16.3.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband