Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Áhugaverð þögn.

Ég er búin að skanna fjölmiðlana og leita að einhverju meira um borgarafundin í kvöld en ekki stafur á vefmiðlunum. Afhverju ???

Blessaðir rafbílarnir.

Það er að mínu mati oft gripið til einhvers til að dreifa athygli frá öðrum atriðum svo finnst mér vera um raunin þegar farið er að tala um að rafbílavæða Reykjavík hvernig á almenningur sem að Gylfi ætlar að arðræna vel og vandlega hvernig á sá almenningur að hafa efni á að rafbílavæðast á tíu árum. Síðan gleymist eitt það er skattheimtan á eldsneyti.

Halda virkilega einhverjir að þegar tíundi hver bíll verði orðin rafbíll að ríkið þurfi ekki að bæta sér upp tekjutap og það verður gert með þungaskatti því að rafbílar slíta götunum líka. Það er því ekki hægt að reikna með því að rekstrarkostnaður svona bíls verði einungis bundin raforku verði og síðan auðvitað vill OR að rafbílar verði sem flestir því þá selja þeir orku og við vitum að þeir ætla að hækka orkuverð. Eru flestir búnit að gleyma þungaskatti á díselbíla og eilífum mælaaflestri og athugun bifreiðaeftirlits út um allt land á vegmælum díselbíla.

Rafbílavæðing er af hinu góða það sparar gjaldeyri og er endurnýjanleg orka en mér finnst það draumórar að láta sér detta í hug að það verði hægt að miða rekstrarkostnað svoleiðis bifreiðar einungis við orkuverð. Ég mæli með því að menn krefji ríkisvaldið um svör við því hvaða skattlagningastefnu á að móta á rekstur slíkra bifreiða og OR svari því hver verður gjaldskrár stefna þeirra annars er hætt við að margir gætu lent með eignir sínar í þvinguðu söluferli áður en þá varir.


mbl.is Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

???

En hvað um fórnarlömb fjármálastofnanna og aðgerðaralausra pólitíkusa. Hvar er td fjármagn til húsnæðisúrræða þeirra sem vörslusviptingarmenn hafa svipt húsnæðinu. Eiga þau fórnmarlömb þeirra engan rétt.

Ég bara svona spyr


mbl.is Um 800 milljónir vegna eldgosanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vekur mér furðu.

Það vekur mér furðu þetta tal um að flokkurinn sundrist vegna þessarar ályktunar. Það er aldrei talað um að hann gæti sundrast ef ákveðið hefði verið að fylgja ESB umsók. Er það þá vegna þess að andstæðingar ESB bera meiri virðingu fyrir lýðræðinu og fylgja þeim niðurstöðum sem að fram koma í lýðræðislegri kosningu. Eða eru fylgismenn ESB frekari en andstæðingar þess. Ekki veit eg það en það er alltaf talað um heimsendi ef einhver stendur í lappirnar gegn því batteríi en aldrei minnst á að niðurstöður í hina áttina gætu líka þýtt klofning og læti. Mér finnst það skrýtið og vera svolítið hlutlægt það skildi þó ekki vera Evrópuhalli í fjölmiðlunum
mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að níðast á millistéttinni er stefna VG.

Ég kalla það að níðast á millistéttinni Steingrímur kallar það að vinna orrustu

Í fréttinni er haft eftir fjármálaráðherra.

"Til að bæta stöðu ríkissjóðs þá hefði skattkerfinu verið breytt. Tekinn hefði verið upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem álögur á þá sem hafa laun undir 260 þúsund á mánuði hefðu verið léttar en skattbyrði aftur verið aukin á millitekjuhópa auk heldur sem hátekjuskattur hefði verið tekinn upp að nýju.

„Ég tel að við höfum unnið þessa orrystu í skattamálum algjörlega. Hún er í samræmi við okkar pólitík.“

Ég man ekki betur en að VG ætlaði að beita sér fyrir því að hinir efnameiri bæru þyngri byrðar. Það er nú ljóst að það samrýmist stefnu VG að níðast á fólki með yfir 260 000 kr í mánaðarlaun og það er í samræmi við stefnu VG að níðast á millistéttinni það er þeirra forusta og hún algjörlega unnin ef að trúa má orðum formannsins enda trúi ég honum. Ég og aðrir þeir sem hafa millitekjur í þessu landi höfum orðið áþreifanlega vör við fagnaðarerindið.


mbl.is Koma þessum draug frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttir manni lífið.

Verði Pétur kosin formaður þá léttir það manni lífið enn meir þá þarf maður ekki að hugsa einu sinni um það að greiða atkvæði sitt til Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess að ég man enn eftir skoðunum hans um fé án hirðis ég man en eftir orðum hans um fólkið sem setti landið á hliðina með því að sýna óábyrga hegðun og kaupa sér flatskjá. Ég sé líka vel ást hans til fjármagnseiganda þó ég sé ekkert á móti því að menn elski þá. Þeir eiga bara að fara að lögum eins og við hinir.

Það er eitt sem að gæti breytt þessari skoðun minni. Það er ef Pétur lýsti því nú yfir að hann muni sækja þá til saka sem að margítrekað brutu lög með því að veita ólögleg lán, að þeir sem stunduðu ólöglega vörslusviptingar verði kærðir fyrir þjófnað og að hann muni beita sér fyrir því að nöfn þeirra 100 einstaklinga sem fengu hæstar greiðslur vegna innistæðutrygginga verði birt. Það á jú að vera gagnsæi í því hvernig fé okkar skattborgaranna er eitt. Mér leikur líka hugur á að vita hvort að það gæti verið að þar leyndust nöfn sem komu að lagasetningunni um það að bjarga hinum sömu innistæðum og voru þar af leiðandi vanhæf til að fjalla um málið.

Það er ekki það að ég telji núverandi forustu svo góða heldur það að ég tel að Pétur hafi það á móti sér að hann er of merktur af ást sinni á þeim á fjárhirðum hann er nokkur konar postuli fjármagnsins. Hann má þó eiga það að hann hefur ekki en afneitað því og stendur því skör framar nafna sínum sem afneitaði frelsara sínum kvöld eitt í Jerúsalem. Hann stendur því sem klettur í hafinu en það vill bara svo til um þessar mundir að brimalda alþýðunnar er búin að fá nóg af svona klettum í innsiglingunni til hinar nýju hafnar og vill þá burt.

En eins og segir að ofan þá léttir þetta manni lífið og nú sem stendur þá sæi ég ekki neina ástæðu til að fara á kjörstað á Íslandi til að ljá mannvali því sem heldur að það sé til forustu fallið atkvæði mitt.

 


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun fjármagnsins.

Það er orðið lýðnum ljóst hver hin eina sanna forgangsröðun er og einnig hve fljótt valdið spillir fólki og hinir mætustu menn tala þvert á það sem að þeir sögðu áður. Ég var að lesa ræðu Gylfa sem að hann hélt á Austurvelli í vetur mér finnst hún og það sem síðan hefur skeð vera gott dæmi um það. Síðan hef ég miklar áhyggjur af Alþjóða áhyggjusjóðnum það getur ekki verið hollt að hafa svona miklar áhyggjur þeir hafa áhyggjur af Icesave og bönkunum og svo miklu fleiri málum en þeir eru alveg lausir við að hafa áhyggjur af fólki sem er kannski gott þegar að a annað borð menn eru svona áhyggjufullir. Ég held við ættum bara að létta þeim lífið og gefa þeim spark í afturendann og senda þá yfir Atlandsála þeir hafa svo sem lítið gert hér annað en að hafa áhyggjur að óþarfa. Síðan hefjum við tiltektina og til þess þarf að skipta um hreingerningaliðið það kann ekki að halda á tusku eru eiginlega öll hálfgerðar dulur.
mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sumt erlent vinnuafl er betra en annað.

Ég er iðnaðarmaður og ég man hvernig Íslensk iðnfyrirtæki höguðu sér í síðustu uppsveiflu varðandi aðkomu vinnuafls að þeim framkvæmdum það liggur því beinast við miðað við þá staðreynd að sumt erlent vinnuafl sé betra en annað í hugum sumra Íslenskra fyrirtækja.

Ég er algjörleg samála því að það á að láta Íslendinga njóta þessara framkvæmda í vinnu það er dagljóst að mínu mati en þá á ég við Íslendinga fólk með aðsetur og fasta búsetu hér en ekki í vinnuskúr eða í skúffu.

En ef að Íslensk fyrirtæki og verkalýðshreyfing ætlar að haga sér eins og þeir gerðu fyrir nokkrum árum það er að vinna verkin í undirboðum með innfluttu vinnuafli þá vil ég heldur að Kínverjar vinni þau heldur en að mínir eigin landsmenn fái enn einu sinni að hefja hina hefðbundnu hringrás undirboða , kennitöluflakks og innflutnings á ódýru vinnuafli til að halda niðri launum hjá Íslenskum iðnaðarmönnum og til að auka gróða í eigin vasa.

Ég vildi sjá frá Samiðn áætlun um hvernig félagið hyggst taka á ofangreindum málum í komandi verkefnum, Það mætti til dæmis bara byrja á því að stöðva þau fyrirtæki sem að geta látið bankana hina nýju eigendur sína borga út fyrir sig um mánaðarmót, það mætti taka á því núna það þarf ekki neina Kínverska ógn til að laga það. Einungis sú aðgerð myndi bæta hag þeirra fyrirtækja sem voru nógu heilsteypt til að þola hrunið og eru nú mjólkuð í vöxtum sem síðan fara að hluta til að greiða laun og undirboð fyrirtækja sem fjármálakerfið hefur tekið yfir og eru  í beinni samkeppni við fyrirtækin .

Sveiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.


mbl.is Samiðn gagnrýnir Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti bregst ekki.

Það er alveg ljóst að nafni og félagar bregðast ekki enda í góðu samstarfi við sérfróða um hvernig á að sjúga almúgann.
Samt hefur Besti komið með ferska vinda og ný sjónarhorn í borgarmálin því nú er farið að þróa hækkanir til lengri tíma það er jú alveg ótækt að ekki sé til plan hvernig best nýting næst úr hverjum skrokki.

"Þá er og lagt til að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur útbúi áætlun um þróun gjaldskráa til næstu ára, sem hafi það að markmiði að ná ásættanlegu greiðsluhæfi fyrirtækisins fyrir árin 2010 til 2013."

Þetta þýðir ekkert annað á mannamáli en að Stjórn Besta flokksins og Samfylkingar hafa samþykkt að hækka gjaldskrá O.R ótt og títt á næstunni þannig að ásættanlegt flæði fjármagns til að gauka að vinum og vandamönnum náist.

Geti ekki skríllinn borgað þá er búið að ráða sérfræðing í söluferlum til að ná sem mestu út úr því sem hægt er að hirða af þeim.

Hipp hipp húrrey.

 


mbl.is Ný stjórn OR innleiði nýja stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er orðin frekar fúll.

"Pétur, sem telur mjög óheppilegt að svona víðtæk lánskjör hafi reynst ólögleg, bendir á mikilvægi verðtryggingarinnar í sparnaði landsmanna"
Ég tel það als ekki óheppilegt ég tel það glæpsamlegt að menn sem gera lánasamninga hafi að því best verður séð gert það í níu ár það er mjög einbeittur brotavilji að mínu mati. Það að þing hafi ekki stöðvað það er algjört vilja og getuleysi og þarf að skoða í samanburði við aðrar staðreyndir sem nú liggja fyrir.

Eftirfarandi tilvitnun og önnur ummæli henni lík eru síðan orðin þess valdandi að ég og margir fleiri erum orðin hárbreidd frá því að missa stjórnar á skapi okkar og yfirgefa það langlundargeð sem við höfum sýnt. Þetta endalausa kjaftæði um óreiðufólk er ekki nokkrum manni bjóðandi. Fólk eins og ég með venjulegt húsnæðislán 20 ára gamlan bíl RAFHA eldavél og gömul húsgögn er sko ekkert óreiðufólk. Við keyptum ekki hlutabréf við keyptum ekki stofnfjár bréf við stofnuðum ekki einkahlutafélög ó nei. Við spöruðum og borguðum alla uppsveifluna og nú er búið að taka það allt af okkur og meira til. Ég mæli með að háttvirtur þingmaður biðji okkur afsökunar á þessum orðum þangað til getur hann og flokkar skoðanabræðra hans um óreiðufólk ekki búist við atkvæði okkar.
Hér eru þau orð sem fara í taugarnar á mér

"Pétur telur að niðurstaða Hæstaréttar umbuni í reynd þeim sem kusu að sýna ekki ráðdeild í uppsveiflunni." 

„Dómur Hæstaréttar er eins og blaut tuska í andlit sparifjáreiganda. Hann verðlaunar þá sem tóku áhættu, þá sem eyddu og voru óvarkárir í fjármálum".

"Nokkrir sparifjáreigendur hafa hringt í mig og sagt að skilaboð dómsins séu að fólk eigi ekki að vera varkárt í fjármálum og ekki að leggja fyrir. Það á bara að taka áhættu, eyða og bruðla og láta svo bjarga sér.“

Það er nefnilega eitt sem gleymist í öllu þessu það er að það voru ekki nema ákveðnar upphæðir tryggðar í innistæðum en því var breytt hverjum í hag hinu venjulega fólki ó nei heldur þeim sem að áttu stóreignir í þessum stofnunum eignir sem að í mörgum tilfellum mynduðust í bólunni og þegar litið er til baka er ekki annað hægt að hugsa en að sumar þeirra hafi myndast á ansi óvarkárin hátt.

Hið raunverulega óreiðufólk fékk nefnilega allt sitt bætt á kostnað okkar hinna sem vorum að borga okkar skuldir og höndla með raunverulega peninga. Þeir sem að fjárfestu í bólunni og eignuðust glás af ímynduðu fé fengu allt sitt bætt þó að engin lög væru til um það þá var því bara reddað. Af hverju?
Við höfum öll séð útreikninga um þá aðgerð og hvað fáir fengu í raun mikið við þá lagasetningu. Gæti verið að þeir sem settu lögin hafi haft hagsmuna að gæta mér þætti gaman að sjá hvað mikill hluti þeirra sem að stóðu að lagasetningunni átti innistæður yfir lögbundinni upphæð í innlánsstofnunum innistæður sem voru í raun tapaðar en voru sóttar í vasa samborgaranna. Þá var ekki talað um óréttlæti voru það ekki 2 eða 4 prósent sem að högnuðust mest man ekki alveg töluna en hún er ótrúleg það er hvað stór hluti af upphæðinni sem tryggði innistæður fór til fárra einstaklinga í raun.

En þeir hafa sennilega allir verið Guði þóknanlegir. En meðan staðreyndirnar líta svona út frá mínum bæjardyrum séð þá fer ég fram á að vera ekki kallaður óreiðumaður.

Það er síðan eitt sem að mér finnst vanta svör við. Samkvæmt fréttum hótar Deutse Bank málshöfðun ef að lögin eru dæmt ólögleg vegna þess að sá Banki á núna Lýsingu. Þýðir það þá ekki að Deutse Bank sé ábyrgur fyrir þeim skaða og bótum sem að fólk er óréttlæti hefur verið beitt á rétt á. Ég get ekki séð annað en að svo sé ef bankinn telur sig eiga rétt á bótum vegna dómsins hlýtur hann að vera málsaðili og þarf af leiðandi bótaskyldur ekki satt og það fellur ekki á Íslenskan almúga. En ég er ekki sérfróður um þessi mál.


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband