26.2.2010 | 16:26
Hvað er rusl eða er einhver í rusli.
Er þetta ekki sama fyrirtækið og veitti svikamyllunni fyrstu einkunn. Það þýðir lítið að fara á taugum þó að smalahundar fjármálageirans gelti. Ef að það er að fara í rusl að neita að borga það sem manni ber ekki að borga þá er veröldin orðin skrítin og bara heiður af því að flokkast sem rusl. Ég hef þó meiri trú á að viðkomandi fyrirtæki og þeir sem að því standa séu í rusli yfir því að geta ekki þvingað Icesave upp á þjóðina ekki einusinni með dyggum stuðningi okkar eigin stjórnvalda. Það held ég að sé hið eina sem líkist rusli í þessu máli það er nefnilega hálfgerður ruslarabragur allri framgöngu í málinu.
Ísland á leið í ruslflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Fyrirsögnin er röng hún á að vara svona, ríkisstjórnin á leið í ruslflokk.
Rauða Ljónið, 26.2.2010 kl. 17:20
Góð ábending hjá þér held að flestir séu orðnir sammála um það og hún virðist ekki eiga afturkvæmt þaðan
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.2.2010 kl. 17:34
Matsfyrirtækið Moody's er ruslmatsfyrirtæki sem enginn ætti að taka mark á, alveg fram á síðustu stundu(fyrir hrunið) gaf Moody's öllum bönkum topp einkunn, hvað segir það fólki um slík fyrirtæki ? það segir mér að það sé ekkert að marka þeirra mat á öðrum og ættu þeir að fara í sjálfsmat. Og síðan spyr ég, þurfa matsfyrirtæki ekki að sæta neinni ábyrgð gagnvart fjármagnseigendum ? þau kepptust við að meta allt í topp allt fram að hruni sem fjármagnseigendur kokgleyptu og fjárfestu eftir þeirra mati.
Sævar Einarsson, 26.2.2010 kl. 18:08
Er ekki Moody's breskt fyrirtæki? Ekki man ég nafnið á manninum sem talaði um það í "Silfri Egils" að þetta væru glæpafyrirtæki sem tækju við skipunum frá "alheimsfjármálamafíu".
Jóhann Elíasson, 26.2.2010 kl. 21:29
Heill og sæll Jón þetta er góð færsla hjá þér við eigum ekki að fara á taugum þó svona ruslmatsfyrirtæki sé að gapa.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.2.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.