Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Og á eftir að hækka

Ein af hugmyndum ríkistjórnar samhjálpar og jöfnuðar er hækkun eldsneytisgjalds sem mun enn auka á vanda þeirra sem enn þurfa að koma sér í vinnu og kemur einnig til með að hækka vísitöluna Lengi lifi verndari alþýðunnar og svona í framhjáhlaupi ætla þau að hækka neysluskatta það þýðir á manna máli hækkun á virðisaukaskatti sem aftur hækkar vísitöluna sem aftur gerir fólk skuldugra sem aftur leiðir til þess að bankar fá meira fé.
mbl.is Eldsneyti hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytandi bull

Ég leyfi mér að segja að ég er orðin hálfleiður á þessari endalausu síbylju um að í þessu og hinu skuli vera jöfn kynjahlutföll. Það versta er að þessi síbylja er þreytandi leiðigjörn og veldur sennilega raunverulegri jafnréttisbaráttu stórskaða.

Ég veit ekki betur en að hvor flokkur um sig hafi 5 ráðherra það er mjög erfitt að ná jafnri skiptingu með töluna 5 þýðir þetta þá að ungir grænir vilja bæta við tveimur ráðherrum eða ráðfrúm og að sja´lfsögðu senda reikninginn af því jafnrétti á þjóðina.

 


mbl.is Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðabóta hvað

Nú þurfum við að halda vöku okkar það væri eftir öðru að það yrði samið um skaðabætur handa erlendum lottóspilurum sem að ætluðu að nýta sér Íslenska bullið til að græða á. Á ég þá kröfu á Íslenska getspá ef ég vinn ekki. gaman væri að vita hvort að Obama borgar skaðabætur fyrir fall Lemans bankans. En það liggur svo á til Brussel að menn virðast ætla að selja sál sína hægri vinstri án umhugsunar að þjóð eigi að borga skaðabætur fyrir aðgerðir einkafyrirtækis og segja síðan að frjálshyggjan hafi fellt allt. Svona aðgerð er svo langt frá frjálshyggju að það eru sólár á milli. Svo er nærtækara að líta fyrst til fólksins í landinu og til þeirra skaðabóta sem að því ber.
mbl.is Tafir á viðræðum um eignaskiptingu gömlu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska nýrri stjórn til hamingju

Ég óska nýrri ríkisstjórn til hamingju með að hafa náð samkomulagi um að vera ósammála. Ég er að vísu á móti flestu því sem að þessi stjórn stendur fyrir en það breytir því ekki að ég óska henni til hamingju og óska henni velfarnaðar. Ég hvet síðan þingmenn stjórnarinnar til að nýta tíman og vinna vel því að ég spái þessari stjórn ekki langlífi og ég spái einnig því að fæstir sem í henni sitja nái endurkjöri í næstu kosningum. Til þess að svo væri má mætti mikið breytast í aðgerðum og málflutningi þeirra.

 


mbl.is Aukin tekjuöflun könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti og bræðralag

Eftir því sem að ég les meira um aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda verð ég önnum kafnari í að lesa mér til um hvað orðin félagshyggja jöfnuður og réttlæti þýða vitna að öðru leiti til síðasta bloggs mins sem átti að vera tengt á þessa frétt en ég klúðraði því einhvern vegin .

Sumir eru jafnari enn aðrir

Öll dýrin eru jöfn en sum dýr eru jafnari enn önnur sagði svínið Napoleon. Það virðist vera sama hverjir ráða í heiminum hvort sem það eru Napoleon og félagar eða önnur öfl þessi orð virðast alltaf halda gildi sínu.
Það er ótrúlegt að horfa upp á að málsvarar réttlætis og jöfnunar verji fram í rauðan dauðan þá aðgerð að láta hluta þjóðarinnar bera kostnaðinn af því sem ég hef kallað kæruleysi stjórnvalda og óábyrgri hegðun fjármálageirans. Það var hægt að skella 700 000 000 000 í að verja innistæður og nú á að ná þeim til baka með því að láta svipuna dynja á þeirri kynslóð sem er að koma sér þaki yfir höfuðið og þykir bara sanngjarnt.
Það er athyglisvert að hlusta á rökin og hvernig tekið er undir þau.

Eigum við að borga fyrir óráðssíu fólk ! Þau keyptu sér flatskjá og fóru oft til útlanda! Þau eiga tvo bíla ! Þetta lið er ekkert of gott til að borga skuldir sínar Heldur fólk að það þurfi ekki að borga og fleira og fleira.

Það hefur tekist vel að reka fleyg a milli fólks í samstöðu með því að hamra á því að lánaleiðrétting sé einhver gjöf. Leiðrétting sem að í raun lagfærir einungis smá hluta af óréttlæti. En þessi áróður hefur tekist það vel að hinir mætustu menn stíga á stokk og lýsa yfir að það komi sko ekki til mála að leiðrétta eitt eða neitt hjá þessu liði sem ekki kunni fótum sínum forráð og tók allt of mikið af lánum. Ég held að jafnvel sjálfur áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins hefði verið ánægður með svona árangur en þetta var taktík sem að hann beitti það var að finna blórabögla og tókst bara nokkuð vel.
Það skiptir engu máli hvort að aðgerðirnar gagnist einum eða 1000 það sem skiptir máli að hér var framin óhæfuverknaður á heilli þjóð og þangað til að menn sína einhvern vilja til réttlátra aðgerða verður aldrei friður og aldrei eining. Það ættu þeir að sjá sem kenna sig við jöfnuð samkennd og félagshyggju.

Til að það sé á hreinu tók síðuhöfundur engin lán í góðærinu þarf ekkert á þessum leiðum að halda sem stendur, enn framtíðin er óskrifað blað. er auk þess óforbetranlegur kapítalisti og frjálshyggjumaður og aðhyllist hægri viðhorf. bara svo að það sé ljóst að þetta er skrifað af réttlætiskennd en ekki til eigin hagsbóta.Síðuhöfundi misbýður hinsvegar hvernig talað er niður til fólks sem vann sér ekkert annað til sakar en að trúa hinu velmentaða fólki sem vann við að ráðleggja því um framtíð sína og í sumum tilfellum af sama fólkinu sem að vann við að segja okkur hvernig framtíðin yrði.

 


Hagsmunir

Eru bara peningar hagsmunir hvað með stolt virðingu sjálfstraust. Það eru hlutir sem að hreðjalausir stjórnmálamenn dagsins í dag virðast ekki geta byggt upp hjá þjóðinni. Það vantar allan metnað það snýst allt um að borga hluti sem að við eigum ekki að borga svo að menn geti verið memm á snittu og rauðvínsfundum úti í heimi. Við höfum áður staðið fastir fyrir og farið með sigur af hólmi ég vil að við gerum það aftur jafnvel þó að ég þurfi að éta fisk og kartöflur í tíu ár og ekki veðri flutt inn eitt einasta snitti af evrópsku Euroshooper dóti á meðan. Ég lýsi eftir leiðtoga með kjark og sem að skammast sín ekki fyrir að vera Íslendingur.

Með hlutum sem að við eigum ekki að borga að mínu mati tel ég uppblásna verðbólubólu til að laga eiginfjárstöðu orsakavalda hrunsins sem að enn í dag hafa einkaleyfi á að blóðmjólka fólkið í landinu og gera það refjalaust með góðri hjálp stjórnvalda sem að kenna sig við félagshyggju.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn

Kannski maður verði bara Framsóknarmaður eftir alt hér er þó einn eftir sem hefur einhverja döngun í sér til að verja land og þjóð. Ég er verð stöðugt meira fylgjandi því að hætta að horfa til Evrópu við áttum ágætis samskipti vestur um haf og við Rússa hér áður fyrr og unnum sigur á Bretum í þorskastríðunum vegna þess að við vorum þeim ekki háðir.

Nú vilja menn koma okkur á spenann svo að við verðum stilltir og prúðir. Það er búið að innprenta í þjóðina að við berum einhverja ábyrgð á einkafyrirtækjum sem óðu um Evrópu ég held nú bara ekki og eg hvet fólk til að rísa upp og benda á að við berum enga ábyrgð á þessu nema sem nemur lögbundnum innistæðu tryggingum.

Það er orðið áhugavert að fylgjast með þeirri ofuráherslu sem lögð er á að við borgum Noregskonungur sendi hingað menn til að kristna okkur þeir menn höfðu hagsmuna að gæta gagnvart honum hverjir eru hagmunir þeirra sem að vilja setja okkur á skuldaklafa um langan aldur og gefa eftir fullveldið. Mín persónulega skoðun er að þar að baki séu varla þjóðhagslegir hagsmunir nema þá fyrir hluta þjóðarinnar og það minni hluta að mínu mati.
mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enika meniga.

Í dag sitjum við í ESS og Norðmenn eru látnir borga stærsta hlutann. Batteríði vill meiri aur svona eins og kellingin vildi frá Kiðhús. Það er náttúrulega stjórnspeki af bestu svort að vilja fara inn í batteríið svo að við getum sennilega fengið að borga meira en við gerum í dag enda landið fullt af seðlum. Það finnst örugglega svona einn íbúðareigandi sem getur tekið á sig nokkra þúsundkalla í viðbót. Um að gera að skella sér inn og klára dæmið endanlega það verður þá ekkert eftir til að þrasa um og allir farnir. Það er kanski lausn í sjálfu sér.
mbl.is Krafa um hærri greiðslur vegna EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónkun

Það er ekki mikil fyrirstaðan eða stórt sem þarf að gera til að hafa Össur ánægðan. Ég sé ekki að Bretar hafi sagt neitt sem máli skiptir varðandi viðræðurnar við einræðisherra Íslands það er Alþjóðagjaldeyrissjóðin. Það má með sanni segja að lítlu verður vöggur feginn.
mbl.is Ánægður með svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband