Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

"Hvers vegna eru lög og regla"

Var það ekki einhvern veginn svona sem Bubbi söng ef ég man rétt. Sumir segja að þetta sá bráðnauðsynlegt bann kanill drepi, aðrir segja að þetta sé bull og vitleysa til að deyja úr kanil eitrun þurfi að éta fjall af kanil. En af hverju er þá ekki kanill bara bannaður það hlýtur að vera jafn hættulegt að setja kanil sykur út á grjónagrautinn og jú lög og regla eiga að vernda okkur er það ekki.

Ein er þó sú spurning sem leitar á mig og hún er.
Hvers vegna er heimurinn ekki orðin fullkominn ?

Hann ætti að vera það fræðingar eru búnir að bjarga öllu með því að  banna og setja reglur um allt sem þeir telja valda skaða.
En heimurinn hefur ekkert breyst er það af því reglurnar virka ekki, bönnin eru bull eða ástæðan fyrir þeim, ekki veit ég það enda bara svokallaður millistéttarauli og als ekki H-menntaður.

Eitt er þó verndað út yfir gröf og dauða bæði frá bönnum og regluverki en það er fjármagnið og eigendur þess, gangvart því kikna hné reglugerðapésana og þeirra H-menntuðu eins og væru ungmeyjar á rokktónleikum fjármagnið veldur þá mannfólkinu og heiminum meiri skaða en kanill held ég.

Ég sjálfur ætla að setja kanil sem fyrr út á grjónagrautinn og verði kanilsnúðar bannaðir þá baka ég þá sjálfur ef mig langar í þá.

Það er nefnilega að mínu mati ekki spurning um að lifa heldur hvernig maður lifir og hvort maður hefur gaman af því og standi spurningin um 70 skemmtileg ár með kanil eða 90 leiðinleg ár án kanils þá held ég að svarið sé augljóst.

Er ekki foræðishyggjan orðin svo mikil að hún er farin að snúast upp í andhverfu sína eftir því sem óframkvæmanlegum boðum og bönnum fjölgar svo dregur úr virðingu fyrir þeim og þar með einnig þeim framkvæmanlegu og nauðsynlegu og þannig hnignar þjóðfélögum.

 


mbl.is Kanilsnúðarnir í hættu í Danmörku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir nyju launagreiðendur

"Stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau séu tilbúin til að gera breytingar á skattþrepum til að boðuð skattalækkun nýtist betur þeim sem eru með lægstu launin."

Í þessari setningu kristallast að mínu mati algjörlega nýr fáránleiki í hinu Íslenska þjóðarleikriti, atvinnurekendum og ASI hefur í kjarasamningum um langan tíma tekist að snúa málunum þannig  að samningar hafa snúist að mestu leiti um hvað ríkið ætlar að gera. Núna hafa þeir fundið alveg nyjan flöt á samningum það er að sækja launahækkanir í vasa annars launafólks.

Gylfi sagði sjálfur í gær að það gæti liðkað fyrir samningum að smá kjarabót sem millistéttin fékk í formi skattalækkunar yrði tekinn af henni og færð þeim lægst launuðu. Það er þá opinber staðreynd að ASI er ekki fulltrúi millitekjufólks í landinu og millitekjufólk þarf að gera sér grein fyrir því. 

Samningar snúast um að taka þær litlu skattalækkanir sem millitekjufólk fékk og nýta þær til að hækka laun lægst launuðu þó að þetta sé ekki mikil upphæð á fólk í lægri skala millitekjufólks þá munar um hverja krónu og eins fyrir láglaunafólk en þeirra kjarabót á að koma frá atvinnurekendum en ekki öðru launafólki.

Ég spyr mig hvers vegna stjórnvöldum ASI og atvinnurekendum er svona illa við millitekjufólk því þeim er er það annað er ekki að sjá.
Það má ekki viðurkenna að það hafi í raun verið stolið af þeim með því að leiðrétta stökkbreytt lán alla vega ekki þeim sem enn ná að borga
Það má ekki lækka skattþrep um örprósentu til að rétta hlut þess og það er fleira hver silkihúfan kemur nú fram og sefi að þetta sé ekkert sem fólki munar um en samt er þetta upphæð sem á að bjarga öllu allt frá fjárlögum til kjarasamninga,

Það er komin tími á að millistéttin stofni sitt eigið afl það er enginn sem að ver hagsmuni þessa hóps

 

 

 


mbl.is Umræða um fjárlög hefst kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt spurning

þessi spurning er í raun alveg réttmæt því það eru ekkert allir sem að njóta þessarar uppbótar þar sem hún er tengd vinnutíma og öðrum atriðum. Þannig að það má alveg spyrja þessarar spurningar. En er ekki aðalspurningin um framfærsluviðmið hvort að þau eru ekki of lág þannig að til að friða samviskuna um jólin sé borguð desemberuppbót til að þeir sem ekki þurfa að lifa við þessa innkomu geti skóflað í sig sínum eigin jólamat fullvissir um eigin góðsemi.

Síðan er það spurningin og fullyrðingin um að atvinnuleysi sé í raun orðin atvinna margra vegna góðrar innkomu í stéttinni þannig að fólk sé almennt hætt að vilja launavinnu. Leiðir það okkur ekki að aðalspurningunni eru lægstu laun á Íslandi ekki skammarlega lág og það í alþjóðasamhengi þriðji heimurinn meðtalinn.

Í raun eiga allar þessar spurningar rétt á sér svör eru síðan sennilega jafnmörg og svarendur.


mbl.is Desemberuppbót fyrir unnin störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun kjörinna fulltrúa.

Þetta vandamál er örugglega víða og það er aldrei sátt um þessar hækkanir. Eiginlega ótrúlegt að ekki skuli vera búið að þróa launastiga sem leysir þetta vandamál. Ég er þeirra skoðunar að það ætti að innleiða launauppbyggingu eins og tíðkast á sjó. Þá eru lægst launuðu stéttirnar með stuðulinn einn og við getum sagt að hæst launuðu séu með stuðulinn 4 ég held að fjórföld lágmarkslaun séu bara ágæt fyrir efri stéttir. Síðan mætti aðlaga skattþrepin þessu og hafa þau 4 líka og það fyrsta skattlaust. Þetta myndi spara fé og auka einingu hægt væri að leggja niður kjararáð og nefndir og allt launakerfi yrði einfaldara. Auðvitað myndu einhverjir telja það að þeir séu svo verðmætir og beri mikla ábyrgð að þeim beri meiri laun en þetta. Þeim rökum var alla vega beitt til að réttlæta ábyrgð framsækinna útrásarmanna fyrir hið svokallaða hrun. Það er varla hægt að banna það en innleiða mætti 5 skattþrepið á laun umfram fjórföld laun. Þetta myndi losa fólk við þetta eilífa þras um laun þingmanna og samsvarandi stétta og að mínu mati er enginn einstaklingur  fjórum sinnum verðmætari en annar.


mbl.is 11% launahækkun breskra þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er komin tími til að staldra við.

Er ekki aðeins komin tími til að staldra við og spyrja okkur hvort þessi stöðuga aukning sé endilega af hinu góða. Erum við ekki enn einu sinni að falla í gryfju veiðimannagensins í okkur að fyllast kappsemi fara yfir strikið og uppskera síðan timburmenn af verstu svort. Ég er ekki frá því að svo gæti verið.


mbl.is EasyJet stórhuga um Íslandsferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband