Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
29.7.2014 | 22:41
Er þá almenningur ábyrgur
Það er margt merkilegt við átökin í Úkraínu það er líkast því að aðskilnaðarsinnar séu í stríði við sjálfan sig. Stjórnarherinn notar ekki stórskotalið ekki flugvélar samkvæmt eigin sögn og samkvæmt vestrænum fjölmiðlum er ólíklegt að hann beiti einu sinni byssum.
Aðskilnaðarsinnar eru samkvæmt okkar fréttum og Bandarískra vina okkar algjör úrþvætti og hryðjuverkamenn, vinir okkar gleyma því að aðskilnaðarsinnar stofnuðu Bandaríki Norður Ameríku en þá var ekki búið að finna upp hryðjuverkamenn heimsmyndin væri önnur í dag ef sá aðskilnaður hefði verið kæfður í fæðingu en í báðum tilfellum eru og voru menn að berjast fyrir sannfæringu sinni góðri eða slæmri.
En eins og kemur fram þá er engin að berjast í Úkraínu nema aðskilnaðar sinnar sem skjóta þá á hver aðra upp í loftið og á eigin byggingar og það er þá rangt að þeir hafi skotið niður tvær orrustu þotur því stjórnarherinn notar ekki flugvélar og ekki stórskotalið. Hvernig duttu þá sprengjurnar niður úr loftinu á Lubansk og hvað þarf að fjármagna.
Fyrir þá sem trúa þessu ekki er einfalt að leita á netinu og sjá að það sem okkur er boðið upp í fréttum er einsleitur áróður, fjölmiðlum eiginlega til skammar það eru bardagar þarna og Úkarinskir vinir okkar eru engir englar frekar en aðrir þó að í umfjöllun fjölmiðla séu þeir málaðir upp sem allt að því fulltrúar góðgerðarsamtaka.
En punkturinn í fyrirsögninni er hugleiðing um ábyrgð. Ef að við köstum allri ábyrgð á Rússa vegna aðgerða aðskilnaðarsinna því þeir útvega þeim vopn er þá almenningur sem fjármagnar Úkraínska herinn ábyrgur fyrir verkum hans.
Verið viss að það á eftir að koma í ljós að þeir hafa notað eitthvað meira en bara kærleik og vinarþel.
Það voru ekki margir sem trúðu því hvað var í raun að ske í gömlu Júgóslavíu til að byrja með.
Svo ef almenningur fjármagnar hlýtur hann að bera ábyrgð eins hljóta þeir sem seldu Ísraelsmönnum vopnin sem að fólk fellur fyrir á Gasa að vera ábyrgir fyrir því
Víki menn sér undan því eru yfirlýsingar þeirra um ábyrgð marklausar líf er líf hvort sem það kemur frá Miðausturlöndum eða Vestur Evrópu, og ef ríki ætlast til að önnur ríki axli ábyrgð ber þeim að ganga á undan með góðu fordæmi en það er sennilega draumsýn í þessum heimi þar sem að hræsni og tvöfeldni virðast vera ráðandi sem stendur.
Frjáls framlög fjármagna hernaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2014 | 17:47
Þegar þögnin verður frétt
Langt finnst mér seilst og það er orðið skondið þegar það er orðið frétta efni að segja ekkert. Gæti það verið vegna þess að fólk er orðið vart um sig, það sem það segir er oft á tíðum túlkað frekar frjálslega í fjölmiðlum.
Þögn er ekki alslæmt vopn vilji maður gefa eitthvað í skyn án þess að þurfa að svara fyrir það.
Það er hægt að skáka í skjóli þess að maður hafi ekki sagt neitt en ég trúi varla að saksóknari sé að því en á móti kemur að Stefán er búin að skíra út af hverju hann sótti um nýtt starf sem er ósköp skiljanlegt að eftir 8 ár langi mönnum að reyna sig við eitthvað nýtt.
Svo sennilega er hér ein enn ekki fréttin nema að Stefán segi ekki satt en segi hann satt þá segir saksóknari ekki satt en munum að saksóknari sagði ekki neitt svo það má með sanni segja að núna sé þögnin orðin frétt
Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2014 | 09:53
Stigvaxandi áróðurs herferð
Það er orðið athyglisvert að fylgjast með stigvaxandi áróðri okkar manna hér á vesturlöndum hann er farin að líkjast efnavopna áróðrinum gegn Saddam og áróðrinum gegn Líbíu. Við ættum að hafa í huga hvert hvorutveggja leiddi okkur okkur er mislögð höndin í afskiptum okkar af heiminum. Vestræn veldi eru þó ekki að blása í herlúðra gegn Rússum. Alla vega er áróðurinn frá okkur athyglisverður og hann veltur yfir gagnrýnislaust af hálfu fjölmiðla þeir bergmála bara það sem þeim er sagt.
Skoði maður fréttir frá öllum hliðum getur maður ekki annað en farið að efast um að málflutningur okkar manna sé alveg sannleikanum samkvæmt hann virðist frekar vera byggður á þeirri aðferð að þegar eitthvað hefur skeð þá sé best að hrópa sem hæst til að draga athyglina eitthvað annað en að manni sjálfum.
Saka Rússa um að brjóta gegn banni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2014 | 22:28
Refsum Rússum
Blóðugasta vikan í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2014 | 22:24
Skrítnar aðgerðir
Fyrir þá sem að nenna að lesa annað en það sem er matreitt ofan í okkur verða þessar refsiaðgerðir skrítnari og skrítnari.
Bandaríkjamenn sögðu strax að þeir hefðu sannannir, þær hafa ekki verið sýndar enn.
Rússar komu með myndir sem hafa fengið ótrúlega litla umfjöllun en þær benda á aðra atburðarrás en vestræðnir fjölmiðlar dæla ofan í okkur. Andstuttir fréttamenn gefa í skyn að illa sé farið með líkin möguleiki sé á að svörtu kassarnir séu skemmdir og margt annað sem síðan er hrakið í litlum undirmáls fréttum, en engar sannannir höfum við séð enn. Síðast sagði USA að þeir hefðu sannanir um að Rússar hefðu ætlað að selja aðskilnaðarsinnum vopn en af hverju sína þeir þá ekki eitthvað af öllum þessum sönnunum.
Þetta er eiginlega farið að bera keim af einhverju allt öðru en mannkærleika og réttlætis ást og orðið jafn pínlegt á að horfa og leitina að efnavopnum Saddams sem aldrei hafa fundist og því innrásin í Írak byggð á lygum og þeim vestrænum.
Það er ótrúlegur tvískinnungur finnst mér að hin sömu ríki og hafa skilgreint aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem hóp sem ekki má styðja vegna þess að hann er eitthvað mikið verri en allir aðrir andspyrnu hópar, þau hin sömu ríki studdu hið svokallaða vor og sendu vopn í allar áttir vor sem að breyttist í vetur og síðan selja þau öllum sem vilja bylta Assad vopn sem flest lenda sennilega hjá ISIS samtökunum.
Nefnum svo ekki hverjir styðja hvað á Gasa. Verst af öllu er þó undirspil og einhliða fréttaflutningur metnaðarlausra fjölmiðla.
Ég hef hingað til verið talin frekar hallur undir kapítalisma og vestrið en það er óðum að breytast eftir því sem að maður fylgist betur með og verður meira bit á hvað í raun stór hluti heimsins flytur með. Fyrir mörgum árum ekkert svo fjarri þessum tíma árs héldu gagnrýnislausir fjölmiðlar þess tíma trúir stjórnvöldum því fram að ríki eitt væri sífellt með skærur á landamærum annars að lokum var það nóg ástæða til að rúlla yfir landamærin og heimstyrjöld var hafin. Erum við virkilega gjörneydd langtíma minni ég eiginlega held það.
En ég tel að allir þar á meðal fölmiðlar og misfærir pólitíkusar ættu bara að bíða rólegir þangað til að rannsókn er lokið. Það þarf ekki lengi að leita á netinu til að finna blaðamanna fund sem að Rússar heldu þar sem kemur fram að Úkraínsk orrustuflugvél hafi verið skammt frá vélinni um það leiti sem að þessi atburður varð. Ekki er ég sérfróður en ég sé ekki betur en að á myndum af flakinu séu skotgöt og þau inna á við en eins og ég segi þá er ég ekki sérfóður um svona mál en tel að það eigi að bíða hlutlausrar rannsóknar á því hvað skeði í raun en ekki að nota þennan atburð í pólitískum tilgangi.
Rússar beittir refsiaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2014 | 14:09
Trúverðugleiki fjölmiðla.
Þetta sorglega mál hefur leitt í ljós að mínu mati tilvistar vanda nútíma fjölmiðlunar sem að miklu leiti virðist vera fólgin í því í dag að reyna að skapa söguna í stað þess að segja frá henni og greina hana. Það væri til dæmis verðugt verkefni fyrir fjölmiðlun að fræða okkur á því hvaða sérþekkingu eftirlitsnefnd ÖSE hefur um flugslys og greiningu þeirra.
Hægt væri að benda á dæmi um þetta í fréttum af þessum hörmungar atburði en viðkomandi er þeirrar skoðunar að það eigi að biða niðurstöðu færustu sérfræðinga áður en nokkur dómur er felldur og að svona atburði eigi að umgangast með hógværð og virðingu.
Segja skrokk MH17 götóttan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2014 | 15:33
Málfrelsið og sambandið
Það má greinilega ekki segja allt í löndum ESB þetta eru þó sennilega afmarkaðar skoðanir, ennþá
Auðvitað má fólk segja það sem það vill en ég vil að það sé alveg ljóst að fólk sem breiðir út þessi viðhorf er ekki velkomið í land sem er hluti af Evrópusambandinu, sagði Rinkvics ennfremur
Bannað að koma fram í Lettlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2014 | 10:05
Að syna fordæmi.
Cameron segir.
"Hann segir að ef það verði staðfest að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi skotið hana niður beri rússnesk stjórnvöld ábyrgðina"
Það er alveg rétt hjá Cameron en hann ætti að hafa í huga að á sama hátt bera þá vestræn stjórnvöld ábyrgð á dauða Palestínumanna sem að falla á Gasa, uppgangi Isis samtakana og mörgu öðru sem er síst betra og jafnvel verra en Úkraína og þau hafa stutt svikalaust. Telji menn að ég hafi rangt fyrir mér með ISIS samtökin þá hef ég bjargfasta trú á að vopn þeirra séu komin frá stuðningi vesturveldanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi og sé svo þá bera vesturveldin ábyrgð á morðum þeim sem ISIS hafa framið samkvæmt því sem Cameron segir sjálfur.
Síðan en ekki síst þá er það mitt álit að vestrænir leiðtogar hafi verið ansi duglegir við að efla þessi átök sem eru farin að minna á aðdraganda fyrri heimstyrjalda. Því miður held ég að ástæða þess sé ekki mannkærleikur heldur eitthvað annað.
En horfi maður framhjá þessum hörmulegu atburðum og bara á fréttaflutning af þeim, er umhugsunarvert hvað orðið hryðjuverkamaður er orðið fréttamönnum tamt það er allt orðið hryðjuverk.
Sá sem að ver börnin sín lífskoðanir og fjölskyldu en er ekki sammála því sem að stórveldi vestursins vilja viðskiptalega og stjórnmálalega hann er umsvifalaust flokkaður sem hryðjuverkamaður af vestrænum fjölmiðlum og pólitíkusum án nokkrar greiningar á málinu.
Ef Cameron og aðrir vestrænir leiðtogar vilja að aðrir sýni ábyrgð ættu þeir að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta afskiptum af öðrum ríkjum sjálfir, þá yrði heimurinn skjótt aldingarðurinn Eden á ný.
Við höfum nefnilega ekki verið neinir eftirbátar annarra í að skipta okkur af stjórnarfari og breyta því í öðrum ríkjum en skýrum það gjarnan nöfnum með tilvísun í eitthvað eins og vor, þó það þíði í raun hálfgerðan frostavetur fyrir íbúana eftir að við höfum lokið okkar afskiptum af stjórnarfarinu.
Vill herða refsiaðgerðir gegn Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |