Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Steinrunnin andlit. (helgar hugvekja)

Ég var í venjubundnum helgarinnkaupum þegar mér í örskotsstund fannst sem ég hefði fallið gegnum margvítt rúm tímans og hafnað í framhaldsþættinum, Gangandi Dauðir eða Walking dead á frummálinu en þar ráfa sviplaus lík um götur borga og bæja í Ameríku.

Ég var staddur í búð með fjölda fólks það heyrðist ekki neitt það var hvergi bros bara lágvært muldur og tuð glamur í innkaupakerrum og skrjáf í pappír rofið af taktföstu pípi kassana. Fólkið i röðinni var með samanbitnar varir ansaði varla þegar kassadaman bauð góðan daginn og renndi vörunum í gegnum skannann á andlitunum var kvíða og kvalasvipur meðan beðið var eftir lokatölunum, ég sá að fólk beið með að setja restina í poka ef svo skildi fara að ekki væri til peningur fyrir öllu.

Ekki langt frá togaðist eldri kona á við son sinn um pakka með kjöti "settu þetta bara með mínu mamma sagið hann" sú gamla hélt nú að hún gæti bara borgað sitt sjálf en sonurinn vann á endanum enda hefur raunveruleikinn sennilega verið sá að með því gæti  hún sennilega staðið undir lyfjakaupum sínum út að minnsta kosti hálfan mánuðinn.

Skelfilegast fannst mér að sjá hvergi bros eiginlega frekar hægt að finna blæ reiði og það mikillar reiði nær undantekningalaust mátti lesa á andlit fólks þegar það sá kassastrimlana "Getur þetta verið" þegar ég svo kom út á hlað taldi ég 5 fjölskyldur sem stóðu fyrir aftan bíla sína og voru að fara yfir miðana með undrunarsvip.

Of þetta var lágvöruverslun.

Íslensk verslun er skipulögð og hönnuð eins og sláturréttir þar sem passað er að hafa flæðið hratt svo að engin hafi tíma til að skoða miðann sinn eða gera athugasemd.
Þú ert ekki búin að setja í poka áður en búið er að ryðja næsta kúnna yfir vörurnar þínar.
Þetta er engin tilviljun næsti kúnni er farin að urra á þig þannig að þú vilt ekki tefja og ferð þó þú vitir að þetta gat ekki kostað svona mikið.
Síðan þegar borið er saman þá sést að hillu og kassaverð stemmir ekki en oftar en ekki nennir fólk ekki til baka að kvarta.
Þessu hefur undirritaður margoft lent í.

Hvers vegna var þetta svona í morgun þetta fólk virtist flest vera að kaupa venjulegar vörur skyr safa jógúrt mjólk abmjólk kex bara venjulegar fjölskylduvörur, hvað olli þessu eiginleg, lægð yfir landinu eða fór fólk almennt vitlaust fram úr.
Í raun var ástandið þannig að ekki hefði þurft mikið til að einhver hreinlega missti sig yfir einhverju smáatriði og myndi atyrða afgreiðslufólkið.
Það sem að ég held að hafi valdið þessu er hinn svokallaði sykurskattur fólki krossbrá þegar það sá hækkunina á sínum venjubundnu helgar innkaupum.

Þessi skattur er eitt af því alvitlausasta sem þessi stjórn hefur gert og er þó ekki af fáu að taka ég hreinlega skil ekki stundum hvað þjóðin hefur gert þessu fólki, að það skuli hata okkur fólkið í landinu svona mikið eins og virðist vera, að það noti hver tækifæri til að gera líf okkar hér verra en það þarf að vera.

Það sem er verst að þessi skattur hefur verið prufaður og hann virkaði ekki og það var hætt við hann. Hvers vegna þurfa stjórnmálamenn okkar að taka upp alt sem ekki virkar en hafna því sem virkar. Ég bara skil það ekki.

Mér finnst síðan blóðugt að vita að svona misheppnaðir stjórnvitringar,ég undanskil ekki vitringa úr neinum flokki, vitringar sem hafa valdið fólkinu stórtjóni og óhamingju njóti tryggra eftirlauna á kostnað sama fólks og þarf að borga alla vitleysuna. Það finnst mér frekar súrt.

Ég skil að fólk brosi ekki hér frekar en í Norður Kóreu en kannski verða sett lög sem skilda fólk til að brosa annars yrði það sett í betrunarvist eins og var um þá sem ekki brostu við innsetningu þjóðhöfðingja Norður Kóreu.

Stjórn sem ætlar að klára stjórnaskrá, lög um fiskveiðar, og 70 önnur mál á þeim ca 7 dögum sem eftir lifir þings ásamt því að banna klám sem Norður Kórea hefur jú gert líka.
Stjórn með þetta starfsþrek og afl verður ekki skotaskuld úr því að skikka þjóð til að brosa svo hægt sé að segja að hér sé sko allt í lagi það séu allir brosandi út að eyrum.

Samt skrýtið að þrátt fyrir mörg loforð og fyrirheitt hefur þessi stjórn á 4 x 365 dögum ekki náð því að verja heimilin í landinu, skrítið ekki satt.

Ég er sko ekki sáttur við ástandið eins og það er en nú líður að mínum tíma það er kosningum ég mun reyna að vanda val mitt og kjósa þá sem að ég tel líklegast að geri eitthvað fyrir fólkið ekki þá sem að segjast ætla að gera það heldur þá sem að ég tel líklegast að standi við það.

Góða helgi


Neytendavernd

Það er neytendavernd að hætta að formerkja vörur svo nú finnur maður ekki skanna nema á stangli oft virka þeir ekki og útköman var sú að nú hefur maður ekki hugmynd um hvað vara kostar og ég hef fulla t´ru á að þetta hafi valdið verðhækkunum.

Formaðurinn segir að honum hafi aldrei verið stefnt er það hrós eða ekki er það vegna mikils árangurs við neytendavernd eða vegna þess að samtökin eru svo máttlaus að þau hafa aldrei tekið á af alvöru fyrir neytendur.

Ég gekk í þessi samtök og var félagi í þeim en verð að segja að þau ollu mér miklum vonbrigðum og ég sagði mig úr þeim.

Þóra hefur rétt fyrir sér við búum í okurlandi en það er ekki eingöngu vegna vörugjalda það er líka og ekki síður vegna álagningar sem er allt upp í hundruð prósenta hvað eru verslanir að leggja á sem að geta síðan gefið útvöldum hópum 25% afslátt.

Hvað hefur til dæmis miklum sektum verði beitt vegna engrar og ónograr verðmerkinga sem eru regla frekar en undantekningar.

Kannski má segja að um sé að kenna lélegum neitendum hvað verndin er slöpp en alla vega má líka segja að ekki hafa samtökin verið með miklar herkvaðningar að mínu mati.

svo er nú það


mbl.is Framsóknarmenn ræddu neytendamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband