6 Dagar eftir í Partíuppgjörið.

Nú er hafin vikan sem að endar með þjóðaratkvæðagreiðslu nema að stjórnvöld stingi rýting i bak þegna sinna.
Það er erfitt að skilja hvað stjórnvöldum gengur til lemjandi hausnum í steinninn endalaust farandi gegn vilja umbjóðenda sinna. Það getur vel verið að forustumönnum okkar hafi verið talið trú um það að þeir bæru ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis en þjóðin gleypir það ekki, þeim er hins vegar velkomið að borga þetta þur eigin vasa ef þeir vilja.

Það er athyglisvert að sjá þann ótta sem að er að grípa um sig meðal stjórnvaldselítunnar ekki bara hér heldur út í heimi, óttinn við fólkið við almúgann sem að þegar allt kemur til alls hefur völdin. Skildi nú Jóhönnu og Steingrími og jafnvel Darling og Brown líða svipað eins og Frönsku konunghjónunum þegar þau litu út um gluggann á Versölum og þeirri örhugsun skaut niður í höfuð þeirra að kannski hefðu þau stigið einu skrefi og langt. ´

Þetta eina skref sem menn stíga of langt hefur reynst mörgu valdinu þungbært í skauti og sumir valdhafar eins og Frönsku konungshjónin guldu fyrir það með höfðinu. Ekki ætla ég að spá svo illa fyrir vorum stjórnvöldum en hef þó þann grun að þau kynnu að gjalda fyrir það með stólum sínum ef þau ganga á móti vilja meiri hluta þjóðar sinnar. Því geri þau það fer fyrir þeim eins og keisaranum í sögu H.C Anderssen þau verða nakinn fyrir þjóð sinni vegna eigin hroka.

Við eigum ekki að borga skuldir einkafyrirtækis það er einn grundvallar hornsteinn einkaframtaksins að það er einnka. Orðið þýðir að það er á ábyrgð einstaklings en ekki þjóðar.
Stjórnvöld setja reglurnar einkaframtakið framkvæmir það er hin eina rétta stefna. Það sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár á ekkert skylt við einkaframtak eða frjálshyggju það sem hér var i gangi var eitt heljar stórt sósíalískt fyllirí þar sem veigarnar voru allar skrifaðar hjá þjóðinni. Þjóðin kvittaði bara aldrei undir og ætlar ekki að borga Alkaseizerinn fyrir félagshyggju útrásarinnar. Félagshyggju sem var í því fólgin að vaða með hendurnar ofan í vasa samborgara sinna og hirða af þeim ævisparnaðinn.

Ég segi nei við partíreikningum Icesave og krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram næsta laugardag verði það svikið lít ég á það sem svik við að minnstakosti þann hluta þjóðarinnar sem að inniheldur mig og mína.


mbl.is Óformleg samskipti við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband