Vantar lóð á vogarskálina.

Það vantar alltaf eitt inn í umræðuna um hvað það kostar að leiðrétta lánaglæpinn.

Hvað verður um þá sem að nú una sér í sjálfumgleðinni yfir því að þeir séu fólk sem kann að fara með sitt og það sé réttlátast að óreiðupésarnir fái nú að finna til tevatnsins. Hvað verður um lífeyrissjóðina og hvað verður um Vilhjálm lektor ef ekkert verður að gert og fjöldi fólks missir húsnæði sitt og flytur úr landi og hefur þar nytt líf ég minnist á vilhjálm vegna orða hans í fréttum kvöldsins.

Hver er kostnaður þjóðfélagsins af því í töpuðum tekjum. Já og hver er kostnaður lífeyrissjóðanna af því þegar fólkið sem að flytur úr landi fer að taka út lífeyrir þau eiga jú rétt á sínum lífeyri er það ekki. Við getum horft upp á það í framtíðinni að mínu mati að lífeyrissjóðir okkar þurfi að greiða lífeyri til kannski 20 -30 .000 manns sem að búa í útlöndum og leggja ekkert til samfélagsins. Hvað gera þeir þá.

Síðan er ég að velta einu fyrir mér ef að lífeyrissjóðir og bankastofnanir þola ekki leiðréttingu þola þessar stofnanir þá hjöðnun verðbólgu er kannski einn af hvötunum fyrir verðbólgu hér á landi innbyggður í þetta kerfi sem virðist vera vítisvél andskotans.

Ég er að verða meir og meir þeirrar skoðunnar að Lífeyrissjóðina beri að leggja niður í því formi sem þeir eru og þjóoðnyta peninginn og er þá langt gengið þegar að forpokaður hægrimaður er orðin þeirrar skoðunar.

 


mbl.is Aðgerðirnar kosta 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband