Hversvegna segi ég Nei við Icesave 4 (Ábyrgð okkar sem þjóðar)

Ábyrgð okkar sem þjóðar og ábyrgð okkar á athafnaleysi stjórnmálamanna okkar.

Margir vilja að við borgum þennan ófögnuð af því að við berum ábyrgð á honum sem þjóð ég er því algjörlega óssammála og ekki segir forstjóri Norska innistæðutryggingarsjóðsins að Norðmenn beri sömu ábyrgð ef svipað hrun yrði hjá þeim og reynt er að telja okkur trú um að við berum.

Í raun hefur engin getað sýnt fram á með óhyggjandi rökum að okkur beri að borga krónu. Ef rökin væru óhyggjandi af hverju erum við bara ekki dregin fyrir dómstóla. Sennilega er það ekki gert vegna þess að rök til þess eru engin.

Það er sagt að við sem þjóð berum ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem að við kusum en þeir sem kusu einhverja aðra flokka eða þeir sem sátu hjá hvers vegna eiga þeir þá að bera ábyrgð. Get ég þá sleppt því að borga kolefnisgjald því að ég kaus ekki efahagshryðjuverkaherdeildina sem nú er við völd.
Nei við berum ekki ábyrgð á stjórnmálamönnum okkar og vitleysunni í þeim hvað sem hver segir þeir eru ábyrgir gerða sinna en þeim virðist erfitt að viðurkenna misgjörðir sínar gagnvart okkur og því síður virðast þeir geta axlað ábyrgð á mistökum sínum. Er þá ekki hálf öfugsnúið að ætlast til þess að þjóðin axli ábyrgðina.

Nei það er sama hvernig ég lít á málið útfrá þeirri kenningu að við sem þjóð berum ábyrgð á Icesave eða regluverkinu sem virðist hafa brugðist. Ég finn enga sök hjá mér sem gæti stutt þessa fullyrðingu. Yrði ég aftur á móti dæmdur til að axla þannig ábyrgð hlýt ég að eiga forgangskröfu á í viðkomandi reikninga því beri ég ábyrgð á einhverju skildi maður halda að ég hefði haft ávinning sf fyrirbærinu eða notið góðs af því. Hvorugt á við um icesave og því er alveg af og frá að ég beri  nokkra ábyrgð í málinu.

Því vil ég kjósa og mun bregðast illur við ef sá stjórnarskrárbundini réttur verður af mér tekinn.

Ég segi nei við Icesave.


mbl.is Fundi lokið án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærir pistlar, takk fyrir lánið

Hvers vegna segi ég nei við Icesave?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband