Mögulegar leiðir.

Það er aðeins ein leið möguleg í þessu máli að mínu mati og það er sú leið að leiðrétta það sem ég kalla hreina og klára upptöku á fjármunum fólks.

Það að endurtaka í sífellu að hér sé upp til hópa um óreiðufólk í fjármálum að ræða er aumur málflutningur. Hið sanna er að það er verið að láta þá borga sem að fóru í raun varlega.

Lífeyrissjóðirnir grenja yfir því að ekki megi skerða lífeyri fólks en hvað um lífeyri þess sem að lagði 40% af eigin fé í íbúðakaup sem nú er búið að brenna upp með fáránlegri verðtryggingu sem hækkar í hvert skipti sem að geimverur þær sem hér ríkja finna upp nýja skatta. Þessi einstaklingur greiðir í lífeyrissjóð eins og aðrir en hann þarf líka að taka á sig auka skerðingu vegna þess að það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að greiða til dæmis innistæðutryggingar sem að ekki bar neina skildu til að borga það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að nota í sértækum aðgerðum til að bjarga þeim sem að ekki er möguleiki á að bjarga.

Dæmi ágæts ráðherra um fátæka verkakonu sem að myndi missa lífeyrinn sinn ef leiðrétt yrði var aumkunarverð tilraun að mínu mati til að skapa í huga fólks mynd af hinum gráðuga einstakling sem að heimtaði pening sem tekin yrði frá hinni fátæku konu

En hvað um einstaklinginn sem að nýtti allan sinn pening til að koma sér þaki yfir höfuðið en var svo óheppin að hafa vertryggt lán og það ekkert sérstaklega hátt er í lagi að lífeyrir þessa einstaklings sé skertur.

Hann er það með upptöku eigin fés og lækkun fasteignaverðs sem á eftir að lækka meira þegar lánastofnanir ryðja söfn sín af eignum. Þessi einstaklingur á sama rétt og aðrir til að tjón hans sé lágmarkað.

Því kemur ekki annað til greina en almenn leiðrétting á eignaupptökunni um annað verður aldrei sátt.

Peningamarkaðseignum var bjargað. Af hverju?
Allar innistæður voru tryggðar. Af hverju ?
Afskrifaðir eru miljarðar af sumum Af hverju ?
Afskriftir eru ekki nýttar lántakendum til hagsbóta kannski sumum þó Af hverju?
Ekkert er gert til að stöðva óréttláta  upptöku eigin fés hjá fjölda fólks. Af hverju ?

Það er í gangi núna átak gegn því að óprúttnir aðilar nemi á brott eigur fólks, jafnvel um hábjartan dag. Hvernig væri að láta það ná til þessa brottnáms líka


mbl.is Mikill vilji til að finna varanlega lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband