Réttmæt spurning

þessi spurning er í raun alveg réttmæt því það eru ekkert allir sem að njóta þessarar uppbótar þar sem hún er tengd vinnutíma og öðrum atriðum. Þannig að það má alveg spyrja þessarar spurningar. En er ekki aðalspurningin um framfærsluviðmið hvort að þau eru ekki of lág þannig að til að friða samviskuna um jólin sé borguð desemberuppbót til að þeir sem ekki þurfa að lifa við þessa innkomu geti skóflað í sig sínum eigin jólamat fullvissir um eigin góðsemi.

Síðan er það spurningin og fullyrðingin um að atvinnuleysi sé í raun orðin atvinna margra vegna góðrar innkomu í stéttinni þannig að fólk sé almennt hætt að vilja launavinnu. Leiðir það okkur ekki að aðalspurningunni eru lægstu laun á Íslandi ekki skammarlega lág og það í alþjóðasamhengi þriðji heimurinn meðtalinn.

Í raun eiga allar þessar spurningar rétt á sér svör eru síðan sennilega jafnmörg og svarendur.


mbl.is Desemberuppbót fyrir unnin störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En spurning mín í kjölfarið er sú;  hver er réttur þess manns sem missir vinnu sína vegna samdráttar í fyrirtæki, gjaldþrots eða hagræðingar ? Er atvinnumissir hans honum að kenna og þ.a.l. tekjutap hans við að þiggja bæturnar og fá þess vegna enga desemberuppbót ?

Eða hvað þá með þann mann sem veikist/slasast og þarf að þiggja sjúkrabætur/slysabætur en núna um mánaðarmótin voru engar desemberuppbætur

borgaðar frá sjúkrasjóðum landsins þrátt fyrir að viðkomandi starfsmaður hafi margra ára starfsaldur hjá viðkomandi fyrirtæki þar sem hann lauk veikindarétt sínum, hvað með það folk ??

Er það réttlæti að þegar fótunum er kippt undan fólki að það fái ekki bara skammarlega bætur, heldur einnig enga desemberuppbót ?  Haldið þið að jólin séu virkilega gleðileg á þeim heimilum þegar svona áföll dynja yfir og í þokkabót að fá svona skelli í andlitið að það eigi ekki skilið neitt aukalega eins og það var áður en það missti vinnuna !!  

Lífeyrisþegi (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 13:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Atvinnuleysi er erfiðasta "vinnan" sem ég hef kynnst!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2013 kl. 17:44

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eins og að þetta að ofan eru að mínu mati réttmætar spurningar þá eru athugasemdir ykkar það einnig og einmitt hluti af því sem að þyrfti að skoða og koma upp kerfi sem í raun heldur utan um fólk sem á í erfiðleikum þannig að einhver sómi sé af. En að ekki þurfi að fara í einhvern slag um desember uppót sem er í raun sposla úr kjarasamningum eins og fatapeningar og óþrifaálag voru. Það er eins hjá öllum í launavinnu við fáum þá uppbót í hlutfalli við starfstíma yfir árið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.12.2013 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband