Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ríkisstjórnin til bjargar verðbólgunni.

'I fréttinni segir
"Þá er lagt til að sérstakt útvarpsgjald hækki um 4% og það skili 140 milljónum króna í auknum tekjum"

Er ekki þegar farið að klípa af þessu og taka í annað og stenst það lög?

Einnig segir:
"Til viðbótar er gert ráð fyrir almennri 4% hækkun á nokkrum svokölluðum krónutölusköttum í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Í fyrsta lagi er lögð til 4% hækkun á olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjald, almennu vörugjald af eldsneyti og sérstöku vörugjaldi af bensíni. Samtals er gert ráð fyrir að þessar hækkanir skili um 750 milljóna króna tekjum í ríkissjóð. Þá er einnig lagt til að almennt og sérstakt kílómetragjald hækki um 4% og að hækkunin muni skila 30 milljóna tekjuauka.

Þá er lagt til að sérstakt útvarpsgjald hækki um 4% og það skili 140 milljónum króna í auknum tekjum, að vörugjald á áfengi hækki um 4% sem auki tekjur ríkissjóðs um 400 milljónir og vitagjald hækki, sem skili 10 milljóna króna . tekjuauka."

Allt að ofan veldur hækkun vísitölu eftir því sem að ég best veit.

Ég sakna þess að sjá að það verði dregið saman í því sem snýr að stjórnsýslunni sjálfri en í fréttinni segir um samdrátt

"Útgjöld ríkisins verða einnig lækkuð. Þannig er gert ráð fyrir að breytingar á barnabótum lækki greiðslur ríkisins um 1,3 milljarða á næsta ári.  Þá á að hækka tekjutengingu vaxtabóta úr 6% í 7% og skerða einnig bæturnar. Þetta á að spara 2,2 milljarða."

Ég er á því að hér nú um stundir sé fátt um mikilmenni hér um slóðir. 


mbl.is Bandormur um auknar tekjur ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að arðræna sjálfan sig ll

Ég er ekkert nær því að skilja skynsemina í því að lána sjálfum mér pening heldur en ég var í gær.

Ég er búin að reyna að skilja skynsemina í því en eins og ég hef sagt áður er ég sennilega eitthvað tregur á þessu sviði. Ég reyndi þó að færa þetta yfir á líf mitt og einfalda það.

Ég er alinn upp í sveit og það var brú heim að bænum. Segjum svo að hún hafi verið að hruni komin og til að geta gert við hana fæ ég þá snilldarhugmynd að lána viðgerðaraðilanum fyrir viðgerðinni og hann rukkar mig síðan fyrir notkunina á brúnni til að borga mér lánið til baka. Þetta er frábær hugmynd og ég snara út 1000 kall í málið.  Gert er við brúnna og næstu árin borga ég glaður afgjald af því að nota brúnna þangað til að ég er búin að borga 1000 kr + vexti + verðtryggingu + afskriftir + umsýslugjald + kostnað þann sem viðgerðaraðili hefur af því að rukka mig. Þetta gerir svona cirka 2000 kall. 

Það er ólíklegt  að endurgreiðsla úr okkar sjóðum sé 100% en verum bjartsýn og segjum að hún sé 90% þannig að ég fái 900 kr til baka úr sjóðnum af þeim 1000 sem ég lánaði og lagði inn í upphafi. ´

Mér finnst einhvern vegin að það sé verið að láta mig borga 3000 kr til að fá þessar 900.
1000 sem ég lána 2000 fyrir að nota brúnna = 3000

Ég veit vel að tölulega er þetta ekki rétt en fjárinn hafi það ég sé ekki betur en að það að láta Lífeyrissjóði okkar byggja vegi fjármagnaða með veggjaldi  virki nákvæmlega svona.


Að arðræna sjálfan sig.

Ég er ekki fjármálalærður maður þannig að kannski er það arfavitlaust sem er að veltast í býkúpunni milli eyrna mér þessa dagana. Það eru áætlanir lífeyrissjóðanna um að lána til vegagerðar sem eru að brjótast í mér kannski ekki lánin sjálf mikið heldur hvernig á að borga þau. Það er með veggjöldum.

Við erum lífeyrissjóðirnir og við erum einnig þegnarnir sem að keyrum götur þessa lands og komum til með að borga veggjöldin til að borga lánin.
Við sem lánveitendur ætlum síðan að rukka lántakendur það er okkur sjálf um 3,5% raunvexti.
Ég get ekki skilið það öðru vísi en fyrir hverjar 100 krónur sem að ég legg í lífeyrisjóð þarf ég síðan að borga 100 + einhverja upphæð til að fá 100 - einhverja upphæð til baka ég verð alltaf í mínus allaveg getur það ekki verið + fyrir mig ef að ég borga þetta alt sjálfur úr eigin vasa.

Síðan fer ákveðin hluti af þessu láni sem að ég lána sjálfum mér í að borga fyrir umsýslu og stjórnun við þetta allt. Síðan verða verkefnin boðið út og að sjálfsögðu afhent þeim sem að bíður lægst og oftar en ekki leiða þessi lágu tilboð til að fyrirtækin sem vinna þau fara lóðbeint á hausinn á verktíma eða fljótlega á eftir og sá kostnaður lendir á þjóðinni það er lántakendum. Síðan kæmi mér ekki á óvart að þau fyrirtæki sem best geta boðið séu þau fyrirtæki sem eru komin í skjól og eigu bankastofnanna og lífeyrissjóða.

En það sem að veldur mér spurningu í þessu er hvernig maður getur lánað sjálfum sér og heimtað 3,5% vexti af sjálfum sér og komið út án þess að tapa þegar búið er að reikna inn kostnað og umsyslu kostnað sem veldur síðan vísitölu hækkun sem eykur gróða lánveitenda en byrðar lántakenda sem eru m í báðum tilfellum við sjálf getur einhver útskýrt það fyrir mér.

Ef að ég skil þetta rétt er einn hópur sem að þetta á ekki við það eru þeir sem að búa við ríkistryggða sjóði ef það er rétt hjá mér er það þá tilviljun að þessar góðu hugmyndir koma yfirleitt frá þeim sem að njóta þerra alla vega finnst mér það.


Deginum var bjargað.

Ég var komin í hættulega gott skap eftir helgina það gott að eiginlega var það orðið hættulegt, meira að segja farin að raula lagstúf nágrönnunum til ama ef þeir hefðu heyrt. Við þessu varð að bregðast og þá er ekki nema eitt ráð til og það er að hlusta á fréttir og viti menn eftir bara fyrstu tvær var blóðþrýstingur komin upp aftur og almennilega dregið fyrir sólina sem hafði aðeins skyggnst inn í lífið.

Fyrst var það fréttin um Jóníu Ben, þar var rólega reynt að koma því í hausinn á okkur að hún hefði jafnvel beitt kúgun það var meira að segja fjallað um refsiramman við svona kúgun. En það var ekkert fjallað um það að málið var til komið vegna meintra svika bankastofnunarinnar við Jónínu það var ekki minnst á það eða neinn refsiramma við að svíkja borgarana. Er kannski engin refsins við því ef fjármálageirinn svíkur borgarana það skildi þó ekki vera eða átti eignarhald fréttamiðilsins eitthvað hlut að máli ekki veit ég en fannst fréttin ekki mikil.
Annars er magnað hvað menn lesa út úr þessari óútkomnu bók mætti halda að hún væri svona eins og DVD diskur þar sem menn geta valið mismunandi söguþráð miðað við allar þær útleggingar á efni hennar sem að ég hef lesið

Síðan kom ábúðarfullur forstöðumaður lífeyrissjóða apparatsins og fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að sameina þá og það sem honum fannst mest áríðandi var og "Hver á þá að stjórna þeim"
Ljóst var að hann treysti ekki ríkinu til þess en það er eins ljóst að við treystum ekki núverandi stjórnendum til að vera áfram við stjórnvölinn. Svarið við spurningu hans alla vega frá mér er "Ekki þið"

Eitt finnst mér skrítið.
 Er það ekki svo að lífeyrissjóðirnir neituðu að lána OR nema að fyrirtækið hagræddi í rekstri skæri niður og hækkaði gjöld. Þessi maður fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að slá lífeyrissjóðum saman í eina heild. Gildir einhver önnur hagfræði um þessa sjóði ég held ekki. Það hlytur að spara í rekstri ef yfirstjórn er minnkuð. Það er skýlaus krafa að þetta apparat verði sameinað í eitt apparat með jafnan lífeyrisrétt fyrir alla. Apparat sem þarf að tryggja afkomu sína á því að nyðast á þeim sem greiða í það er ekki þess virði að viðhalda því.

Eftir þessar tvær fréttir er deginum bjargað og ég komin niður á jörðina aftur. Ég nyti síðan umræður um það að bætur væru orðnar alltof háar ræddar af fólki sem að myndi ekki tóra vikuna ef það þyrfti að lifa á þeim, ég nyti þær til að koma mér aftur í vont skap ef ég skildi vakna brosandi á morgun.

Í alvöru er ég einn um það að finnast það vera eins og absurd atriði úr einhverjum gamanleik dauðans að heyra fólk ræða það í alvöru að bætur séu of háar en minnast ekki á það að laun gætu verið alltóf lág. Síðan er sagt að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað um 80 % Gaman væri að einhver athugaði hvort að það sé rétt það er einfalt ef að fólk gat keypt einn bleyjupakka fyrir launin áður þá getur það keypt 80 núna ekki satt en staðreyndin er sú að það nær ekki að kaupa einn svo hvernig er hægt að sannfæra það um að kaupmáttur hafi hækkað ég bara fatta það ekki.

Það hefði líka verið gaman að þeir atvinnurekendur sem að komu fram og kvörtuðu yfir því að engin sækti um hefðu upplyst okkur um launin sem þeir bjóða bara svona okkur til fróðleiks.

Nóg í bili


Já Bankarnir

Eru þetta ekki kompaniinn sem að veittu ólögleg lán og létu stjórnvöld bjarga sér úr skítnum sömu stjórnvðld og þeir nú gefa í skyn að þeir muni lögsækja ef þau reyna að bjarga öðrum ús skítnum sem að þessi fyrirtæki sköpuðu

Magnað


mbl.is Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálka?

Voru ekki eihverjir að auglysa að það væri aldrei hálka í Reykjavík fyrir skki svo löngu síðan ? Ég man ekki betur


mbl.is Hálka á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringjum í 112

Nú dynja á okkur auglýsingar um að við eigum að hringja í 112 ef við sjáum eitthvað grunsamlegt. Skildi einhver hafa hringt í 112 vegna ummæla þingmanns um að þingmenn og jafnvel ráðherrar hafi verið beittir þvingunum við samþykkt aðildarumsóknar í ESB. Ég get ekki betur séð en að það sé  brot á stjórnarskránni. Þingmenn eiga að fylgja samvisku sinni og engu öðru samkvæmt 48 grein.

"48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Hefur þá stjórnarskráin ekki verið brotin ef menn láta kúga sig til að greiða atkvæði gegn sannfæringunni.

Það er því algjörlega ótrúverðugt þegar þetta sama fólk ætlar að kokka einhverja nýja stjórnarskrá saman þegar það getur ekki einu sinni fylgt þeirri gömlu. Frambjóðendur ættu því að draga framboð sín til baka allir sem einn og löggæslan ætti að taka þetta mál til rannsóknar. Það er mín skoðun að það þýði lítið að búa til eitthvað nýtt ef fólk getur ekki farið eftir því gamla.

Nei einhver ætti að hringja í 112


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðin snúi vörn í sókn

Það hefur komið fram að legupláss séu í sumum tilfellum ódyrari á landsbyggðinni. Er ekki málið að snúa þróuninni við og landsbyggðin yfirtaki rekstur þessa stofnanna svo að ríkið geti sparað og flutt aldraða þéttbylisbúa hreppafluttningum út á land eins og það virðist mega flytja aldraða landbyggðarbúa hreppaflutningum. Þetta yrði atvinnuskapandi á landsbyggðinni og hrein byggðastefna og peningar myndu sparast. 
mbl.is Hollvinir lentu í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulegar leiðir.

Það er aðeins ein leið möguleg í þessu máli að mínu mati og það er sú leið að leiðrétta það sem ég kalla hreina og klára upptöku á fjármunum fólks.

Það að endurtaka í sífellu að hér sé upp til hópa um óreiðufólk í fjármálum að ræða er aumur málflutningur. Hið sanna er að það er verið að láta þá borga sem að fóru í raun varlega.

Lífeyrissjóðirnir grenja yfir því að ekki megi skerða lífeyri fólks en hvað um lífeyri þess sem að lagði 40% af eigin fé í íbúðakaup sem nú er búið að brenna upp með fáránlegri verðtryggingu sem hækkar í hvert skipti sem að geimverur þær sem hér ríkja finna upp nýja skatta. Þessi einstaklingur greiðir í lífeyrissjóð eins og aðrir en hann þarf líka að taka á sig auka skerðingu vegna þess að það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að greiða til dæmis innistæðutryggingar sem að ekki bar neina skildu til að borga það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að nota í sértækum aðgerðum til að bjarga þeim sem að ekki er möguleiki á að bjarga.

Dæmi ágæts ráðherra um fátæka verkakonu sem að myndi missa lífeyrinn sinn ef leiðrétt yrði var aumkunarverð tilraun að mínu mati til að skapa í huga fólks mynd af hinum gráðuga einstakling sem að heimtaði pening sem tekin yrði frá hinni fátæku konu

En hvað um einstaklinginn sem að nýtti allan sinn pening til að koma sér þaki yfir höfuðið en var svo óheppin að hafa vertryggt lán og það ekkert sérstaklega hátt er í lagi að lífeyrir þessa einstaklings sé skertur.

Hann er það með upptöku eigin fés og lækkun fasteignaverðs sem á eftir að lækka meira þegar lánastofnanir ryðja söfn sín af eignum. Þessi einstaklingur á sama rétt og aðrir til að tjón hans sé lágmarkað.

Því kemur ekki annað til greina en almenn leiðrétting á eignaupptökunni um annað verður aldrei sátt.

Peningamarkaðseignum var bjargað. Af hverju?
Allar innistæður voru tryggðar. Af hverju ?
Afskrifaðir eru miljarðar af sumum Af hverju ?
Afskriftir eru ekki nýttar lántakendum til hagsbóta kannski sumum þó Af hverju?
Ekkert er gert til að stöðva óréttláta  upptöku eigin fés hjá fjölda fólks. Af hverju ?

Það er í gangi núna átak gegn því að óprúttnir aðilar nemi á brott eigur fólks, jafnvel um hábjartan dag. Hvernig væri að láta það ná til þessa brottnáms líka


mbl.is Mikill vilji til að finna varanlega lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að koma stríð.

Það er athyglisvert að olíuverð rjúki upp í heimi sem að er á brauðfótum efnahagslega. Þetta eitt og sér getur valldið næstu niðurferð mér finnst því skrítið að menn séu að veðja á að fjárfesta í olíu nema jú að þeir viti að eitthvað sé í upp´siglingu þar sem olíu verður að nota. Fólk sem ekki á pening kaupir ekki olíu en ríki sem að eru í hernaði kaupa olíu vilt og galið. Kannski að innanbúðar menn einhverstaðar búist við hernaði það er alla vega varla fréttir af efnahagsumbótum sem að eru að hækka olíuverð þessa dagana.

En þetta er fínt fyrir þá sem hér á landi umlykja okkur með kærleik  það er olíufélögin og fjármagnið nú geta þeir fyrrnefndu hækkað og þá hækka eignir hinna sjálfkrafa


mbl.is Ekkert lát á olíuverðshækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband