Að níðast á millistéttinni er stefna VG.

Ég kalla það að níðast á millistéttinni Steingrímur kallar það að vinna orrustu

Í fréttinni er haft eftir fjármálaráðherra.

"Til að bæta stöðu ríkissjóðs þá hefði skattkerfinu verið breytt. Tekinn hefði verið upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem álögur á þá sem hafa laun undir 260 þúsund á mánuði hefðu verið léttar en skattbyrði aftur verið aukin á millitekjuhópa auk heldur sem hátekjuskattur hefði verið tekinn upp að nýju.

„Ég tel að við höfum unnið þessa orrystu í skattamálum algjörlega. Hún er í samræmi við okkar pólitík.“

Ég man ekki betur en að VG ætlaði að beita sér fyrir því að hinir efnameiri bæru þyngri byrðar. Það er nú ljóst að það samrýmist stefnu VG að níðast á fólki með yfir 260 000 kr í mánaðarlaun og það er í samræmi við stefnu VG að níðast á millistéttinni það er þeirra forusta og hún algjörlega unnin ef að trúa má orðum formannsins enda trúi ég honum. Ég og aðrir þeir sem hafa millitekjur í þessu landi höfum orðið áþreifanlega vör við fagnaðarerindið.


mbl.is Koma þessum draug frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband