Deginum var bjargað.

Ég var komin í hættulega gott skap eftir helgina það gott að eiginlega var það orðið hættulegt, meira að segja farin að raula lagstúf nágrönnunum til ama ef þeir hefðu heyrt. Við þessu varð að bregðast og þá er ekki nema eitt ráð til og það er að hlusta á fréttir og viti menn eftir bara fyrstu tvær var blóðþrýstingur komin upp aftur og almennilega dregið fyrir sólina sem hafði aðeins skyggnst inn í lífið.

Fyrst var það fréttin um Jóníu Ben, þar var rólega reynt að koma því í hausinn á okkur að hún hefði jafnvel beitt kúgun það var meira að segja fjallað um refsiramman við svona kúgun. En það var ekkert fjallað um það að málið var til komið vegna meintra svika bankastofnunarinnar við Jónínu það var ekki minnst á það eða neinn refsiramma við að svíkja borgarana. Er kannski engin refsins við því ef fjármálageirinn svíkur borgarana það skildi þó ekki vera eða átti eignarhald fréttamiðilsins eitthvað hlut að máli ekki veit ég en fannst fréttin ekki mikil.
Annars er magnað hvað menn lesa út úr þessari óútkomnu bók mætti halda að hún væri svona eins og DVD diskur þar sem menn geta valið mismunandi söguþráð miðað við allar þær útleggingar á efni hennar sem að ég hef lesið

Síðan kom ábúðarfullur forstöðumaður lífeyrissjóða apparatsins og fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að sameina þá og það sem honum fannst mest áríðandi var og "Hver á þá að stjórna þeim"
Ljóst var að hann treysti ekki ríkinu til þess en það er eins ljóst að við treystum ekki núverandi stjórnendum til að vera áfram við stjórnvölinn. Svarið við spurningu hans alla vega frá mér er "Ekki þið"

Eitt finnst mér skrítið.
 Er það ekki svo að lífeyrissjóðirnir neituðu að lána OR nema að fyrirtækið hagræddi í rekstri skæri niður og hækkaði gjöld. Þessi maður fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að slá lífeyrissjóðum saman í eina heild. Gildir einhver önnur hagfræði um þessa sjóði ég held ekki. Það hlytur að spara í rekstri ef yfirstjórn er minnkuð. Það er skýlaus krafa að þetta apparat verði sameinað í eitt apparat með jafnan lífeyrisrétt fyrir alla. Apparat sem þarf að tryggja afkomu sína á því að nyðast á þeim sem greiða í það er ekki þess virði að viðhalda því.

Eftir þessar tvær fréttir er deginum bjargað og ég komin niður á jörðina aftur. Ég nyti síðan umræður um það að bætur væru orðnar alltof háar ræddar af fólki sem að myndi ekki tóra vikuna ef það þyrfti að lifa á þeim, ég nyti þær til að koma mér aftur í vont skap ef ég skildi vakna brosandi á morgun.

Í alvöru er ég einn um það að finnast það vera eins og absurd atriði úr einhverjum gamanleik dauðans að heyra fólk ræða það í alvöru að bætur séu of háar en minnast ekki á það að laun gætu verið alltóf lág. Síðan er sagt að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað um 80 % Gaman væri að einhver athugaði hvort að það sé rétt það er einfalt ef að fólk gat keypt einn bleyjupakka fyrir launin áður þá getur það keypt 80 núna ekki satt en staðreyndin er sú að það nær ekki að kaupa einn svo hvernig er hægt að sannfæra það um að kaupmáttur hafi hækkað ég bara fatta það ekki.

Það hefði líka verið gaman að þeir atvinnurekendur sem að komu fram og kvörtuðu yfir því að engin sækti um hefðu upplyst okkur um launin sem þeir bjóða bara svona okkur til fróðleiks.

Nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband