Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2010 | 11:45
Kannski þeir fari bara að spila á Hörpu.
Í fréttum í fyrradag kom eftirfarandi fram.
"Framlög rekstraraðila Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þ.e. ríkis og Reykjavíkurborgar, munu hækka talsvert á næsta ári vegna hærri leigu í Hörpu en í Háskólabíói"
Í annarri grein kom talan fram sem er svipuð og tala sú sem nú á að draga saman í hafrannsóknum í rannsóknum á því sem að er grunnurinn að því að við náum að rífa okkur upp úr lægðinni það er hámörkun nýtingar auðlindarinnar. Þetta þýðir til dæmis.
minni rannsóknir á uppsjávarfiski, þ.e. síld, loðnu og makríl auk þess sem þátttöku í bergmálmsmælingum á karfa í Grænlandshafi [verði] hætt.
Þetta er svipað því að heimili í vanda keypti píanó og setti upp í stofunni í stað þess að auka framlegð heimilisins í beinhörðum vermætum.
Auðvitað eru listir og menning verðmæti en þær borga ekki bleyjupakka einstæðrar móður eða hjartaaðgerð ellilífeyris þegar til þess sækjum við pening í beinharðan útflutning á áþreifanlegum verðmætum eins og fiski og áli svoleiðis er það bara.
Ég viðurkenni hins vegar að það er svolítið cool örugglega að geta farið í Dior og Armani og viðrað Roverinn til að fara á tónleika en á þessum tímum finnst mér það nú líkjast helst þeim grímuböllum sem haldin voru í Versölum á síðustu árum konungsveldis þar.
Okkur er minnst fyrir það í sögunni að meðan stór hluti þjóðarinnar geispaði golunni úr hungri að hluta til vegna þess að við viðurkenndum ekki að Asyriu menn hefðu fundið upp hjólið, þá sat elítan inni í stofu og ritaði bækur sem að afkomendur þeirra síðan átu.
Það skildi þó ekki vera að okkar verði minnst í seinni tíma sögu fyrir það að meðan stór hluti þjóðarinnar var á heljarþröm aftur þá tókum við upp gamla siði að vísu færða í nýjan búning og reistum sal einn mikinn og hófum leit að nýjum hljómi. Kannski svona kringum árið 3000 þá verða á söfnum upptökur af hinum nýja hljómi sem er þá hörpuleikur í bland við hungurvein, mal 10 cylindra aflvéla og pilsaþyts.
Kannski verður það framlag okar til þrítugustu aldarinnar eins og handritin voru áður.
![]() |
Bjarna Sæmundssyni verður lagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 18:13
Löngu vitað
Þetta er búið að vera vitað lengi alla vega hjá þeim sem að vilja vita það og það sem er skammarlegast við þetta er það að alþingi gerir ekki neitt sem að veldur því að ég tel stundum að einstaklingar þar innan dyra, hljóti að vera annaðhvort invinklaðir í plottið eða múlbundnir á annan hátt.
Hér á sér stað ein mesta eignatilfærsla í einu þjóðfélagi í nútímasögu það þarf að fara á stríðssvæði til að finna jafn mikla tilfærslu á eignum einnar þjóðar á jafn stuttum tíma að mínu mati.
Síðan koma ráðamenn og þykjast ekki vita hverju er verið að mótmæla miklir guðsvolaðir vitleysingar mega þeir sem að ekki skilja það vera að mínu mati.
![]() |
Auðmenn græða á uppboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 13:46
Er ekki yfirvinnubann
Er ekki aðhald í yfirvinnu hjá vegagerðinni þetta má vel athuga í venjulegum vinnutíma.
Mér dettur nú samt í hug að ráðstjórnin hafi ætlað að reyna að syna framm á að hér væri bara um einhverja skattsvikara að ræða sem ekki vildu borga sitt til samfélagsins.
![]() |
Mótmæla reglum um þjóðgarðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2010 | 09:38
Karlin að meyrna
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 12:03
Í dag verður smá breyting ekki mikil en þó breyting.
"Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum þá fengu tjaldbúarnir þrjátíu mínútur til þess að taka tjöldin saman og var það gert"
Hvað svo ef þaui hefðu ekki gert það.
Afhverju má fólk ekki tjalda á Austurvelli og hvar eiga þeir sem að missa heimili sín að vera.
Ég skil þó að stjórnvöld hafi viljað losna við fólkið af vellinum fyrir hátiðina á eftir en það er sama og stjórnvöld í öllum lélegri ríkjum heims gera reglulega og hafa gert um aldir að hylja blettina í stað þess að gera við þá.
Eitt er þó öðruvísi í dag en aðra daga það er ekki merkilegt og skiptit ekki máli í sögunni en það sem er öðruvísi í dag en aðra daga er það að.
Í dag hefur þetta sófadýr og bloggari ákveðið að nú sé komið nóg og að öll vötn renni nú til Dýrafjarðar ég mun mæta niður á Austuvöll í fyrsta skipti og síðan hér eftir þangað til að hér hafa orðið þær breytingar sem að gera það mögulegt fyrir afkomendur mína að lifa mannsæmandi lífi hér á landi.
Ekki mikil breyting en samt smá og ég hef trú á að þær smáu séu all margar í dag
![]() |
Tjaldbúar yfirgefa miðborgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 10:47
Upplýsingafrelsi er hennar ær og kýr
"Á fundinum fjallaði Birgitta um IMMI-verkefnið en fram kemur í tilkynningu að með því skapi Ísland sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsi"
Er þetta ekki sama Birgitta og er hér og ver verklagsreglur nefndarinnar um leynd gagna?
"Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, sagði hins vegar að verklagsreglur nefndarinnar hefðu legið fyrir allan tímann. Fram að þessu hafi ekki borist neinar athugasemdir um reglurnar. Sagðist hún gruna að þarna væri hráskinnaleikur á ferð"
En bendi á að þessi sama Birgitta flutti síðan tillögu um það að gögnin yrðu opinber ef ég man rétt en hvers vegna hún skipti um skoðun veit ég ekki alla vega þótti henni leyndin ekkert mál í fyrstu ef ég hef skilið fréttir rétt. Hafi ég miskilið þær þá biðst ég forláts.
Síðan er spurning sem að mig langar til að fá svar við er hér um þingmannaferð að ræða og ef svo er er ferðin þá greidd af mér.
Ef hér er um einkaferð að ræða kemur mér málið ekki við.
![]() |
Ítölsk Hreyfing í fæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 16:43
Ég spyr
Og það bara einnar spurningar
Var staðan auglýst eða var svo ekki og ef svo var ekki er það þá löglegt.
Hef ekkert á móti manninum en er búin að fá upp í kok af vinavæðingu og klíkuskap í stjórnkerfinu og langar bara til að forvitnast um hvort að nokkuð sé um það að ræða í þessu tilfelli.
![]() |
Runólfur vinnur að framgangi álvers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 09:45
Plottið að koma í ljós.
Það er að koma betur og betur í ljós hvert er hið raunverulega plott sem hér er í gangi.
Ég er komin yfir það að halda að hér hafi orðið hrun vegna gáleysis ég er á því að þetta sé vel skipulagt ferli til að ná eignum þjóðarinnar og fegurðin í þessu ferli ef svo má kalla það er það að gerendurnir nota peninga sem að þeir tóku frá þjóðinni til að framkvæma áætlunina þeir leggja ekki krónu sjálfir í yfirtökuna.
Til að ferlið nái fram að ganga þarf síðan nytsama sakleysingja og af þeim var nóg í stjórnkerfinu ásamt nokkrum fimmtu herdeildarmönnum þegar almúginn fer að ókyrrast þarf síðan að sefa hann og gott er að henda einum fyrir ljónin það sáum við berlega í gær.
Eða hvað er hægt að kalla það að lána einhverjum 334 miljónir og vilja fá 1.100,000,000 til baka mig brestur ímyndunar afl til að gefa þessu nafn.
Ég veit ekki annað en rekstur þessa fyrirtækis hafi verið tryggur áður en Arion banki það er Arion banki sem hét annað þá á annarri kennitölu en er sama fólkið og sama innrætið gerði atlögu að Íslenskri þjóð og efnahagslífi og eyðilagði þa
Eftirfarandi úr fréttinni segir að mínu mati allt sem þarf. Undirstrikun mín.
"Arion banki hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að að bankinn hyggst óska eftir því við skiptastjóra Sigurplasts að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Stjórn Sigurplasts óskaði eftir því fyrr í vikunni við héraðsdóm að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Segir í tilkynningu frá Sigurplasti, að viðskiptabanki Sigurplasts hafi skorað á félagið að lýsa því yfir að það geti greitt bankanum 1,1 milljarð króna vegna láns sem upphaflega var 334 milljónir króna. Slíkt sé útilokað."
Og síðan til að bíta höfuðið af skömminni
"Til að taka af vafa starfsmanna, viðskiptamanna og annarra hagsmunaaðila vill Arion banki koma því á framfæri að hann hann hyggst óska eftir því við skiptastjóra að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður. Þannig hefur bankinn fullan hug á að taka þátt í endurreisn fyrirtækisins, tryggja störf þeirra starfsmanna sem að framleiðslunni koma og áframhaldandi viðskipti viðskiptavina félagsins."
Það er glæsilegt að vilja taka þátt í að endurreisa eitthvað sem að maður átti hlut í að eyðileggja að mínu mati.
Spurningin er hvaða hagsmunir hvaða tök og hvaða afl er það sem veldur því að Íslensk stjórnvöld eru eins og þau eru.
Það þarf að rannsaka og dæma í nú þegar meirihluti Alþingis hefur komist að því að hrunið var Geir H Haarde að kenna þá ætti að gefast tími í að rannsaka þau mál ekki eru málefni Íslenskrar alþýðu að trufla álþingismenn
Þvílíkt samansafn af rolum á einum stað ég brest í hlátur þegar talað er um virðingu Alþingis þessa daganna.
![]() |
Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 20:40
Á ekki orð.
Eftir nokkrar atlögur að lyklaborðinu hef ég ákveðið að segja sem minnst um þetta mál annað en að ég skammast mín fyrir Alþingi í dag í dag jókst óbeit mín á þeim pólitíkusum sem hér sitja og í dag náðu Íslenskstjórnmál sínu lægsta gildi hingað til að mínu mati. Annars dæmis þetta sig allt sjálft og dómur sögunar dæmir þennan dag og þá sem að greiddu atkvæði og dómur sögunnar er ekki alltaf léttur þannig að gott er ef rétt er að allir hafi greitt atvæði samkvæmt samvisku sinni. En ansi á ég bágt með að trúa því.
![]() |
Mál höfðað gegn Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 19:37
Bjarni leiðtogi
Ég hef ekki verið mikill fylgismaður Bjarna en í dag öðlaðist hann virðingu mína er hann kom í ræðustól og hvatti menn´sína til þess að láta ekki hefnigirnina ráða för þegar kom að því að greiða atkvæði um Björgvin.
Ég tel að Samfylkingin hafi synt sitt rétta eðli í dag og Framsókn endanlega gengið fyrir ætternisstapann. Um VG og Hreyfinguna þarf ekki að fjölyrða þeirra eðli hefur verið ljóst lengi
![]() |
Pólitísk fingraför á málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |