Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við viljum vera í stjórn skítt með málefnin

Ég veit ekki hvort að ég er einn um að fylgjast agndofa með þeim ályktunum sem okkur berast frá flokksfélögum varðandi fyrst Lilju og Atla og nú Ásmund.

Mér finnst þetta sérstaklega athyglisvert varðandi Ásmund því að hann mótmælir því að ekki sé farið eftir stefnumálum þeim sem að hann var kosin til að framfylgja á þingi.

Ég viðurkenni að mér finnst flokksfélögin ansi berrössuð þegar þau koma með svona yfirlýsingar. Hvernig væri að byrja á því að vísa einum þingmanni úr VG það er þingmanni sem að kom úr öðrum flokki ef fólk er samkvæmt sjálfu sér þá virkar það í báðar áttir og flokkar taka þá ekki á móti undanvillingum annarra flokka með opnum örmum heldur benda þeim á að segja af sér svo varamenn þeirra geti tekið við. Sem að vísu myndi valda því að stjórnin væri minnihlutastjórn.

Síðan þurfa hin ágætu flokksfélög að svara því hvort að setan í stjórninni og aðgangur að kjötkötlunm sé meira virði en málefnin ég verð að segja það sem enginn meðreiðarsveinn Ásmundar í skoðunum að hann er maður að meiru fyrir að standa á þeim málefnum sem hann var kjörin til að fylgja eftir.

Aðrar aðfarir að honum eins og að hann mætti illa á fundi og geldingartanga aðförinn dæma sig sjálfar og segja meira um þá sem að standa fyrir þeim en dalabóndann.

Ásmundur á virðingu mína fyrir það sem hann hefur gjört

 Sá sem klambraði saman orðin um "að verja þann góða árangur sem náðst hefur í endurreisn landsins eftir hrun frjálshyggjunar" sá einstaklingur hlýtur að vera löngu fluttur til Noregs eða Ástralíu hann alla vega býr ekki hér nema þá að frjálshyggjan hafi dáið á Snæfellsnesi.
Hér fyrir sunnan lifir hún nefnilega enn pattaraleg innan við skjaldborgina sem stjórnvöld hafa slegið utanum hana.

Frelsið hafa þau hin sömu stjórnvöld tekið frá lýðnum en honum er allt bannað nema það sé sérstaklega leyft. Eða hvað er það annað en frjálshygga að hafa fullt frelsi til að ganga að eigum fólks þó búið sé að dæma þær aðfarir ólöglegar. það er frelsi fjármagnsins að mínu mati og því frjálshyggja í boði hinnar svokölluðu velferðarstjórnar og ansi erfitt að kenna Sjálfstæðismönnum um. eða einhverri ýmyndaðri frjálshyggju sem aldrei var til en er notuð til að koma upp leiktjöldum til að hylja spillingu sem heltók allt kerfið frá toppi til táar svo mikilli að það þarf að rífa tréð upp með rótum áður til að hægt sé að gróðursetja nýtt og það finnst mér dalabóndin vera að reyna.
Ég vildi samt óska  þess að hann væri frekar mín megin í pólitík það væri gagn að baráttumanni sem fylgir sannfæringu sinni.

Kv

 


mbl.is Vilja að Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert breytist

Ég hef verið verið utan bloggs, það er einhver breyting í rafrásum hér sem veldur því að venjubundin leið á bloggið hefur ekki virkað og þar sem her er um sjúklega vanafastan mann að ræða þá hefur ekki heyrst hósti né stuna úr horni þessu í langan tíma.

Í raun var ég fegin að eiða tíma utan við hið daglega argaþras og horfa á dagana líða  eins og frá annarri vídd. En allir góðir draumar enda og ef að maður fer ekki yfir móðuna miklu í hamingjulandið þar sem sennilega er aldrei vinstri stjórn þá er manni kippt niður á jörðina aftur í blákaldan veruleikann.

Ég skipti yfir í Firefox og kem skeiðandi til baka inn á völlin eins og peð í skák vill ekki segja riddari vegna langvinnar andúðar minnar á hestum og þeirrar skoðunar minnar að þær skepnur séu best geymdar tímabundið í tunnu ásamt sjávarsalti þangað til þeirra tími er komin.

Komin í samband aftur sé ég fljótt að ekkert hefur breyst hvorki á Suðurnesjum né annarstaðar stjórnvöld eru enn upptekinn í hinum meiri málum og hafa unnið að við að styrkja skjaldborgirnar um það sem stendur þeim næst eins og fjármálastofnanir og er bara nokkuð ágengt að hlaða upp veggi svo að fólk sjái ekki drullumallið innan þeirra. Síðasta útspilið var að reyna að loka það inni í 110 ár.  Það hlýtur að vera erfitt að lifa við gjörðir sínar ef að þær þola ekki að koma fyrir augu þegnanna í 110 ár, finnst mér.

Stjórnvöld vinna ötullega að því að draga einn mann fyrir Landsdóm til að gjalda fyrir syndir heils kerfis og ég það kemur í huga mér núna á Páskahátíðinni að þetta hefur verið gert áður og kannski ættu stórnaliðar að hlusta á messur dagsins og hugleiða hvernig sá aldagamli dómur fór að lokum of hlutirnir snérust í höndum þeirra sem til stofnuðu. Alla vega finnst mér skömm að óháð pólitískum skoðunum mínum.

En hafi Suðurnesjamenn haldið að til stæði að gera eitthvað fyrir þá af stjórnvöldum þá hafa þeir látið glepjast eins og margir á undan þeim og haldi vestfirðingar að það eigi að gera eitthvað fyrir þá þá hafa þeir látið glepjast einu sinni enn. Eina stefnumál stjórnarinnar sem nú ríkir er að sitja sem lengst eins og Jóhanna sagði í grein í Dv þar sem hún tilkynnti okkur að hún væri sko ekki á förum boðskapur sem að ég verð að viðurkenna að gladdi mig ekkert sérstaklega. 

En nóg að sinni 

Gleðilega Páska 


mbl.is Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera það sem manni synist.

"Steingrímur sagði, að það hefði ekki komið honum á óvart, að Atli og Lilja gerðu það sem þeim sýndist, það hefðu þau lengi gert."

Ég leyfi mér að mótmæla þessum orðum háttvirts fjármálaráðherra því að þessir þingmenn gera einmitt ekki það sem að þeim sýnist þeir gera það sem þau voru kosin til og fylgja stefnumálum þeim sem að þau lofuðu að fylkja sér um og hafi þau virðingu fyrir þó að ég sé þeim ekki samferða í þeirri vegferð.

Hins vegar má segja að Steingrímur og þeir sem eftir eru í áttavillta flokknum geri það sem þeim sýnist alla vega synist mér þau sinnaskipti sem þar hafa orðið vera ein þau sneggstu í sögunni. Því hvarflar það að manni að Steingrímur líti á sig sem stjórnarandstæðing þegar hann talar um sinnaskipti Ásmundar því snögg hafa sinnaskipti háttvirts fjármálaráðherra verið síðustu misserin svo snögg að jafnast á við Íslenskt veðurfar á köflum. 


mbl.is Snögg sinnaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok vestrænnar menningar.

Um  Evrópu fer nú hávaði mikill svo jörð skelfur turnar svigna svín stökkva úr stíum kýr slíta keðjur sínar og ánamaðkar flýja akra. Endalokin nálgast.

Hvað veldur

Jú hávaði þessi er tilkomin vegna skjálfta sem komin er í hina Evrópsku yfirstétt og þá sem að halda að þeir séu af þeirri stétt en eru lítið annað en berrasaðar eftir prentanir nakta keisarans í HC Andersen sögunni.
Hávaðin berst frá hnéskeljum þeirra sem nú skella svo hart saman að senn munu bein brotna og fólk falla.

Vegna hvers.

Jú óforskammaðir villimenn í norðri hafa farið fram á að þeir fái að vita hvað þeir eigi að borga mikið og hvort þeir eigi að borga það áður en þeir borga. þetta þykir skapa slæmt fordæmi eins og segir í fréttinni .

„Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,“

Það hlýtur að vera það versta sem að gæti komið fyrir heiminn að almenningur kæmist hjá skuldum og enn verra ef hann kæmist hjá skuldum sem að hann á ekkert í.

Sennilega myndi það þýða endalok menningar okkar í núverandi mynd.

Er virkilega einhver munur á vestrænu fjármálakerfi og því að fólk er selt í verksmiðju ánauð í þriðja heiminum


Ég efast um það

 

 

 


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaðan

Það er greinilegt að stjórnvöld liggja ekki á liði sínu við að gera eins og þau sögðu í dag að auka samstöðuna og bera vopn á klæðin. Þetta útspil kallara fjármálaráðherra er skýrt dæmi um það.
mbl.is Forsetinn ruglar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Árna

Þetta er alveg rétt hjá Árna það þarf að auka samkennd og samstöðu meðal fólksins í landinu. Ágætis byrjun og gott fordæmi væri er núverandi stjórnvöld segðu af sér og boðað yrði til nýrra kosninga.

Stjórn sem stendur vörð um kerfið sem brást legur drápsklyfjar á alþýðuna og kennir öllum öðrum um eigið getuleysi getur aldrei myndað samstöðu með þjóðinni.

Það er þó einn galli á þessu að þeir sem á móti eru synast varla skömminni skárri


mbl.is Leggja þarf sundurlyndisfjandann að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm

Ég hef verið hallur undir sjávarútvegin í langan tíma en það er ekki þar með sagt að illa ígrundaðar aðgerðir hótanir og önnur axarsköft geti ekki fengið mig til að breyta um skoðun.

Sú stefna sem nú hefur verið tekin að nota Breta og Hollendinga aðferð á íslenskt launafólk hugnast mér ekki og finn ég að vindar breytinga blása nú í höfði mér í garð þessa undirstöðu atvinnuvegar svo held ég að sé um fleiri og ráðlegg því mönnum að stíga hægt til jarðar á þessari vegferð.

"Stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækin eru undirstaða byggðar um allt land og flest þeirra hafa starfað á sama stað um áratuga skeið. Atlaga að rekstrarforsendum þeirra er atlaga að þessum byggðum. Það á vart að þurfa að taka það fram að efnahagsleg áhrif sjávarútvegsins hríslast um allt þjóðfélagið"

Ofangreint er haft eftir forystumanninum þetta er satt og rétt í sumum tilfellum en það er heldur ekkert erfitt að finna byggðarlög og íbúa sem að hafa allt aðra sögu að segja það er sögu þess að brottflutningur og sala aflaheimilda kippti fótunum undan lífsviðurværinu á viðkomandi stöðum

Að lokum vil ég þakka SA og einnig ASI fyrir þann besta stuðning sem að við nei sinnar höfum fengið í Icesave málinu ég held að sú yfirlýsing þeirra að þjóðin yrði að segja já við Icesafe hafi verið það sem endanlega gerði útaf við þá möguleika að Icesafe yrði samþykkt.

Það er síðan spurning hvort að Vilhjálmur og Gylfi ættu ekki að segja af sér í framhaldinu fyrir klúður

 

 

 

 


mbl.is Engir samningar án niðurstöðu í kvótamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki og traust.

Ein af ástæðunum sem beljað hefur á okkur sem algjör nauðsyn þess að borga Icesave er trúverðugleiki og traust alþjóðasamfélagsins.

ég myndi ekki telja það trúveruglegt né traustvekjandi þjóðfélag þar sem að ríkir einstaklingar gætu keypt sér ríkisborararétt, því ef ríkisborgararétturinn er til sölu eru þá völd og áhrif ekki líka.

Það þjóðfelag myndi síðan með tímanum breytast í stéttskipt þjóðfélag á einhverskonar Indverska vísu.
Ég leyfi mér að vera hneykslaður á því að það sé yfileitt til umræðu hvort að við ættum að gera þetta.

Ég segi nei við þessu eins og hinu málinu.


mbl.is Spurningar og svör um auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýra takk fyrir

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér.

"Á fundinum var samþykkt, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, að greiða íslenska ríkinu 6,5 milljarða króna í arð í formi víkjandi láns eða víkjandi skuldabréfs"

Er það útgreiðsla arðs að fá skuldabréf er þá bankinn minn að greiða mér arð ef að ég fæ lan eða skuldabréf hjá honum og hvað þýðir víkjandi. Af hverju greiðir Arion banki ekki bara ríkinu þann arð sem það á rétt á og búið og basta.

Útskyra einhver please fyrir mér fáfróðum manninum.


mbl.is Ný stjórn Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði sem fanga athygli mína.


Eitt þeirra er að vinnubúðir sem fjöldi vinnandi manna hefur lifað og hrærst í teljast nú sem íverustaður vera brot á mannréttindum. það hlýtur því að þurfa að setja í það gat á mannréttindum í komandi samningum um Búðarhálsvirkjun mannréttindi hljóta jú að gilda um alla einnig vinnandi fólk.

Það sem vekur þó mesta athygli mína er
"Konur sem eru í afplánun fái margar hverjar börn sín reglulega í heimsókn og í vissum tilvikum feður einnig."
Sérstaklega velti ég orðinu " Í vissum tilfellum feður einnig" fyrir mér.
Er það virkilega svo að það sé ekki réttur feðra til jafns við mæður að umgangast börnin sín í betrunarvist. Ég er að tala um einstaklinga af báðum kynjum þar sem að umgengni telst ekki barni hættuleg.
Ég spyr því hvers vegna feður fái einungis að umgangast börn sín í vissum tilfellum meðan mæður fá að reglulega umgegni á ekki að vera jafnrétti í þessum málum sem öðrum.

Síðan segir.
"Óhægara yrði um vik fyrir barnaverndaryfirvöld að flytja börn reglulega til Reyðarfjarðar til að eiga samvistir við foreldra undir eftirliti"

Mig langar til að vita í hvað mörgum tilfellum báðir foreldrar eru í afplánun eða þá að börn fanga séu undir forsjá barnaverndaryfirvalda. Ég hef haldið að það væri hitt foreldrið eða ættingjar sem að sæju um þessi mál að stærstum hluta, en væri gott væri ef rangt er að sú skoðun mín ef röng er væri leiðrétt.
Spurningin í einföldu máli er kannski hver er kostnaður barnaverndaryfirvalda við heimsóknir barna til fanga á ársgrundvelli.

Eins og ég sagði nokkur atriði sem fanga athygli mína og fróðlegt væri að vita meira um til að mynda sér skoðun á málinu.


mbl.is Fangar eru ekki búpeningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband