Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hugsunarleysi.

Það virðist vera mikið hugsunarleysi í gangi í þessum tillögum eða kannski tillitsleysi eða kannski bara það að landsbyggðin liggur vel við höggi.

Fyrir ekkert mjög mörgum árum varð hörmulegt sjóslys i Vaðlavik hvert voru skipbrotmennirnir fluttir var  það ekki á sjúkrahúsið á  Norðfirði og var fært eitthvað annað.

Hvað er lokað til Vestfjarða marga daga á ári?

Hvað er oft þoka sem hamlar flugi til Eyja

Síðan er eitt sem er ekkert í umræðunni alla vega hef ég ekki heyrt það. Sú staðreynd að þegar við veikjumst þá er eitt af því sem að er okkur mikilvægast samveran við okkar nánustu sú samvera og nánd getur skipt sköpum um bata eða ekki þrátt fyrir alla hátækni.
Það getur vel verið að það sé ódýrara fyrir ríkið að hafa eina hátækni sög í Reykjavík til að búta landsmenn niður en þá er búið að velta aukakostnaðinum yfir á sjúklinga og aðstandendur. Það er þeim kostnaði sem fylgir því að veita ættingjum og vinum þann stuðning og ástúð  sem felst í nærveru. Varla borgar ríkið þann kostnað og vinnutap sem felst í því fyrir ættingja að fara þvert yfir landið til að sitja hjá sínum nánustu jafnvel síðustu andartökin. Þessir sjúklingar njóta síðan ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vinir og vandamenn geti litið inn eftir vinnu.

EN það þarf jú að spara annars getum við ekki klárað Hörpuna eða ráðið vini í stöður sótt um aðild að ESB og svo ótalmargt annað mikilvægara en að létta meðbræðrum okkar utan af landi erfiðar stundir.


mbl.is Mótmæla niðurskurði harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn

Það á að skipa utanþingsstjórn undir stjórn Rögnu fyrverandi dómsmálaráðherra sú stjórn á að starfa í ár og endurræsa kerfin. Siðan að kjósa aftur.
mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar lóð á vogarskálina.

Það vantar alltaf eitt inn í umræðuna um hvað það kostar að leiðrétta lánaglæpinn.

Hvað verður um þá sem að nú una sér í sjálfumgleðinni yfir því að þeir séu fólk sem kann að fara með sitt og það sé réttlátast að óreiðupésarnir fái nú að finna til tevatnsins. Hvað verður um lífeyrissjóðina og hvað verður um Vilhjálm lektor ef ekkert verður að gert og fjöldi fólks missir húsnæði sitt og flytur úr landi og hefur þar nytt líf ég minnist á vilhjálm vegna orða hans í fréttum kvöldsins.

Hver er kostnaður þjóðfélagsins af því í töpuðum tekjum. Já og hver er kostnaður lífeyrissjóðanna af því þegar fólkið sem að flytur úr landi fer að taka út lífeyrir þau eiga jú rétt á sínum lífeyri er það ekki. Við getum horft upp á það í framtíðinni að mínu mati að lífeyrissjóðir okkar þurfi að greiða lífeyri til kannski 20 -30 .000 manns sem að búa í útlöndum og leggja ekkert til samfélagsins. Hvað gera þeir þá.

Síðan er ég að velta einu fyrir mér ef að lífeyrissjóðir og bankastofnanir þola ekki leiðréttingu þola þessar stofnanir þá hjöðnun verðbólgu er kannski einn af hvötunum fyrir verðbólgu hér á landi innbyggður í þetta kerfi sem virðist vera vítisvél andskotans.

Ég er að verða meir og meir þeirrar skoðunnar að Lífeyrissjóðina beri að leggja niður í því formi sem þeir eru og þjóoðnyta peninginn og er þá langt gengið þegar að forpokaður hægrimaður er orðin þeirrar skoðunar.

 


mbl.is Aðgerðirnar kosta 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir þessu nokkur maður.

Mér finnst sorglegt að þurfa að viðurkenna það að ég trúi ekki nokkru orði sem Jóhanna eða aðrir í stjórnmálastétt segja það er orðið hálf pínlegt að heyra þetta inantóma hjal sem er eins marklaust í dag og fyrir mánuði eða ári það er bara verið að hanga í stólnum.
Mér finnst það sorglegt að horfa upp á hvað fólk getur gert bara fyrir völd það hlýtur að vera því að ekki verð ég var við að það séu miklar hugsjónir að baki mörgu sem gert er þessa dagana. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki eina einustu hugsjónamanneskju að sjá , ekki eina einustu, ekki eina einustu hugsjónamanneskju að sjá á þingi.

Ekki eina einustu þrítekið eins og maður heyrir þingmenn oft margendurtaka það sem þeir segja rétt eins og þeir stami.

Þetta er eins og að horfa á gamla væmna bíó mynd þar sem að ástin er löngu kulnuð en annar aðilinn gerir sér ekki grein fyrir því að hegðun hans hefur verið þannig að allur trúnaður er löngu horfin og það skiptir engu máli hvað sagt er eða hvað lengi legið er á hnjánum augnablikið er glatað og kemur aldrei aftur og úr þessu gerir hann bara lítið úr sjálfum sér að gera sér ekki ljóst að tími hans er liðinn og kemur aldrei aftur.

Segðu af þér Jóhanna þó ekki væri nema bara fyrir sjálfan þig þetta er löngu búið.


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsýni

Þetta ber vott um framsýni og visku því Flugfélagið gerir sér grein fyrir því að bruttfluttir Íslendingar vilja kannski skreppa heim um jólin og þetta er sennilega sá hópur Íslendinga sem á pening til að kaupa miða fyrir þeir sem heima sitja eiga nóg með að finna aur fyrir skötunni.
mbl.is Flugfélag Íslands færir út kvíarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað áttu þeir að fara í þrot

Auðvitað áttu bankarnir að fara í þrot rétt er að ástand hér hefði orðið skelfilegt i einhvern tíma en það hefði hreinsað til það átti einfaldlega að fara að lögum og tryggja fé eftir þeim en ekki geðþótta ákvörðun stjórnvalda. Það er til dæmis als órannsakað hverjir eru eigendur þess fjármagns sem var tryggt að mínu mati þarf óháða rannsókn á því hverjir eru þessi 2% sparifjáreigenda sem að mest hlutu.

Ég er hins vegar ekki sammála Hrafni um að við þurfum fleiri hugsjóna menn af listasviðinu í baráttuna við höfum forsmekkinn af þátttöku þeirra. Það sem við þurfum er þátttaka fleiri venjulegra Íslendinga sem að hafa það að leiðarljósi að vinna fyrir þjóð sína nágranna sína afkomendur og sjálfan sig  í þessari röð
Vinna við að gera landið byggilegt aftur og meðan á því stendur þurfum við að fylgja fordæmi geimfaranna í Apollo 13 og aftengja allan óþarfa til að fá afl til að beina okkur aftur á rétta braut. Þá meina ég óþarfa en ekki heilbrigðiskerfi og velferðarmál. Það var margt til í því sem að Ábjörn sagði í dag.


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnar vorri þjóð.

Íslenska þjóðin er í stórhættu vegna óhemju magns transfitusýru að mati háttvirtra eða hæstvirtrar flutningskvenna sem eru.

"Fyrsti flutningsmaður er Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en einnig standa að baki Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, og Álfheiður Ingadóttir og Þuríður Bachman, þingmenn Vinstri grænna"

Mín skoðun er sú að Íslensku þjóðinni stafi eiginlega meiri hætta af núverandi valdhöfum og leikfélögum þeirra innan veggja gamla steinkubbaldans og er nokkuð viss um að að sú óáran að mínu mati hafi valdið þjóðinni ekki minna heilsutjóni en transfita upp á síðkastið.

Hvernig er það síðan dettur hinum hæstvirtu frúm ekki í hug að dauði vegna transfituáts sé í augum margar síst verri kostur heldur en sú nauðungarsamvist sem hér er með núverandi stjórnvöldum.

Baráttan gegn transfitunni er allra góðra gjalda verð en ég vildi sjálfur að umræddar konur hefðu jafn mikklar áhyggjur af heimilum þessa lands i framlagningu frumvarpa sinna og myndu setja baráttuna við græðgi bankanna framar á forgangslista en kannski er fólk að höggva of nærri sér þá.
Það kemur fyrir stundum að mér finnst eitthvað sé bogið við áhugaleysi ráðamanna á að koma taumi á þá andskota sem öllu fémætu ráða hér um stundir.  

Góðu konur lagið skuldavandan fyrst þá kemur hitt af sjálfu sér þegar lífið í landinu verður þess vert að lifa því annars endið þið með tóma transfituætur hér en þá sem að vilja lifa lengur í útlöndum þar sem að þessi hernaður er komin lengra enda fólk ekki eins upptekið við að vernda þðá sem að allt hirtu þar.

 


mbl.is „Í bráðri hættu vegna ofneyslu á transfitusýrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn niðurfelling skulda.

Það er ekki verið að fara fram á niðurfellingu skulda heldur leiðréttingu á forsendubresti og ferli sem var skapað af fjámálakerfi vítis.

Hér er engin niðurfelling á ferðinni einungis réttlætis mál

Og hana nú!


mbl.is Flöt niðurfelling skulda óskynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er helst í fréttum

Athyglisvert á hvað er einblínt í þessum fréttaflutning ég er ekki að bera í bætifláka fyrir það sem hér var gert er algjörlega á móti því og vona innilega að þeir sem að fyrir urðu beri engan skaða af. Mótmælendum er engin greiði gerður með grjótkasti og þessháttar.

Mér finnst þó merkilegt að þarna kom saman ótrúlegur fjöldi fólks og sé málið skoðað hlutlaust þá eru hér helgar þar sem að fleiri slasast heldur enn varð í gær það mætti því alveg leggja áherslu á þá stillingu og aga sem yfir 90% mótmælanda sýndi.

Það er síðan athyglisvert að rýna í fréttir og álitsgjafa og greina orð og ummæli og hvaða hvatir liggja að baki sumum þeirra það er ekki alltaf hlutleysi á ferðinni þar.


mbl.is Grýttu hnullungi í lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stjórnar á Íslandi (Allir á völlinn )

Þessi frétt er ein argasta svívirða og mógðun sem að ég hef séð við Íslenskt alþýðufólk

Áð lesa þessa frétt gerir það að skyldu að fara á Austurvöll í kvöld og hér eftir til að koma leppstjórn AGS frá völdum. Leppstjórn sem að í raun framdi valdarán.

 


mbl.is Engin fleiri úrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband